Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 10
Ríkisútvarpið var stofnað árið1930 og hóf útsendingar 21. desember það sama ár. Fyrsta árið var aðeins útvarpað fáeinar klukkustundir á hverju kvöldi. Sjónvarpsútsendingar hófust 30. september 1966 og var fyrst um sinn aðeins sjónvarpað tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Fljótlega var þó út- sendingardögum vikunnar fjölgað í sex en ekki var sent út á fimmtu- dögum. Auk þess fór Sjónvarpið í sumarfrí einn mánuð á ári og lágu útsendingar niðri á meðan. Því var breytt árið 1983 þegar farið var að senda út alla mánuði árs- ins, en fimmtudagsútsendingar Sjónvarpsins hófust ekki fyrr en 1. október 1987. Árið 1985 var einkaleyfi Ríkis- útvarpsins á útsendingum af- numið. Útvarpsstöðin Bylgjan tók til starfa stuttu seinna og sjón- varpsstöðin Stöð 2 fór í loftið árið 1986. Síðan þá hefur útvarps- stöðvum fjölgað jafnt og þétt, auk virkrar samkeppni á sjónvarps- markaðnum. Ríkisútvarpið starfar á grund- velli gildandi útvarpslaga frá ár- inu 1985 og skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu og menn- ingu. Þá skal Ríkisútvarpið veita fréttaþjónustu og vera vettvang- ur mismunandi skoðana á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni, auk þess að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Útvarpsstjóri er Markús Örn Antonsson, en útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra til fimm ára í senn. ■ Þær upplýsingar sem koma framí frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar um verðsamráð olíufélaganna eru sláandi. Ekki aðeins sökum þess að af þeim má ráða að verðsamráð hafi verið viðtekin venja fremur en undantekning heldur ekki síður vegna þess að stjórnendur fyrir- tækjanna virðast hafa verið sér full- komlega meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög. Og þeir virðast hafa verið svo ör- uggir um að ekki kæmist upp um þá að þeir skráðu und- irbúning og fram- kvæmd lögbrotanna hjá sér og sendu jafnvel hver öðrum greinargerðir þar um. Þetta er ekki sá frumskógur sam- keppni olíufélag- anna sem Kristinn Björnsson, þáverandi forstjóri Skeljungs, lýsti í viðtali í tilefni af stórafmæli Skeljungs síðastliðinn vetur. Í viðtalinu lýsti Kristinn því hvernig olíufélögin hefðu í raun verið framkvæmdaaðilar innkaupa- samninga ríkisvaldsins á olíu frá Sovéríkjunum allt þar til fyrir tíu árum. Síðan þeir samningar voru aflagðir hefði samkeppnin hins veg- ar tröllriðið olíumarkaðnum á Ís- landi – samkeppni sem Kristinn líkti við frumskóg. Miðað við rannsókn Samkeppnisstofnunar eru öll dýrin í þeim frumskógi hins vegar ótrúlega góðir vinir; eintómir Marteinar skógarmýs og Lillar klifurmýs – en enginn Mikki refur. Þesi rannsókn Samkeppnisstofn- unar er merk og mikilvægt að hún leiði til eins konar upgjörs við þá viðskiptahætti sem viðgengust með blessun ríkisvaldsins og stjórn- málaflokkanna allt frá um 1930 og fram að þessu. Hér fékk ekki að verða til markaðsbúskapur af neinu tagi. Með samstilltum aðgerðum ríkjandi viðskiptablokka og ríkis- valdsins var samkeppni haldið niðri; nýjum aðilum gert nánast ómögulegt að byggja upp fyrir- tækjarekstur en þau fyrirtæki sem nutu velvildar – Sambandið og Kol- krabbinn – nutu sérstakrar verndar ríkisvaldsins. Í raun má segja að hin viðurkenndu fyrirtæki hafi fengið úthlutað ákveðnum lénum sem