Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 6
6 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Írak Veistusvarið? 1Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísra-els, heimsótti Noreg í vikunni. Hvað heitir starfsbróðir hans þar í landi? 2Forstjóri Norðurljósa hefur ýmislegtvið starfsemi Ríkisútvarpsins að at- huga. Hvað heitir maðurinn? 3Trumbusveitin Appap Papii skemmtigestum í Alþjóðahúsinu í gær. Frá hvaða landi er sveitin? Svörin eru á bls. 28 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar AÐALRITARI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Kofi Annan gaf út formlega yfirlýsingu að loknum fundi með aðstoðarutanríkisráð- herra Mjanmar, Khin Maung Win. Kofi Annan: Styður Suu Kyi BANDARÍKIN , AP Kofi Annan, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur farið fram á það við leiðtoga Mj- anmar að þeir láti Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstæð- inga, tafarlaust lausan úr haldi. Annan útilokar ekki að Samein- uðu þjóðirnar grípi til refsiað- gerða gegn Mjanmar til að þrýsta enn frekar á herforingjastjórnina. Slíkar aðgerðir verða þó fyrst að hljóta samþykki öryggisráðsins, að sögn Annan. Suu Kyi var handtekinn 30.maí síðastliðinn ásamt fjölda annarra stjórnarandstæðinga. Bandaríkin hafa þegar samþykkt að beita Mj- anmar viðskiptaþvingunum til að þrýsta á um að föngunum verði veitt frelsi. ■ DÓMSMÁL „Dómurinn hefur ekkert verið ræddur í okkar hópi ennþá, fólk er í orlofi. Við eigum vissu- lega eftir að ræða úrskurð Mann- réttindadómstólsins þegar við komum saman aftur,“ segir Mark- ús Sigurbjörnsson, varaforseti Hæstaréttar, um dóm Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Í dómnum segir að Hæstiréttur hefði brotið gegn Mannréttindasáttmálanum um réttláta máls- meðferð. Hæsti- réttur sneri við sýknudómi Héraðs- dóms í sakfellingu í máli manns sem ákærður var ásamt öðrum fyrir lík- amsárás á veitinga- staðnum Vegas árið 1997, sem leiddi til dauða fórnar- lambsins. Í dómnum kemur fram að málsmeðferðin hafi ekki verið réttlát þar sem sakborningur og vitni voru ekki kölluð fyrir dóm- inn. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða 700 þúsund í miskabætur til mannsins, sem dæmdur var í rúmlega tveggja ára fangelsi og þurfti að sitja af sér um eitt og hálft ár, og til greiðslu 1,2 millj- óna í máls- og þýðingarkostnað. „Ég get ekkert sagt um málið á þessu stigi,“ segir Guðrún Er- lendsdóttir, forseti Hæstaréttar. „Miðað við dóm Mannréttinda- dómstólsins þarf að fá sakborn- inga og vitni til skýrslutöku fyrir Hæstarétti ef breyta á sýknudómi í sakfellingu. Annað hefur verið gert ef sönnunarfærslan þykir vera röng. Þá hefur héraðsdómur- inn verið ómerktur og málinu vís- að heim. Í þessu máli hefði átt að koma til álita annað hvort að fá vitni og sakborninga fyrir dóminn eða vísa málinu heim í hérað. Það þarf ekki að breyta lögunum, heimildirnar eru fyrir hendi, í ein- hverjum tilvikum þyrfti að at- huga breytt vinnubrögð,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður þess dæmda fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti. Magnús Thoroddsen flutti mál mannsins fyrir Mann- réttindadómstólnum. hrs@frettabladid.is KONGÓ, AP Leiðtogar tveggja helstu uppreisnarhópanna í Kongó hafa verið skipaðir í emb- ætti varaforseta í nýrri bráða- birgðaríkisstjórn sem ætlað er að binda endi á nærri fimm ára langt borgarastríð. Jean-Pierre Bemba, leiðtogi Kongósku frelsishreyfingarinnar, og Azarias Ruberwa, leiðtogi Kongósku