Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 1
SAMKEPPNI Í fyrri hluta frum- skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna meints samráð olíufélag- anna þriggja, Skeljungs, Olís, og Olíufélagsins hf., kemur fram að félögin þrjú hafi haft samráð vegna útboðs dóms- málaráðuneytisins, Landhelgisgæslunn- ar og Norðuráls. Dómsmálaráðuneyt- ið bauð út kaup á eldsneyti vegna lög- reglunnar og Land- helgisgæslunnar. Fé- lögin þrjú eru sögð hafa sammælst um að Olíufélagið myndi bjóða 0,95 króna af- slátt af lítra, Olís 0,85 krónu afslátt og Skeljungur 0,77 krónu afslátt. Ráðuneytið hafnaði öllum tilboð- unum og héldust því viðskipti við undirstofnanir þess óbreytt. Samkeppnisstofnun fann við húsleitina fyrir jólin 2001 skjal sem talið er til vitnis um sam- komulag félaganna þriggja. Því er lýst í skýrslunni að forstjóri Skelj- ungs hafi aðspurður sagt að félög- in þrjú hefðu ekki gert neinn samning vegna útboðsins heldur „eingöngu talað um það mál“. Þá er vitnað til Gunnars Karls Gunn- arssonar, aðstoðarforstjóra Skelj- ungs, sem kveðst ekki muna til þess að hafa séð umrætt minnis- blað sem stílað var á hann og framkvæmdastjóra Olís. Þórólfur Árnason, þáverandi markaðsstjóri Olíufélagsins, framsendi skjalið í tölvupósti til Gunnars Karls og Jóns Halldórssonar. Samkeppnis- stofnun náði afriti af þeim tölvu- pósti, dagsettum 11. desember 1996 klukkan 12.12, sem nefndur var „Fundur okkar þriggja í dag“. Gunnar Karl staðfesti sam- kvæmt skýrslunni að hafa átt fund með fulltrúum hinna tveggja olíu- félaganna en kvaðst „ekki minnast þess að neinar tillögur hafi verið settar fram á þessum fundum eða ákvarðanir teknar“. Haft er eftir framkvæmda- stjóra markaðssviðs stórviðskipta hjá Skeljungi í þessu sambandi: „Nokkur önnur útboð voru rædd meðal félaganna en ekki varð nið- urstaða í þeim viðræðum.“ Til enn frekari rökstuðnings því að samráð hafi átt sér stað vegna dómsmálaráðuneytisins er vísað til bréfs forstjóra Olís þar sem hann vitnar beinlínis til sam- ráðs vegna dómsmálaráðuneytis- ins í samhengi við skiptisölu vegna Járnblendifélagsins. Skýrslan segir mótbárur eða út- skýringar Skeljungs vegna þessa máls vera „ótrúverðugar og í mót- sögn við skýr gögn“. Fréttablaðið mun á morgun halda áfram að vitna í frum- skýrslu Samkeppnisstofnunar. rt@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 14 Sjónvarp 24 DAGURINN Í DAG FÖSTUDAGUR 18. júlí 2003 – 162. tölublað – 3. árgangur FUNDAÐI MEÐ SHELL Sendinefnd núver- andi meirihluta- eigenda Skeljungs fór til London síð- ustu vikuna í maí til fundar við Shell. Benedikt Jó- hannesson stjórnarformaður segir Skelj- ungsforstjóra hafa hringt í Kauphöllina vegna tilkynningarinnar en ekki þekkt um- fang viðskiptanna. Talið að Shell hefði get- að selt á genginu 18 í stað 12. Sjá bls. 8 ÓLÖGMÆT TILRAUN Ólafur Hauks- son, talsmaður Iceland Express, segir við- brögð Icelandair við úrskurði Samkeppnis- ráðs ólögmæta tilraun til að halda viðskipt- um. Icelandair brást við úrskurði sam- keppnisráðs um brot á samkeppnislögum með því að lækka lægstu verð á ferðum til London og borga á meginlandi Evrópu, en engir vildarpunktar hljótast nú af ferð- unum. Málið verður ekki rannsakað frekar, segir yfirmaður samkeppnissviðs. Sjá bls. 2 STUDABAKER VERST Bandaríkjamað- urinn Toby Studabaker, sem sakaður er um hafa numið á brott tólf ára gamla breska stúlku, fullyrðir að samband þeirra hafi ekki verið kynferðislegt. Sjá bls. 2 bíó o.fl. í föðurleit ● sharon stone Arnold Schwarzenegger: ▲ SÍÐUR 18 og 19 Tortímandi í kvenmannsklóm ■ Samkeppnis- stofnun