þau máttu síðan gera sér að féþúfu. Hin- ar óskráðu reglur viðskiptalífsins vernduðu þau fyrir samkeppni og ríkisvaldið bætti þeim upp öll hugs- anleg ytri áföll. Fyrir utan hvað þetta kerfi var óréttlátt – gat af sér eins konar að- alsstétt sem naut forréttinda undir verndarvæng stjórnmálaflokka en aftraði óinnvígðum frá að fá eðli- lega útrás fyir athafnaþrá sína – þá hefur þetta kerfi verið þjóðinni dýrt og óhagkvæmt. Í eðlilegum mark- aðsbúskap er sífellt leitað leiða til að auka hagkvæmni, bæta vöru og þjónustu og lækka verð. Þetta eru þau tæki sem fyrirtæki hafa til að eflast í samkeppnisumhverfi. Þegar samkeppnin er ekkert annað en sýndarmennska hækkar verð, vöru og þjónustu hrakar og hagkvæmni verður lítil sem engin. Það hefur því kostað íslensku þjóðina ógrynni að halda þessi kerfi uppi; bæði í bein- hörðum peningum en ekki síður í glötuðum tækifærum. Með því að kasta þessu oki af sér getur íslenska þjóðin leyst mikið afl úr læðingi – hún á nefnilega eftir að teygja sig eftir helstu kostum markaðshag- kerfisins. Það er því mikilvægt að rann- sókn Samkeppnisstofnunar leiði sem fyrst til niðurstöðu. Það verður að fást úr því skorið hvort fyrirtæki sem falsa samkeppni á yfirborðinu, ræða um hana á tyllidögum en stun- da hins vegar verðsamráð í reynd, fái áfram notið sérstakrar verndar ríkisvaldsins. Lengst hafa óskráðar reglur í íslensku viðskiptalífi ráðið mestu um þróun þess. Það hefur legið í loftinu en hvergi verið skráð hver má stunda viðskipti hvar, við hvern og á hvaða verði. Þetta kerfi er óhagkvæmt og óréttlátt. Á und- anförnum árum hafa Íslendingar þokað sér nær því að fylgja skráð- um og gagnsæjum reglum. Að baki þeim liggur sú trú að skráðar og gagnsæjar reglur séu betri en óskráðar og faldar. En eins og alltaf þegar samfélög standa á tímamót- um getur verið óvíst um tíma hvort regluveldið er sterkara. Við erum á þessum tímamótum núna. Þess vegna er mikilvægt að Samkeppnis- stofnun, fjármálaeftirlit og aðrar eftirlitsstofnanir knýi á um að þessi óvissutími dragist ekki á langinn. Það er sáralítill vilji fyrir því í ís- lensku samfélagi að halda í gamla kerfið. Ef þeir sem nutu ávaxta þess skoða sín mál af raunsæi munu þeir komast að þeirri niðurstöðu að meira að segja þeir sjálfir hafa hag af því að flýta þessum breytingum sem mest. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um samkeppni og svokallaðan Kolkrabba. 10 18. júlí 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nú í byrjun hundadaganna hef-ur varnarmálaumræðan á Ís- landi tekið nokkuð óvænta stefnu. Hún hefur breyst úr nokkuð yfir- veguðum áhyggjum af framtíð varnarmála landsins, í kjölfar óska Bandaríkjamanna um að draga hér úr vígbúnaði, yfir í eins konar leikhúsfarsa, sem raunar er af því taginu sem er hvort tveggja í senn, kómískur og tragískur. Kómíkin Hin kómíska hlið eltir okkur uppi dag hvern í fjölmiðlum. Linnu- laust flytja þeir okkur fréttir af misskilningi og rangtúlkunum milli utanríkisráðuneyt- isins og saksókn- ara, milli saksókn- ara og varnarliðs- ins, milli utanríkis- ráðuneytis og varn- arliðsins og svo milli verjenda, sak- borninga, prófess- ora í lögum, ráðuneytisstjóra, ráð- herra, aðmírála og síðast en ekki síst einhvers dularfulls herlög- reglumanns eða öryggisvarðar við hliðið uppi á Keflavíkurflug- velli, sem óvænt komst í lykilhlut- verk