Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.07.2003, Qupperneq 16
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Svínalundir fylltar með fetaosti Svínalundir eru alltaf vinsælar ágrillið. Í því veðri sem leikur við landsmenn núna er tilvalið að skella einni lund fylltri fetaosti á með grill- uðum kartöflubátum. Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson, kokkur á Hótel Holti, gefur hér góða uppskrift sem ekki tekur langan tíma að hrista fram úr erminni eftir að úr vinnu er komið. Væn svínalund er fyllt með feta- osti. Ostinum er gott að koma fyrir með því að skera með oddhvössum hlut í lundina miðja og troða með fingri á eftir. Hún er krydduð með salti og pipar og pensluð með olíu og timian. Síðan er hún steikt á báðum hliðum í 10-12 mínútur. Baldur Hafsteinn bendir á að varast verði að steikja lundina of lengi því þá verði hún þurr. Með þessu segir Baldur Hafsteinn að gott sé að hafa kartöflubáta, skorna niður og penslaða upp úr olíu og paprikudufti. Létt salat er síðan borið fram með herlegheitunum. ■ Elín María Björnsdóttir, umsjónar-maður Brúðkaupsþáttarins Já á Skjá Einum, er mikill matgæðingur. Upphaldsmaturinn hennar er veru- lega góð steik. „Ég er voða mikil kjöt- manneskja og borða þá lambakjöt með mismunandi meðlæti,“ segir Elín. Aðspurð segist hún drekka rauðvín með steikinni og þá helst Montes Alpha eða Rosemount Shiraz. „En ég drekk náttúrlega ekki núna,“ segir Elín, sem á von á barni í byrjun október. Hvað eftirrétt varðar er ljúffeng jarðarberjaostakaka í miklu uppá- haldi hjá Elínu. Hún segist margoft hafa bakað slíka köku fyrir vini og vandamenn, ávallt við stórgóðar und- irtektir. ■ Faxe Premium fæst nú í ferðatösku-pakkningum í Ríkinu. Taskan inni- heldur 12 stykki af 33 cl dósum og er hentug til ferðalaga innanlands. Bjór- taskan er með handfangi og henni fylgir lok fyrir dósirnar. Hún hentar því vel þeim sem vilja skella sér í úti- legu um helgina og vilja ekki verða uppiskroppa með bjórinn. Faxe-taskan hentar reyndar fleir- um en íslenskum útilegumönnum því hún er sérstaklega vinsæl hjá Dönum sem skreppa til Þýskalands að kaupa sér ódýran bjór. Þeim þykir passlegt að taka eina eða tvær töskur af Faxe. Þessi verslunarmáti er hálfskrítinn þar sem Faxe er danskur bjór. En þar sem hann er ódýrari í Þýskalandi en í Danmörku leggja Danir þetta á sig. Faxe-brugghúsið í Danmörku á sér sögu frá árinu 1901 þegar Conrad og Nikoline Nielsen stofnuðu ásamt fjöl- skyldu sinni brugghúsið Faxe í bæn- um Faxe á Sjálandi sem átti að sjá heimamönnum fyrir góðum bjór. Í dag er Faxe eitt stærsta brugghús Norður- landa og Faxe mest útflutti bjór á Norðurlöndum. Á heimamarkaði hefur Faxe áunnið sér virðingu kröfuharðra danskra neytenda og hefur Faxe verið í farar- broddi með nýjungar, voru t.d. fyrstir til að kynna bjór í dósum fyrir Dönum snemma á áttunda áratug síðustu ald- ar og hófu herferð þar sem þeir kynntu sig sem framleiðendur fyrir dönsku þjóðina meðan aðrir voru framleiðendur fyrir hina konunglegu dönsku hirð. Verð á einni dós af Faxe í verslun- um ÁTVR er kr. 119 og Faxe ferða- taskan með 12 dósum kostar því kr. 1.428. ■ FAXE-FERÐATASKA Hentug í útileguna. Faxe-ferðatöskur í Ríkinu: Ein taska af bjór ELÍN MARÍA BJÖRNSDÓTTIR Elín er mikill matgæðingur. Hún bakar ljúffengar jarðarberjaostakökur. Uppáhaldsmaturinn: Steik og ljúffeng ostakaka BALDUR HAFSTEINN Á HOLTINU „Svínalundir eru fljótlegar í matreiðslu og herramannsmatur fylltar með fetaosti.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.