Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 8
18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR VERSLUNIN HÆTTIR 50% 70% ALLT Á AÐ SELJAST K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 TIL NÝJA DELÍ, AP Óttast er um líf á ann- að hundrað starfsmanna í vatns- orkuveri í norðurhluta Indlands eftir að flóðbylgja hreif þá með sér. Flestir mannanna eru farand- verkamenn frá Nepal og héruðun- um Bihar og Uttar Pradesh á Ind- landi. Sjónarvottur segir að skyndilega hafi komið steypiregn með þeim afleiðingum að lítil á skammt frá tjaldbúðum verka- mannanna fylltist af vatni og flæddi yfir bakka sína. Mennirnir lágu sofandi í tjöldum sínum og gátu enga björg sér veitt. Aðeins hafa fundist lík sextán manna. Talið er að hátt í 400 manns hafi farist af völdum monsoon- rigninga í Suður-Asíu á síðustu vikum. Flóð og aurskriður hafa eyðilagt þúsundir húsa og upp- skeru, drekkt búfénaði og neytt hátt í sjö milljónir manna til að yf- irgefa heimili sín. Í Bangladesh hafa fljót flætt yfir bakka sína og skolað snákum út úr fylgsnum sínum. Nú þegar hafa fjórir Bangladessar látist eftir að hafa verið bitnir af eit- urslöngum í vatninu. Drykkjar- vatn hefur einnig mengast af völdum flóðanna. Af þeim sökum breiðast sjúkdómar á borð við kól- eru og niðurgang hratt út og er talið að nú þegar séu yfir 250.000 manns smitaðir. ■ BEÐIÐ EFTIR UPPSTYTTU Þorpsbúi við ánna Kata Khali í Bangladesh breiðir yfir sig plast til þess að skýla sig fyr- ir óblíðri rigningunni. Flóð og aurskriður í Suður-Asíu: Yfir hundrað verkamenn taldir af VIÐSKIPTI Fimm manna sendinefnd hélt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, á fund stjórnenda Shell International í London síð- ustu vikuna í maí til að semja um kaup Haukþings á 21 prósenta hlut fé- lagsins í Skeljungi. Benedikt Jóhann- esson, stjórnarfor- maður Skeljungs, fór fyrir sendi- nefndinni en á meðal þeirra sem sóttu fundinn fyrir hönd Kaupþings var Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skelj- ungs. Kaupin hafa verið umdeild enda barst Kauphöllinni ekki formleg tilkynning um þau fyrr en fimm klukkustundum eftir að þau áttu sér stað. Á þeim tíma áttu sér stað gríðarleg viðskipti með bréf í Skeljungi án þess að þeir sem keyptu vissu að fimmtungs- hlutur í félaginu hefði skipt um hendur. Kaupþing keypti umrædd bréf á gengi sem var á milli 15 og 16 en Shell seldi sinn hlut á geng- inu 12. Innan viðskiptaheimsins telja sumir að alþjóðlega félagið hefði jafnvel getað selt sinn hlut á genginu 18 og þannig hafi það slegið af sér um 800 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið rannsak- ar nú hvort lög hafi verið brotin með því að sinna ekki tilkynning- arskyldunni. Benedikt Jóhannesson hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboð- um Fréttablaðsins undanfarna daga. Hann veitti Morgunblaðinu í gær viðtal um gang mála þann 30. júní. Þar lýsir hann því að taf- ir hafi orðið á tilkynningunni vegna þess að gjaldeyrisyfir- færsla vegna kaupanna hafi tekið svo langan tíma. Benedikt segir við Morgunblaðið að Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, hafi um morguninn hringt í Kauphöllina að sinni beiðni til að láta vita að tíðinda væri að vænta af Skeljungi. Benedikt segir að eftir á að hyg- gja hefði hann átt að hringja sjálfur. „Það má hins vegar vera, eftir á að hyggja, að betra hefði verið að ég hefði hringt sjálfur í Þórð Friðjónsson og tilkynnt um söl- una, í stað þess að láta Gunnar gera það, enda hafði hann ekki vitneskju um umfangið,“ segir Benedikt og vísar þar með ábyrgð að einhverju leyti á for- stjóra Skeljungs. Mörgum finnst þessi yfirlýs- ing hans undarleg í því ljósi að hann og Gunnar Karl fóru saman til London þar sem unnið var að samningi um kaupin. Gunnar Karl staðfestir að hann hafi farið á fund Shell International en seg- ist ekki hafa vitað um kaupin á 21. prósenta hlutnum. „Ég tók aldrei þátt í viðræðum vegna kaupa á umræddum hlut í Skeljungi,“ segir Gunnar Karl. Engar fréttir er að hafa af rannsókn Fjármálaeftirlitsins. rt@frettabladid.is SKELJUNGUR Baráttan um yfirráðin hefur tekið á sig ýmsar myndir. Nú er rannsakað hvort um lögbrot hafi verið að ræða þegar ekki var tilkynnt í Kauphöllinni að fimmtungshlutur hefði skipt um eigendur. Forstjóri Skeljungs sótti fund með Shell ■ Mörgum finnst þessi yfirlýsing hans undarleg í því ljósi að Benedikt og Gunnar Karl fóru saman til London. Sendinefnd núverandi meirihlutaeigenda Skeljungs fór til London til fundar við Shell. Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður segir Skelj- ungsforstjóra hafa hringt í Kauphöllina vegna tilkynningarinnar. VIÐSKIPTI „Við fengum ekki nægi- legar upplýsingar sem gáfu okk- ur kost á því að leggja mat á hvort það væri rétt að loka fyrir viðskipti eða ekki,“ segir Páll Harðarsson, staðgengill for- stjóra Kauphallarinnar, spurður út í orð Benedikts Jóhannesson- ar í Morgunblaðinu í gær þess efnis að hann hafi látið Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóra Skeljungs, hringja í talsmenn Kauphallarinnar og segja þeim að stór viðskipti með bréfin væru væntanleg. Ekki hefur náðst í Benedikt síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Við erum ennþá með málið í skoðun. Ég get ekki sagt ná- kvæmlega að hverju það bein- ist,“ segir Páll um athugun Kauphallarinnar á viðskiptunum 30. júní. Gunnar Karl segist hafa sinnt þeirri skyldu sinni að láta vita af því að viðskipti væru í aðsigi. „Ég miðlaði þeim upplýsing- um sem ég fékk og sagði að um- talsverður hlutur í Skeljungi væri á hreyfingu,“ segir Gunnar Karl. ■ KAUPHÖLLIN Fékk ekki nægilegar upplýsingar til að geta lokað fyrir viðskipti með bréf í Skeljungi. Forstjóri Skeljungs hringdi í Kauphöllina: Lýsti umtalsverðum viðskiptum ATHUGIÐ! Laugardagslokun 19. júlí, 26. júlí, 2. ágúst og 9. ágúst. Munið að föstudagar eru tilboðsdagar. 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.