í þessari helstu milliríkja- deilu okkar frá því í smugudeil- unni við Norðmenn. Það var ein- mitt hinn lítt þekkti hliðvörður, sem í fréttum er ýmist óbreyttur fótgönguliði eða yfirmaður í her- lögreglunni, sem var svo heppinn að vera á næturvakt við hliðið. Það kom því í hans hlut að skrifa undir þessa mikilvægu milliríkja- samninga setuliðs og saksóknara og má reikna með að sú undir- skrift marki hápunktinn á annars tilbreytingarlitlum ferli viðkom- andi. Í öllum leikhúsförsum er hurðum skellt og menn þvælast inn og út af sviðinu. Hér þvælist sakborningurinn inn og út úr ís- lenskri og bandarískri lögsögu og allar eru þessar ferðir tilefni djúpstæðra lagalegra deilna. Og misskilningurinn ríður ekki við einteyming því það er nú talið upplýst – seint í þriðja þætti – að einn megingrundvöllur deilnanna sé að menn hafi lagt ólíkan skiln- ing í orðið ,,custody“ eða gæslu- varðhald – og að Bandaríkjamenn hafi skilið það með öðrum hætti en íslensk saksóknarayfirvöld. ,,Hot spring river this book“ er brandari sem börn hafa sagt aftur og aftur við upphaf enskunáms til að undirstrika að orðabókarþýð- ingin á „Hver á þessa bók“ getur verið vafasöm. Í hundadagasam- hengi varnarmálanna hefur þessi gamli brandari öðlast nýtt líf og gengur vel upp sem hreyfiaflið í þessum sjónleik ólíkindanna! Tragedían En hin tragíska hlið er ekki langt undan. Allur er bakgrunnur farsans háalvarleg staða í varnar- og öryggismálum Íslands. Upphaf deilunnar og frumorsök er ósk Bandaríkjamanna um að draga úr varnarviðbúnaði, sem íslensk stjórnvöld telja að muni skilja landið eftir svo gott sem varnar- laust. Bandaríkjamenn hafa raun- ar sýnt það í verki að undanförnu að áhugi þeirra og strategísk hugsun snýst um þessar mundir ekki um Norður-Atlantshafið, heldur um lönd og álfur sunnar á hnettinum. Þeir blésu til stríðs við Írak á hæpnum ef ekki beinlínis upplognum forsendum. Þeir eru afhjúpaðir sem ósannindamenn varðandi Jessicu Lynch, helstu „stríðshetju“ þessa sama stríðs. Þeir vilja inn í Afríku og hafa raunar þegar sent þangað um óákveðinn tíma þrjár af fimm björgunarþyrlunum sem staðsett- ar eru hér og eru nauðsynlegur fylgifiskur orrustuþotnanna mik- ilvægu. Undirtónninn er því í raun gríðarlega alvarlegur og erfitt að sjá annað en grundvallarbreyting sé orðin á sambandi þessara tveg- gja „vinaþjóða“. Alvarlegur trún- aðarbrestur er orðinn, sem erfitt eða ógerlegt mun að berja í, jafn- vel þótt menn gjarnan vildu. Jörundar saga Málum er því í raun þannig komið að óhjákvæmilegt er ann- að en að huga af alvöru að val- kostum í varnarmálum. Aðalat- riðið er að menn skilgreini þær hættur sem að steðja, en ein hættan hefur einmitt verið talin sú, að ef hér er ekki her gæti hryðjuverkaforingi eða hópur manna tekið landið í eins konar gíslingu án þess að við gætum rönd við reist. Spurning er hversu mikil hættan er á slíkri endurkomu Jörundar hundadaga- konungs nútímans og er það ein- mitt ein af spurningunum sem við verðum að svara með skýrum hætti. Herafli Jörundar og líf- vörður sumarið 1809 samanstóð af átta íslenskum föngum sem hann leysti úr fangelsi, lét fá byssur og kenndi að skella saman hælum. Almennt er viðurkennt að þessi hundadagaher Jörundar hafi verið málamyndaher, frekar en her sem einhverju gæti áork- að ef á reyndi. Miðað við þá skuldbindingu og áhuga sem lesa má úr