Fréttablaðið - 30.07.2003, Page 2
2 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR
“Nei, en ég á fellihýsi.“
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn er fram-
kvæmdastjóri útihátíðar hvítasunnumanna í
Kirkjubæjarkoti í Fljótshlíð um verslunarmanna-
helgina.
Spurningdagsins
Geir Jón, átt þú tjald?
WASHINGTON,AP „Ég hvatti Sharon
til aðgerða sem bætt geta daglegt
líf Palestínumanna. Ísraelar og
Palestínumenn eiga jafnan rétt til
lífs án haturs, ótta og ofbeldis og
umfram allt án ofsókna,“ sagði
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, eftir fund með Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels í
gær.
Þeir þinguðu í Hvíta húsinu í
Washington síðdegis í gær og
ræddu framgang friðarferlisins
fyrir botni Miðjarðarhafs. Eitt að-
alumræðuefnið var öryggisgirð-
ingin sem Ísraelsmenn eru að
reisa og á að ná í kringum heima-
stjórnarsvæði Palestínumanna.
Palestínumenn fordæma þá fram-
kvæmd og segja að Ísraelsmenn
séu að leggja undir sig meira land
en gert sé ráð fyrir í friðaráætlun-
um.
„Við munum halda áfram að
reisa girðinguna en munum gæta
þess að hún raski lífi Palestínu-
manna eins lítið og frekast er
unnt,“ sagði Sharon.
Bush hefur gagnrýnt girðing-
una en segir hana stemma stigu
við hryðjuverkaárásum. Það sé
forsenda fyrir stofnun sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna að hryðju-
verkaárásum á Ísraelsmenn verði
hætt.
„Ísraelar verða þó að íhuga af-
leiðingar allra sinna gjörða,
hverjar þær verða fyrir friðar-
ferlið,“ sagði Bush.
Hann sagðist ánægður með þau
skref sem Ísraelsmenn hefðu tek-
ið til að greiða fyrir friðarferlinu
fyrir botni Miðjarðarhafs, svo
sem að láta fanga lausa, en Sharon
hefur heitið því að sleppa 540
palestínskum föngum til að greiða
fyrir friðarferlinu. Palestínskir
ráðamenn krefjast hins vegar að
tæplega 7.000 Palestínumönnum
sem eru í haldi í Ísrael verði
sleppt. Ísraelar segjast ekki láta
lausa neina þá sem sannanlega
eru félagar í Hamas eða Jihad.
Samtökin segja það hins vegar
forsendu þess að friðarferlið
haldi áfram.
the@frettabladid.is
TÍKRIT, AP Bandarískar hersveitir
handtóku í gærmorgun þrjá af
nánustu fylgismönnum Saddams
Hussein, fyrrum forseta Íraks.
Þeirra á meðal var lífvörður
Saddams, Adnan Abdullah Abid
al-Musslit. Bandarískir hermenn
réðust inn í íbúðarhús í Tíkrit,
heimbæ Saddams, í gærmorgun.
Til átaka kom og særðist lífvörð-
urinn lítillega. Á mánudag fundu
bandarískir hermenn mikið magn
sprengiefna í Tíkrit, sem að sögn
hefði nægt til árása á bandaríska
hermenn í heilan mánuð.
Lífvörðurinn, al-Musslit, fylg-
di Saddam hvert fótmál og lögðu
Bandaríkjamenn mikið kapp á að
hafa hendur í hári hans.
Hinir mennirnir tveir eru Da-
her Ziana, yfirmaður öryggis-
mála í Tíkrit, og Rafa Idham Ibra-
him al-Hassan, foringi í Feda-
yeen, vopnuðum sveitum fylgis-
manna Husseins. Að auki voru
minni spámenn handteknir í
árásinni.
Richard Armitage, aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagði í gærkvöld að sér-
sveitarmenn hefðu aðeins verið
hársbreidd frá því að hafa hendur
í hári Saddams í gær, þeir væru á
hælum hans. ■
Varnarliðsmaðurinn:
Kemur fyrir
rétt í dag
DÓMSMÁL Þingfesting í máli varnar-
liðsmannsins sem beitti hnífi í
hópslagsmálum í Hafnarstræti
sunnudagsmorguninn 1. júní er
klukkan tíu í dag. Varnarliðsmaður-
inn er ákærður fyrir tilraun til
manndráps. Fórnarlamb árásarinn-
ar, nítján ára piltur, hlaut fimm
stungur alls, þar af þrjár lífshættu-
legar.
Miklar deilur hafa verið um
hvort ríkissaksóknari eða Banda-
ríkjamenn skuli fara með lögsögu í
málinu. Hæstiréttur felldi dóm
þess efnis að ríkissaksóknari hefði
lögsögu málsins og staðfesti um
leið úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur um gæsluvarðhald yfir
manninum fram í byrjun septem-
ber. Vörslu mannsins er nú fram-
fylgt af hálfu hersins. ■
HRÆÐILEGT ÁSTAND
Hungursneyð er yfirvofandi í Líberíu.
Uppreisnarmenn
í Líberíu:
Lýstu yfir
vopnahléi
MONRÓVÍA, AP Uppreisnarmenn í
Líberíu lýstu í gærkvöldi yfir ein-
hliða vopnahléi og segjast nú
munu bíða komu friðargæsluliða
til landsins. Uppreisnarmenn hafa
margoft lýst yfir vopnahléi en
ekkert þeirra hefur haldið.
