Fréttablaðið - 30.07.2003, Side 9
Mesta ferðahelgi
ársins nálgast
Keyptu gæðavörur hjá fagmönnum
á frábæru verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
18
09
07
/2
00
3
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
OPIÐ
www.utilif.is
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
High Peak
Dakota 5
Frábært fjölskyldutjald með
stóru fortjaldi sem opnast á
tvo vegu.
Vatnsheldni: 2000 mm
Mesta hæð: 200 sm
Stærð: 300 X 490 sm
Verð: 34.990 kr.
Tilboð: 24.990 kr.
High Peak
Bonito Pro 2
Gott 2ja manna kúlutjald
með góðu fortjaldi.
Vatnsvörn: 1000mm
Þyngd: 3400g
Verð: 7.990 kr.
Tilboð: 5.990 kr.
High Peak
TRAIL 66l
Bakpoki fyrir lengri ferðir.
Stillanlegur miðað við
baklengd notanda.
Tvískipt meginhólf og
hliðarvasar.
Regnyfirbreiðsla fylgir.
Verð: 12.990 kr.
Tilboð: 7.990 kr.
Buffalo
Viper 1400
Dúnpoki
Andadúnn 30 / 70
Fyrirferðarlítill og léttur,
góður í gönguferðirnar.
Þægindamörk: -6°c
Mesta kuldaþol: -23°c
Þyngd: aðeins 1395g
Verð: 16.990 kr.
Tilboð: 10.990 kr.
High Peak
JASPIS 3D
Góður svefnpoki í
sumarútilegurnar.
Fylling: Duraloft, 3 D Spiral
Þægindamörk: -5°c
Mesta kuldaþol: -14°c
Þyngd: 2240g
Verð: 9.990 kr.
Tilboð: 6.990 kr.
Buffalo
Phoenix V-3
Frábær, hlýr og vandaður
svefnpoki.
Fylling: Duraloft trefjar
Þægindamörk: -8°c
Mesta kuldaþol: -17°c
Þyngd: 1900g
Verð: 14.990 kr.
Tilboð: 7.990 kr.
Öll tjöld
fyrir ferðalagið
fást í Tjaldalandi við
Umferðamiðstöðina.
B A K P O K I :
T J Ö L D :
S V E F N P O K A R :
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2003
NEW YORK, AP Tveir af stærstu
bönkum heims, JP. Morgan Chase
og Citigroup, hafa samþykkt að
greiða tæplega 23 milljarða
króna í sáttafé vegna ákæru
bandarískra stjórnvalda um að
þeir hafi hjálpað fyrirtækinu En-
ron að greina rangt frá reikning-
um sínum og afvegaleiða fjár-
festa.
Fundist höfðu sannanir fyrir
því að bankarnir sem og aðrir að-
ilar hafi vitað af ráðabruggi En-
ron og átt þátt í að hjálpa fyrir-
tækinu að halda því áfram.
Enron, sem var eitt af stærstu
orkufyrirtækjum heims, sótti um
gjaldþrotaskipti árið 2001. ■
JP. Morgan Chase
og Citigroup:
23 milljarðar
í bætur
SAKSÓKNARI
Robert Morgenthau, saksóknari í
Manhattan, tilkynnir fréttamönnum um
sáttaféð sem JP. Morgan Chase og
Citigroup munu greiða.
AP
/M
YN
D
GUATEMALA, AP „Það eru að meðal-
tali myrt 2,6 ungmenni á hverjum
einasta degi í höfuðborginni einni
og morðunum fjölgar stöðugt.
Alls staðar annars staðar hefðu
stjórnmálamenn áhyggjur af slík-
um fregnum en í Guatemala virð-
ist öllum sama,“ sagði Bruce
Harris, svæðisstjóri Casa Alianza,
samtaka sem berjast fyrir rétt-
indum götubarna.
Samtökin segja að alda morða
gangi nú yfir Guatemala. Fyrri
helming þessa árs voru 373 ung-
menni, 23 ára og yngri, myrt í höf-
uðborginni. Þriðjungurinn, eða
105 þeirra, voru yngri en 18 ára.
Casa Alianza segja að ekkert
lát sé á. Í fyrra voru 400 ung-
menni, 23 ára og yngri, myrt í
borginni og 358 árið 2001.
Lögregluyfirvöld vildu ekki tjá
sig um málið, sögðu aðeins að eng-
ar áreiðanlegar tölur um morð á
ungmennum lægju fyrir. ■
Morðalda gengur yfir Guatemala:
Ungmenni
myrt í tugatali
TÍÐ MORÐ Á UNGMENNUM
Alda morða gengur yfir Guatemala. Það
sem af er þessu ári hafa fleiri ungmenni
verið myrt í höfuðborginni en allt árið 2001.
FLUG „Það hefur verið gríðarlega
góð nýting á öllum brottförum,“
segir Ólafur Hauksson, talsmað-
ur Iceland Express. „Þá er mjög
vel bókað í ágúst og við eigum
von á miklum bókunum jafnóðum
og líður á mánuðinn. Við gerum
því ráð fyrir að heildarbókanir
eftir sumarið verði mjög viðun-
andi.“
Að sögn Ólafs er mjög mismun-
andi hvert meginstraumur ferða-
manna liggur og tekur sem dæmi
að næstu rúmu vikuna séu öll flug
til Kaupmannahafnar og frá
London full. Hins vegar séu nokk-
ur sæti laus í vélar frá Kaup-
mannahöfn og til London.
„Við erum með fleiri bókanir
en á sama tíma í fyrra,“ segir
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða. Guðjón segir
stríðsið í Írak og umræða um
bráðalungnabólguna hafa haft sín
áhrif á bókanirnar en útlitið hafi
hins vegar breyst til hins betra á
síðustu vikum. „Við finnum
greinilega fyrir því að ferða-
mannamarkaðurinn er að ná sér á
strik,“ segir Guðjón.
Að sögn Guðjóns er sætanýt-
ingin á þessum árstíma alltaf
mjög góð og mjög mörg flug til
helstu áfangastaða alveg full.
Hann segir þó nægt framboð flug-
sæta til og frá landinu. ■
Ferðamannamarkaðurinn að ná sér á strik:
Fleiri bókanir en
á sama tíma í fyrra
ÚR LEIFSSTÖÐ
Flugleiðir eru með fleiri bókanir en á sama tíma í fyrra, auk þess sem sætanýting ferða
Iceland Express hefur verið mjög góð.