stefnu Bandaríkjamanna þessa dagana er spurning hvort þeirra hundadagahervarnir séu ekki mest til málamynda líka, sem aftur gerir þörf Íslendinga á að endurskilgreina öryggismál sín frá grunni æpandi. ■ Nú er mér ofboðið Reið móðir skrifar: Ég er ekkert fyrir að tjá migopinberlega en eftir lestur á nýja VR-blaðinu blöskruðu mér svo mikið ummæli Bergs Felix- sonar, framkvæmdastjóra Leik- skóla Reykjavíkur, að ég varð að setjast niður og rita nokkur orð. Rætt er við Berg og tvo atvinnu- rekendur um hinar margum- ræddu sumarlokanir Leikskóla Reykjavíkur. Bergur vogar sér að segja: „Ég held að óánægjan sé meiri meðal vinnuveitenda en foreldra,“ og svo heldur hann áfram, „Sagt er að það sé ósann- gjarnt að foreldrar leikskóla- barna fái besta sumarleyfistím- ann, en ég fæ ekki séð að nokk- uð sé athugavert við það meðan þau eru lítil. Svo líður það, börn- in stækka.“ Ég er móðir fjögurra barna, 8 ára, 4ra ára og tvö sjö mánaða börn, og finnst þessi sumarlok- un fáránleg. Þrátt fyrir að ég sé heimavinnandi í sumar vinn ég á litlum vinnustað. Þar er ekki hægt að fara fram á að vinnufé- lagarnir taki sumarfrí á sama tíma og börnin mín eru í leik- skóla. Ég er búin að vera með barn á leikskóla síðan 1998 og verð með börn á leikskóla til 2008. Ég hef unnið á sama vinnustaðnum í 10 ár og sé ekki að neitt breytist á næstunni og þetta gengur náttúrlega ekki. Hvað með þá sem vildu ekki láta loka leikskólanum á þessum tíma? Þeir þurfa að útvega sér pössun. Má ekki skikka leikskól- ana til að færa sig um tímabil á milli ára? Að lokum vil ég spyr- ja: hvernig getur þessi maður talað svona? Þrátt fyrir að hann spari 12 milljónir er hann í vinnu hjá foreldrum leikskóla- barna. Til hvers var könnunin ef ekki til að athuga hvað foreldr- um finnst og reyna þá að fara eftir því? ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um herstöðva- málið. Hundadaga- hervernd ■ Bréf til blaðsins Ríkisútvarpið Baksviðs ■ Af Netinu Samkeppni ... ef fylgt er meinlokum samkeppnis- réttarsinna þá er vígstaðan frekar ójöfn í hina áttina. Samkvæmt þeim þurfa ný félög nefnilega ekki að gera annað en að athuga verðskrá þess sem fyrir er, bjóða svo aðeins betur um stund og þá er björninn unninn. Hinn má nefnilega ekki svara í sömu mynt. Því það yrði „andstætt samkeppni“. AF VEFNUM ANDRIKI.IS Varnarsamningurinn og herinn Það sem hryggir mig þó er framkoma Bandaríkjanna í þessum aðdraganda umræðna og síðan meðan umræðum stendur að senda stóran hluta af þyrlu- flotanum frá landinu. Satt að segja þá finnst mér þetta dálítið barnaleg fram- koma, svona eins og frekt barn hagar sér til þess að ná sínu fram. SIGURÐUR ÞORKELSSON AF VEFNUM HRIFLA.IS Opið 10-18 á föstudag 11-16 á laugardag 11-14 á sunnudag St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n/ 3 44 2 10-70% afsláttur ■ ,Hot spring river this book“ er brandari sem börn hafa sagt aftur og aftur við upphaf enskunáms til að undirstrika að orðabókar- þýðingin á „Hver á þessa bók“ getur ver- ið vafasöm. Í hundadaga- samhengi varn- armálanna hef- ur þessi gamli brandari öðlast nýtt líf ... ■ Miðað við rannsókn Sam- keppnisstofn- unar eru öll dýrin í þeim frumskógi ótrú- lega góðir vinir; eintómir Mart- einar skógar- mýs og Lillar klifurmýs – en enginn Mikki refur. Samkeppni í Hálsaskógi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.