Efnahagssamband Vestur-Afr-
íkuríkja segist muni sjá til þess að
2.300 hermenn og friðargæsluliða
verði sendir til Líberíu en tryggja
verði greiðslu kostnaðar vegna
þeirra.
Að minnsta kosti 1.300 níger-
ískir hermenn eru í viðbragðs-
stöðu og segir Obasanjo, forseti
Nígeríu, að þeir geti verið komnir
til Líberíu eftir nokkra daga. Þá
styttist í að þrjú bandarísk her-
skip komi að ströndum Líberíu. ■
Eigandi óskast!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
21
84
7
0
7/
20
03
Það er óþarfi að hafa líka
áhyggjur af bílaviðskiptum
Við bjóðum áhyggjulaus og örugg
bílaviðskipti. Allir notaðir bílar hjá
okkur fara í gegnum strangt
skoðunarferli. Fjórtán daga
skiptiréttur. Ókeypis skoðun eftir
fyrstu þúsund kílómetrana. Allt að
eins árs ábyrgð á notuðum bílum.
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4,
á www.toyota.is eða hringdu í
síma 570 5070.
Peugeot Boxer
F.skráð: 12.1999
Ekinn: 40.000 km
Vél: 2500cc, 5 gíra
Litur: Hvítur
Verð: 1.290.000 kr.
Héraðsdómur Vestfjarða:
Ekki akstur
af gáleysi
DÓMUR Rúmlega fertugur maður
var sýknaður í Héraðsdómi Vest-
fjarða fyrir að hafa ekið jeppabif-
reið af gáleysi með þeim afleið-
ingum að sambýliskona hans og
tvær dætur hennar létust af
áverkum sínum.
Maðurinn ók jeppa með létta
farangurskerru í eftirdragi norð-
ur Djúpveg í Skutulsfirði þegar
vindur feykti kerrunni til með
þeim afleiðingum að hann missti
stjórn á bílnum, sem valt. Vindur
gekk á með hviðum þennan dag.
Dómurinn taldi ekki hægt að
virða manninum það til gáleysis
að hafa ekki gert sér grein fyrir
því þegar hann ók út Skutulsfjörð-
inn í þægilegum meðvindi að hann
mætti vænta skyndilegrar vind-
hviðu þvert á veginn, svo hvassr-
ar að hún dygði til að hliðra ker-
runni til. Hann var því sýknaður
að ákærunni og allur kostnaður
vegna málsins fellur á ríkissjóð. ■
BAGDAD, AP „Uday, Qusay og
Mustafa létust allir eftir hetju-
lega baráttu við óvininn, baráttu
sem stóð í sex klukkustundir,“
segir rödd á segulbandsupptöku
sem arabíska sjónvarpsstöðin Al-
Arabiya lék síðdegis í gær. ,
Upptakan er sögð frá Saddam
fyrrum Íraksforseta, en á henni
minnist hann sona sinna og
Mustafas, 14 ára sonar Qusays.
Saddam hóf lesturinn með
versi úr kóraninum en vottaði síð-
an Írökum samúð vegna dauða
þremenninganna. Saddam sagði
að dauði þeirra væru góðar fréttir
þar sem þeir sem féllu í skotbar-
daga yrðu píslarvottar á himnum.
Á upptökunni segist Saddam
þakka Guði fyrir að hafa heiðrað
sig með píslarvætti sona sinna og
barnabarns, þeir hafi dáið í þágu
Guðs, lands og þjóðar. ■
AFMÆLI SONARINS
Saddam Hussein, sem hér sést í afmælisveislu Udays, syrgir nú dauða hans og Qusays.
Saddam Hussein syrgir syni sína í nýrri upptöku:
Segir syni sína píslarvætti
STRÆTÓ OG VÖRUBÍLL
Strætisvagn og vörubíll lentu í
árekstri við göngubrúna við
Kringluna á Miklubraut í gær.
Engin meiðsl urðu á fólki, aðeins
eignatjón.
FERÐAMENN UTAN VEGAR
Þýskir ferðamenn lentu utan veg-
ar á bílaleigubíl í Hrútafirði um
hádegisbilið í gær. Óhappið átti
sér stað þar sem verið var að
leggja klæðningu á veginn og
skiptist frá malbiki yfir í nýlagða
klæðningu. Engin slys urðu á
fólki en flytja þurfti bílinn á
brott.
■ Lögreglufréttir
Ísraelar íhugi
afleiðingar aðgerða
Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hvikar hvergi frá þeirri ákvörðun að
reisa girðingu umhverfis heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Bush
segist ánægður með jákvæð skref Ísraela en hvetur þá til varfærni.
AÐ LOKNUM FUNDI
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, við
Hvíta húsið að loknum fundinum.
GIRÐINGIN UMDEILDA
Sharon segir að Ísraelar muni halda áfram
að reisa girðinguna umhverfis heima-
stjórnarsvæði Palestínumanna. Bush hefur
gagnrýnt girðingarsmíðina.
SADDAM OG LÍFVÖRÐURINN
Adnan Abdullah Abid al-Musslit, lífvörður fyrrum Íraksforseta, sem handtekinn var í gær-
morgun sést hér til hægri á myndinni. Með honum er Saddam. Talsmenn Bandaríkjahers
segjast vera á hælum Saddams.
Eru á hælum Saddams:
Lífvörðurinn
handtekinn