Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 31
Ég er það sem kallast doktor íMedia Arts and Science eða í Miðlunarlistum og -vísindum, eins og það íslenskast,“ segir Hannes Högni Vilhjálmsson sem er nú á leið til USC háskólans í Los Angel- es til að vinna að þróun tölvugerðra sýndarleikara með það mikla fé- lagsgreind að þeir geti átt í sam- skiptum við fólk. „Slíka sýndarleikara væri til dæmis hægt að nota við tungu- málanám. Þannig að þú gætir æft þig með því að tala við sýndarleik- arann. En þetta tengist því sem ég hef verið að vinna við undanfarin ár, félagslegri gervigreind, svo- kallaðri.“ Hannes lærði tölvufræði hér heima áður en hann fór í fram- haldsnám við MIT háskólann í Boston. Svo hann kemur til með að skapa þessa leikara sína og forrita þá sjálfur í umhverfi sem tölvu- leikjapiltar og -stúlkur þekkja úr leiknum Unreal. „Þessi háskóli, USC, sem ég mun vinna hjá, er í töluverðum samskiptum við fólk í tölvubrans- anum. Skólinn á líka í nokkrum samskiptum við bandaríska herinn og auðvitað hefur maður nokkrar áhyggjur af því öllu saman. En hugmyndir þeirra eru samt ekki al- varlegri en þær að búin séu til svona gerviþorp í til dæmis Sýr- landi og að hermennirnir geti æft sig í að spyrja sýndarþorpsbúa hvar vopnin þeirra séu og lært þannig arabísku.“ Þótt Hannes Högni sé að flytja til Kaliforníu eftir tvær vikur ligg- ur hugurinn ætíð heima. Nú um helgina fara hann og konan hans, sem er indversk/bandarísk, til Flat- eyjar en bæði gætu þau vel hugsað sér að búa og starfa hér á landi. „Ég hef persónulega mikinn áhuga á mörgu sem er að gerast hér heima,“ segir Hannes. „Var einmitt að spila Eve Online nú ný- lega og leist rosalega vel á þann leik. Eina sem mér fannst vanta var einmitt að maður gæti sest inn á geimbar og fengið sér kaffi og átt í spjalli við til dæmis sýndar- leikara eða aðra tölvuleikjanotend- ur. Það er síðan mjög heillandi við þetta verkefni sem ég verð að vinna þarna úti að það gæti komið sér mjög vel í fjarnámi í framtíð- inni.“ Rannsóknarstofan sem Hannes kemur til með að starfa á hjá USC heitir ISI og ætti að vera tölvufólki kunn því þar var Artanet fundið upp og þróað en það er einmitt for- veri internetsins. Hannes byrjar í nýju vinnunni sinni í ágúst. mt@frettabladid.is Þrívídd HANNES HÖGNI VILHJÁLMSSON ■ er doktor í Miðlunarlistum og -vísind- um frá hinum fræga MIT háskóla í Boston. Nú flytur hann til Hollywood og býr til leikara með gervigreind fyrir ameríska herinn, meðal annarra. Fréttiraf fólki 31FÖSTUDAGUR 18. júlí 2003 Lárétt: 1 asíubúi, 6 strax, 7 fugl, 9 skæru- liðahreyfing, 10 glögg, 13 gott eðli, 14 leyfist, 15 sonur. Lóðrétt: kvenm.nafn, 2 yfirstétt, 3 feta sig áfram, 4 skunda, 5 tudda, 8 sólguð, 11 blað, 12 kassi, 14 dýramál. 1 7 8 9 10 12 14 11 13 13 1412 15 17 1615 19 2 3 4 5 6 Lausn: Lárétt:1japani,6óðara,7hauk- ur, 9alfata,10nösk,13art, 14má,15 bur. Lóðrétt: 1jóhanna,2aðal,3paufast,4 arka,5nauti,8ra,11örk,12lár, 14mu. Innipúkar ættu að anda rólegaþví þeir þurfa ekki að leigja tjald og ferðast út úr bænum um Verslunarmannahelgina. Nú liggur fyrir að tónleikarnir Innipúkinn 2002 verði aftur haldnir í ár. Í fyrra var hátíðin að vísu veglegri og haldin úti í Viðey en í ár verða herlegheitin í Iðnó við Tjörnina. Þær hljómsveitir sem þegar hafa staðfest þátttöku eru Dr. Gunni og hljómsveit, Runk, Traktor, Egill Sæbjörnsson og svo er verið að ræða við rokkara á borð við Botn- leðju. Þótt Innipúkinn sé ekkert í líkingu við Iceland Airwaves er tónlistarstöðin MTv þegar búin að hafa samband við marga af þess- um tónlistarmönnum í tengslum við nýjan og aðeins eldri og menn- ingarlegri þátt sem fer í loftið ytra í haust. Dagskráin verður nánast auglýst síðar en öll þessi bönd munu poppa og rokka á laug- ardeginum. Gísli Örn Garðarsson leikari ogleikstjóri var að ljúka við að leika í auglýsingu fyrir Den Danske Bank, sem er Landsbanki þeirra Dana, og er nú á leið til London ásamt leikmynda- hönnuðinum Berki Jónssyni til að und- irbúa sýningu á Rómeó og Júlíu þeirra Hallgríms Helgasonar og Williams Shakespe- are. En Hallgrímur er rétt í þessu að ljúka við að þýða þýðingu sína á leikritinu og að öllum líkindum verður útgáfum þessa tveggja höf- unda blandað saman og þær notaðar við sýninguna í London. Sýningin hefur annars, eins og al- þjóð veit, slegið rækilega í gegn hér heima. Venjulega er leikrit eftir Shakespeare leikið um 15-20 sinnum en nú þegar hafa krakk- arnir í leikhópi Vesturports leikið sýninguna 50 sinnum. Fyrir þá sem hafa enn ekki séð verkið þá má geta þess að hópurinn verður með sýningar í lok ágúst og byrj- un september. Hægt er að nálgast miða í Borgarleikhúsinu. Mun kenna hermönnum arabísku HANNES HÖGNI VILHJÁLMSSON Á leið til Hollywood til að þróa sýndarleik- ara sem nýst gætu sem framtíðartungu- málakennarar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.