lýðræðishreyfingarinn- ar, voru lengi vel svarnir óvinir. Þeir munu gegna embætti vara- forseta ásamt tveimur öðrum. Undir forystu Joseph Kabila, for- seta, er nýju stjórninni ætlað að leggja drög að lýðræðislegum kosningum sem fara eiga fram innan árs. Stjórnarinnar bíður einnig það erfiða verkefni að binda endi á ættbálkaerjur í norðausturhluta landsins. Alþjóðlegt friðargæslu- lið hefur verið sent til Ituri-hér- aðs til að stöðva blóðbaðið en síð- ast í gær var tilkynnt um það að yfir 80 manns hefðu látist í átök- um Lendu og Hema vígamanna í bænum Chomia. Áætlað er að borgarastríðið í Kongó hafi kostað um þrjár millj- ónir mannslífa. Stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag ætlar að rannsaka meinta stríðsglæpi í Ituri-héraði. ■ HÆSTIRÉTTUR Hilmar Ingimundarson lögfræðingur segir að í einhverjum tilvikum þurfi Hæstiréttur að athuga breytt vinnubrögð. ■ Miðað við dóm Mannréttinda- dómstólsins þarf að fá sak- borninga og vitni til skýrslu- töku fyrir Hæstarétti ef breyta á sýknu- dómi í sakfell- ingu. Hæstiréttur mun ræða dóminn Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu verður ræddur í Hæstarétti og hvaða áhrif hann mun hafa á störf Hæstaréttar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FLÓTTAMANNABÚÐIR Áætlað er að borgarstríðið í Kongó hafi kostað um þrjár milljónir mannslífa. Hundruð þús- unda manna hafa orðið að flýja heimili sín vegna átakanna. Skref í átt til friðar í Kongó: Svarnir óvinir mynda nýja ríkisstjórn Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 24°C léttskýjað 22°C léttskýjað 26°C létskýjað 31°C léttskýjað 30°C heiðskírt 30°C skýjað m. köflum 31°C skýjað m. köflum 27°C heiðskírt 27°C heiðskírt 28°C skýjað m. köflum 24°C skýjað 28°C skýjað og skúrir LaugardagurÍ dag Sunnudagur Veðrið úti í heimi í dag Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið NÚ EÐA ALDREI Veðrið í dag verður áfram með ólíkin- dum gott um allt land. Tuttugu stiga hitamúrinn ætti að falla víða í innsveit- um, einkum á aust- urhelmingi landsins. Það er því mjög erfitt að benda á einhvern einn stað þar sem veðrið verður best. Nú er um að gera að njóta veðurblíðunnar því svo gæti farið að breyting verði seint um helgina, a.m.k. á Norðurlandi. Mæli eindregið með að fólk grípi tækifærið og haldi garðveislur. Ef ekki nú, þá aldrei. Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Gola Gola Gola Gola Gola Strekkingur Gola Gola Gola SADDAM TALAR Hvatt er til áframhaldandi heilags stríðs gegn Bandaríkjaher á upptöku sem eignuð er Saddam Hussein, fyrr- um forseta Íraks, og var dreift í gær. Þá voru 35 ár frá því Baath, flokkur Saddams, tók völdin í Írak með byltingu. Lítið var um árásir á Bandaríkjamenn í gær. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.65 -0,58% Sterlingspund 123.95 -0,29% Dönsk króna 11.73 0,17% Evra 87.22 -0,19% Gengisvísitala krónu 124,11 0,35% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 154 Velta 1.644 milljónir ICEX-15 1.499 -0,15% MESTU VIÐSKIPTIN Skeljungur hf. 41.335.000 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 38.110.967 Bakkavör Group hf. 36.111.757 MESTA HÆKKUN Tryggingamiðstöðin hf. 2,70% Pharmaco hf. 0,48% MESTA LÆKKUN Skeljungur hf. -1,34% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -1,12% Og fjarskipti hf. -0,75% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9021,6 -0,8% Nsdaq*: 1695,6 -3,0% FTSE: 4056,6 -0,5% NIKKEI: 9489,9 -2,4% S&P*: 982,4 -1,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.