náði afriti af þeim tölvupósti, dagsettum 11. desember 1996 klukkan 12.12, sem nefndur var „Fundur okkar þriggja í dag“. VEÐRIÐ Í DAG sálin og sólin í eina sæng Guðmundur Jónsson: ▲ SÍÐA 22 Vítamínsprauta í sveitaböllin Veðrið í dag verður með ólíkindum gott um allt land. Tuttugu stiga hitamúrinn ætti að falla víða í innsveitum, einkum á aust- urhluta landsins. Sjá nánar bls. 6 Hommar og lesbíur hita upp fyrir Hinsegin daga með styrktartónleikum á skemmti- staðnum Nasa í kvöld. Þar verður meðal annars flutt þemalag Hinsegin daga, Ég er það sem ég er. Sjá nánar: KALIFORNÍA, AP Níu manns létu lífið og hátt í 45 slösuðust þegar Bandaríkjamaður á níræðisaldri ók á ofsahraða í gegnum útimark- að í Santa Monica í Kaliforníu. Fimmtán manns eru enn í lífs- hættu. Maðurinn ók stjórnlaust í gegn- um mannfjöldann með þeim af- leiðingum að fólk kastaðist upp í loftið, sölutjöld eyðilögðust og varningur dreifðist um allt. Að sögn sjónarvotta var bíllinn á mikilli ferð þegar hann nálgaðist markaðinn. „Það var eins og felli- bylur kæmi niður götuna,“ sagði kona sem varð vitni að atvikinu. Átta manns, þar á meðal þriggja ára gömul stúlka, voru úrskurðað- ir látnir á staðnum. Miðaldra karl- maður lést á sjúkrahúsi. Að sögn lögreglu bar ökumað- urinn því við að hann hefði ekki getað stöðvað bifreiðina. „Hann heldur því fram að hann hafi hugsanlega stigið á bensíngjöfina í stað hemlanna,“ sagði lögreglu- foringinn James T. Butts. Ekkert bendir til þess að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja og ættingjar hans og vinir segja hann fullfrískan á líkama og sál. Ökumaðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Ekki liggur fyrir hvort hann verður ákærður fyrir manndráp. Fjölskylda hans hefur sent frá sér afsökunar- beiðni vegna atviksins. ■ Maður á níræðisaldri varð níu manns að bana: Ók á ofsahraða í gegnum útimarkað SUMARSTEMMNING Á AUSTURVELLI Mikið af fólk lagði leið sína um miðbæ Reykjavíkur í góða veðrinu í gær. Tónlistarfólk lék lög og var haft á orði að stemmningin væri „eins og í útlöndum“. Áfram er spáð hlýindum um mest allt land næstu daga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Höfðu samráð um tilboð til lögreglunnar Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar lýsir samráði olíufélaganna vegna útboðs dómsmálaráðu- neytisins. Forstjóri Skeljungs þrætti fyrir samning en viðurkenndi að „talað hefði verið um það“. Óvæntur fundur: Dínamít í ræsi LÖGREGLA Mikið magn af dínamíti fannst í ræsi á Bláfjallaveginum síðdegis í gær. Að sögn varð- stjóra lögreglunnar í Reykjavík bendir allt til þess að um sé að ræða dínamítið sem stolið var úr geymslu á Hólmsheiði aðfara- nótt 4. júlí síðastliðins. Ekki er þó ljóst hvort allt efnið er fundið. Lögreglan og sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar unnu að því að fjarlægja dínamítið af vettvangi fram á kvöld. Mikillar varkárni var gætt við verkið enda mikil sprengihætta. Það var starfsfólk kvikmynda- gerðarfyrirtækisins Pegasus sem fann dínamítið. Það var við tökur á auglýsingu og rak augun í poka sem svo reyndist inni- halda dínamít. Strax var kallað á lögreglu sem vinnur enn að rann- sókninni á stuldinum á Hólms- heiði. ■ matur o.fl. svínalundir ● vín vikunnar Elín María Björnsdóttir: ▲ SÍÐA 16 og 17 Sterk og ljúf- feng ostakaka f í t o n / s í a F I 0 0 6 4 4 8 Skelltu þér á pylsu og kók Fljótt og gott í NestiStærsta útsalan Nýtt kortatímabil SKELFILEG AÐKOMA Gular ábreiður voru lagðar yfir líkin á meðan vettvangsrannsókn fór fram.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.