Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 4
4 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR Var rétt af Samkeppnisráði að banna Flugleiðum að undirbjóða Iceland Express? Spurning dagsins í dag: Hvernig á helst að fjármagna Ríkisút- varpið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 44,5% 55,5% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is KARLAR lið L U J T mörk stig 1. Fylkir 10 6 1 3 15:8 19 2. Þróttur 10 6 0 4 18:13 18 3. Grindav. 10 6 0 4 16:16 18 4. KR 10 5 2 3 12:12 17 5. KA 10 4 2 4 16:14 14 6. ÍBV 10 4 1 5 16:15 13 7. Valur 10 4 0 6 13:17 12 8. FH 10 3 3 4 14:15 12 9. ÍA 10 2 5 3 11:12 11 10. Fram 10 2 2 6 13:22 8 Fram 2-3 KA ÍA 0-0 FH Rændi pabba sínum: Krafði mömmu um lausnargjald MALASÍA, AP Tvítugur háskólanemi frá bænum Tampoi í Malasíu hef- ur verið ákærður fyrir að ræna föður sínum og krefja móður sína um sem svarar rúmri einni millj- ón íslenskra króna í lausnargjald. Jacob Jebaraj var handtekinn ásamt fimm félögum sínum. Pilt- unum er gefið það að sök að hafa rænt 53 ára gömlum föður Jebaraj og haldið honum föngnum í heilan sólahring þar til eiginkona hans greiddi þeim lausnargjald. Sakborningarnir sex eiga allir yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi verði þeir fundn- ir sekir. ■ Félagsmálaráðherra: Fundar með Valgerði JAFNRÉTTI Árni Magnússon félags- málaráðherra mun á mánudag hitta Valgerði Bjarnadóttur, fram- kvæmdastýru Jafnréttisstofu. Valgerður var formaður Leikfé- lags Akureyrar, en Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að leikfélagið hefði brotið jafnréttislög við ráðn- ingu leikhússtjóra. Valgerður hef- ur sagt af sér sem formaður leik- félagsins. Ráðherra vill ekki tjá sig um málið þar til fundurinn hefur far- ið fram. ■ VIÐSKIPTI Allt útlit er fyrir að Sam- son muni krefjast lækkunar á kaupverði Landsbankans í ljósi þess að afskriftir hafa orðið á eignasafni bankans síðustu þrjá ársfjórðunga. Samningur Björg- ólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnús- ar Þorsteinssonar við ríkið um kaup á bankanum felur í sér fyrir- vara um að kaupverð geti lækkað um allt að 700 milljónum, komi í ljós að eignir hafi verið ofmetnar af hálfu ríkisins. Samkvæmt stöðu bankans þremur ársfjórð- ungum eftir að hann var metinn eru afskriftir það miklar að Sam- son mun krefjast endurskoðunar á lokagreiðslu sem berast á í des- ember. „Ljóst er að afskriftir á síðari helmingi ársins 2002 og fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í ljósi þessa má vænta að á endurskoð- unarákvæðið muni reyna,“ segir Halldór Jón Kristjánsson Lands- bankastjóri um málið. Um tveir þriðju hlutar ríflega 12 milljarða króna söluverðsins hafa þegar verið greiddir og er Samson eigandi 45,8 prósenta hlutafjár. Til mælinga á afskrift- um var sett saman vísitala út frá eignasafni bankans og verður hún væntanlega höfð til viðmiðunar um lækkun. Á blaðamannafundi á gamlársdag gáfu Björgólfsfeðgar til kynna áhuga þess efnis að nota hugsanlegan afslátt í hlutafjár- kaup í bankanum. Ekkert er hins vegar ákveðið um það. ■ VIÐSKIPTI Í frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar vegna meints samráðs olíufélaganna þriggja kemur fram að stjórnendur Olíu- félagsins hf. staðfestu við Sam- keppnisstofnun að samráð hafi verið viðhaft um tilboð vegna eldsneytiskaupa ÍSALS. Fram- kvæmdastjóri markaðssviðs s t ó r n o t e n d a Skeljungs stað- festi einnig við S a m k e p p n i s - stofnun „að sam- ráð hafi verið milli olíufélag- anna um gerð tilboða í þessu útboði ÍSAL í anda þess samstarfs sem gilti um ÍSAL“. Í skýrslunni er því lýst að sá starfsmaður Olíufélagsins sem gerði ÍSAL tilboð hafi vitað að samráð var milli félaganna og að tilboð Olíufélagsins væri ekki lægst. Skeljungur sendi Olís fax með tilboðum félaganna þriggja. Það olli uppnámi innan Olís. „Ég hef ekkert um þetta mál að segja,“ segir Samúel Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fjárfest- inga- og áhættustýringarsviðs Olís, um skýrslu Samkeppnis- stofnunar þar sem því er lýst að fjármálastjóri Olís hafi sent út tölvupóst þar sem hann lýsti undr- un sinni á því að Skeljungur skyldi senda verðsamráðið á faxi og lýsti því að „það væri alltof varasamt“. Kristinn Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs, vildi sem minnst segja um frumskýrsluna. „Þetta er fyrri hluti skýrslunn- ar sem barst til okkar í janúar. Okkur vantar seinni hlutann og höfum því ekki svarað enn. Við viljum sjá niðurstöðuna í heild sinni,“ segir Kristinn. Hann segir að skýrslan sé ein- hliða frá Samkeppnisstofnun sem í meginatriðum sé að komast að rangri niðurstöðu. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnun- ar, vildi ekki tjá sig neitt um efni skýrslunnar sem hann sagði vera trúnaðarmál. Hann segir að ekki liggi ljóst fyrir hvenær skýrslan verði gerð opinber. Hann segir að stefnan sé að klára málið fyrir áramót. Í ljós verði að koma hvort það takist. Um síðustu áramót hafi fyrri hluti frumathugunar verið sendur til olíufélaganna. „Nú er unnið að seinni hluta skýrslunnar sem verður skilað í haust. Síðan fá ol- íufélögin tíma til andsvara. Málið verður vonandi tekið til úrskurðar fyrir lok ársins,“ segir Guðmund- ur. rt@frettabladid.is VETTVANGSRANNSÓKN Mikil eyðilegging blasti við á götunni þar sem sprengjan sprakk og í fyrstu var erfitt að átta sig á því hvar sprengingin átti upp- tök sín. Öflug sprenging: Þrír fórust RÚSSLAND, AP Að minnsta kosti þrír fórust og átján særðust þegar öflug flísasprengja sprakk skammt frá lögreglustöð í borg- inni Khasavyurt í Dagestan. Á meðal fórnarlambanna var hátt- settur lögreglumaður, barnshaf- andi kona og fimm ára stúlku- barn. Tólf voru fluttir á sjúkrahús og eru þrír þeirra taldir í lífs- hættu. Að sögn yfirvalda var sprengj- an föst við vélhjól og fyllt með rám og boltum. Fjöldi bygginga og ellefu ökutæki urðu fyrir skemmdum af völdum sprenging- arinnar. Innanríkisráðherra Dagestan segist telja að herskáir múslímar hafi staðið á bak við tilræðið. ■ Mannæta ákærð: Fórnar- lambið með í ráðum ÞÝSKALAND, AP Þýskur karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir að myrða annan mann, hluta líkið í sundur og éta það. Verknað- urinn var framinn með samþykki fórnarlambsins. Saksóknarar hafa myndband sem sýnir sakborninginn stinga manninn, skera líkið í búta og frysta hluta þess. Lögreglan komst á spor hins grunaða þegar hann auglýsti á internetinu eftir manni sem vildi láta drepa sig og éta. Maðurinn á yfir höfði sér lífs- tíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. ■ RÍKISÁBYRGÐ „Eftirlitsstofnunin lætur öll mál sem ekki eru sáraein- föld í þennan farveg. Þetta er flók- ið mál og margþætt. Ég held að all- ir hafi reiknað með að það færi þennan veg,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra um þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA að taka til rannsóknar frumvarp um ríkisá- byrgð til handa Íslenskri erfða- greiningu vegna uppbyggingar lyfjatæknifyrirtækis hér á landi. „Þetta er eðlilegur hluti af þessu ferli,“ segir Geir og vísar til þess að sérstaklega sé tekið fram í yfirlýsingu Eftirlitsstofnunarinn- ar að það að ábyrgðin sé tekin til rannsóknar hafi enga þýðingu á niðurstöðu málsins. Ennfremur hafi önnur íslensk mál verið tekin til rannsóknar hjá Eftirlitsstofnun- inni. Þar bendir Geir á frumvarp viðskiptaráðherra um endur- greiðslur vegna kvikmyndafram- leiðslu. Eftirlitsstofnunin rannsakar meðal annars hvort ábyrgð á lán- inu feli í sér almennan rekstrar- styrk frekar en stuðning við rann- sóknir. Fjármálaráðherra vildi ekkert tjá sig um þetta atriði þeg- ar það var borið undir hann og kvaðst ekki vilja ræða það efnis- lega. ■ GEIR H. HAARDE Ekki eins- dæmi að ís- lensk frum- vörp séu tek- in til rann- sóknar hjá Eftirlitsstofn- un EFTA. Fjármálaráðherra um rannsókn EFTA á deCODE-ábyrgð: Eðlilegur hluti ferlisins SAMSON Ákvæði í kaupsamningi um Landsbankann segir að kaupverð skuli endurskoðað ef afföll eru umfram það sem áætlað var af ríkinu. Afskriftir meiri en gert var ráð fyrir: Krefjast lækkunar Landsbankaverðs SAMKEPPNISSTOFNUN Unnið er hörðum höndum að skýrslu um meint samráð olíufélaganna um verð á elds- neyti. Skýrslan lýsir því afdráttarlaust að samráð hafi verið viðhaft. ÍSAL Félagið bauð út eldsneyti en olíufélögin þrjú höfðu náið samráð um tilboð. Olíufélögin staðfestu samráð um ÍSAL Kristinn Björnsson vill sjá niðurstöðuna í heild sinni áður en Sam- keppnisstofnun verður svarað. „Við viljum sjá niðurstöð- una í heild sinni. MÖRG INNBROT Að sögn lögregl- unnar hafa óvenju mörg innbrot verið framin í Reykjavík undan- farið. Aðafaranótt fimmtudags var brotist inn í fimm bíla auk þess sem sjónvarpi var rænt á kennarastofu Laugarnesskóla. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.