Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 14
Embætti ríkislögreglustjóravar stofnað árið 1997. Yfir- stjórn embættisins skipa ríkislög- reglustjóri og sviðstjórar en það eru vararíkislögreglustjóri, sak- sóknari og þrír yfirlögregluþjón- ar. Aðdragandi á stofnun embætt- isins er þegar breytingar voru gerðar á skipan dómvalds og um- boðsvalds í héraði. Með lögunum sem tóku gildi í júlí árið 1997 var rannsóknarlögreglan lögð niður í þáverandi mynd og embætti ríkis- lögreglustjóra komið á fót. Ríkis- lögreglustjóri er æðsti yfirmaður lögreglunnar en hann starfar í umboði dómsmálaráðherra. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að heildarframlag til emb- ættisins sé 662 milljónir króna. Embættið hefur vaxið mjög frá stofnun þess en stöður hjá ríkis- lögreglustjóra voru 32 árið 1997 en eru nú orðnar, samkvæmt fjár- lagafrumvarpi 2003, 78 talsins. Meðal verkefna sem heyra undir ríkislögreglustjóra eru að annast alþjóðasamskipti á sviði lög- gæslu, mál er varða skatta- og efnahagsbrot, landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins, tækni- rannsóknir og stjórn almanna- varna. Núverandi ríkislögreglu- stjóri er Haraldur Johannessen. ■ Áður en Ríkisútvarpið fékk sam-keppni frá einkaaðilum var ekkert sjónvarp í júlí á Íslandi. Stjórnendum Ríkisútvarpsins fannst þetta skynsamleg ráðstöfun og áttu heilan bunka af rökum fyrir henni. Sum rökin sneru að starf- semi fyrirtækisins sjálfs en okkur áhorfendum var einnig sagt að sumarlokun væri góð fyrir okkur. Við hefðum gott af að sleppa undan sjónvarpsdagskránni um hásumar- ið. Þá gætum við snúið okkur að þarfari verkum en sjónvarpsglápi; til dæmis slegið garðinn, skroppið í Eden eða gert annað sem hefði set- ið á hakanum. Svipuð rök voru að baki því að ekki var sent út á fimmtudögum. Það var kjörinn dagur fyrir heimsóknir, sauma- klúbba eða fundi. Ég man ekki hvað leið langur tími frá því Stöð 2 hóf útsendingar á fimmtudögum og á sumrin þar til Ríkisútvarpið gerði slíkt hið sama. Þegar á reyndi voru engin rök fyrir sjónvarpslausum fimmtudögum eða júlímánuði. Stjórnendur Ríkis- útvarpsins nenntu bara ekki að halda úti dagskrá alla daga ársins. Á morgun lýkur sumarlokun dag- vistarheimila Reykjavíkurborgar. Eins óhentugt og það er fyrir barnafólk hafa stjórnendur Reykja- víkurborgar ákveðið að loka dag- heimilum í júlí. Rökin eru svipuð og hjá Ríkisútvarpinu forðum. Að sumu leyti innri rök – eins og sparn- aður – og að sumu leyti rök sem beinast gegn börnum og foreldrum. Leikskólum Reykjavíkur finnst skynsamlegt að foreldrar og börn fari saman í frí í júlí. Foreldrarnir og börnin voru ekki spurð hvort það hentaði. Einhverju fólki við fundar- borð fannst þetta góð hugmynd og ákvað að framkvæma hana á lífi þorra barnafólks í höfuðborginni. Þessi aðgerð hefur svo víðtækar afleiðingar að allir borgarbúar þekkja dæmi þess hversu illa hún kemur við barnafjölskyldur. Sumir foreldrar eru í miklum vandræðum og helst þeir sem búa við verstu að- stæðurnar. Sumir eru svo blankir eða standa svo illa fjárhagslega að þeir hafa ekki efni á sumarleyfi í heilan mánuð – og breytir þar engu um hvað fólkinu við fundarborðið finnst skynsamlegt. Aðrir hafa ekki fengið sig lausa úr vinnu þegar fólkinu við fundarborðið fannst henta. Það verður að taka börnin með sér í vinnuna þegar börnin eru í fríi og greiða dagvistargjöld þann tíma sem það sjálft er í fríi og vill hafa börnin hjá sér. Stjórnendur leikskólanna hafa sett ótal fjölskyldur í klemmu. Það vita allir, sem annað borð hafa ver- ið á vinnumarkaði, að það má vel leysa sumarleyfi starfsmanna án þess að hætta starfsemi tímabund- ið. Það þarf heldur ekki að kosta mikið þar sem eðli málsins sam- kvæmt dregur nokkuð úr starfsemi margra fyrirtækja yfir sumarmán- uðina. Það er ekki nauðsynlegt að manna öll stöðugildi yfir sumarið. Leikskólarnir gætu fækkað börn- um – og þar með starfsfólki – um lengri tíma en einn mánuð og mætt þar með mismunandi sumarleyfis- tíma foreldranna. En þeir nenna því ekki. Ekki frekar en stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins nenntu að halda úti dagskrá á fimmtudög- um eða í júlí. Ef hið opinbera ræki matvöru- verslanir myndi íslenska þjóðin svelta í júlí. Ef hið opinbera ræki flugfélag væri landinu lokað í júlí. Hið opinbera rekur sjúkrahús og sendir sjúklinga heim yfir sumar- tímann. Það rekur dagvistarheimili og sendir börnin heim. Og hið opin- bera hefur alltaf góð rök á taktein- um; það er ykkur fyrir bestu. En það gerir hins vegar aðeins það sem stjórnendur þess telja sér fyrir bestu. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sumarlokun dagheimila Reykjavíkurborgar. 14 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Íkjölfar frumskýrslu Samkeppn-isstofnunar, sem gefur til kynna að olíufélögin á Íslandi hafi stund- að verðsamráð, hafa margir stokkið upp til handa og fóta og rutt sér leið fram á ritvöllinn til að lofsama störf, niðurstöður og úrskurði stofnunarinnar undan- farna daga og vikur og ekki sér fyrir endann á fagnaðarlátunum. Samkeppnisyfirvöld raska jafnvægi Eitt af hlutverkum Samkeppn- isstofnunar er að efla virka sam- keppni í viðskiptum. Til að sinna þessu hlutverki sínu er Sam- keppnisstofnun veitt mikið vald í lögum til að rannsaka, ákæra og úrskurða í málefnum fyrirtækja sem stofnunin telur brjóta gegn eðlilegum viðskiptaháttum. Fyrir- tæki mega ekki verða of stór, þau mega ekki verðleggja vörur sínar of lágt, ekki of hátt og ekki með sambærilegum hætti og önnur fyrirtæki á sama markaði. Fyrirtæki þurfa jafnframt oft á tíðum að þola mikinn kostnað vegna rannsókna samkeppnisyfir- valda sem láta sér ekkert mál óviðkomandi. Kostnaður vegna Samkeppnisstofnunar er ekki bara lagður á fyrirtæki, heldur einnig neytendur. Neytendur, sem allir greiða skatta, þurfa að greiða rúmar 150 milljónir á ári hverju til reksturs Samkeppnisstofnunar og verða að greiða hærra vöru- verð vegna afskipta stofnunarinn- ar af verðmyndun á markaði. Það má því segja að íslenskum fyrir- tækjum og neytendum sé sniðinn nokkuð þröngur stakkur af stofn- un hinnar frjálsu samkeppni. Það hefur aldrei verið sterk- asta hlið ríkisvaldsins að reka fyr- irtæki eða vita hvað best sé hver- ju sinni í viðskiptum. Neytendur og stjórnendur fyrirtækja eru best til þess fallnir að taka réttar ákvarðanir, sem varða þeirra eig- in hag. Neytendur velja hvaða fyrirtæki þeir versla við og fyrir- tækin bregðast við vilja neytenda. Þannig snúast hjólin best, án af- skipta hins opinbera. Með afskipt- um sínum af einkafyrirtækjum, koma samkeppnisyfirvöld í veg fyrir að jafnvægi myndist og að neytendur ráði hvaða fyrirtæki þeir vilja eiga viðskipti við. Neytendur velja rétt En hverfum nú aftur að olíufé- lögunum. Nú hefur því verið hald- ið fram að þau stundi ekki eðlilega samkeppni, heldur verðsamráð. Það má vel vera rétt og er ég sem neytandi ósáttur við það. En hvernig á að bregðast við hegðun olíufélaganna? Á að dæma þau til refsinga eða á að skipa þeim að bjóða vörur sínar á mismunandi verði? Afskipti hins opinbera af lögmálum markaðarins, t.d. í formi Samkeppnisstofnunar, eru aldrei af hinu góða. Til langs tíma er best að leyfa markaðsöflunum að finna þá niðurstöðu sem hentar best fyrir kaupendur og seljend- ur. Slíka niðurstöðu geta ríkis- starfsmenn ekki reiknað út á skrifstofum Samkeppnisstofnun- ar. Samkeppnisstofnun kann að hafa staðið sig vel í að framfylgja verkefnum þeim sem löggjafinn hefur falið henni, en lagaramminn á hins vegar ekki rétt á sér. Verðsamráð gengur aldrei upp í langan tíma. Að lokum mun eitt fyrirtæki standa upp og stinga hin í bakið í því skyni að fá st- ærri hluta kökunnar. Enn fremur koma ný fyrirtæki inn á markað- inn, sjái þau færi á að bjóða neyt- endum sömu vöru á betra verði. Tilkoma Atlantsolíu er skýrt dæmi um þetta og nú hefur heyrst að Baugur sé að fara að slá á sömu strengi. Samkeppnis- stofnun þarf ekki að koma til sög- unnar til að leiðrétta „galla“ á samkeppni. Neytendur sjá alltaf um að velja rétt. Hagi fyrirtæki sér óskynsamlega að mati neyt- enda, snúa þeir viðskiptum sín- um annað. Refsing fyrirtækjanna verður sú að neytendur hætta að versla við þau og er það hin eina eðlilega refsing. ■ Viðbúnaður í vínbúð Haukur Björnsson framkvæmdastjóri ULM 2002 í Stykkishólmi skrifar Um daginnog veginn HAUKUR ÖRN BIRGISSON ■ skrifar um Samkeppnisstofnun Hetjan Sam- keppnisstofnun ■ Bréf til blaðsins Börn og sjúklingar sendir heim Ríkislögreglustjóri Baksviðs ■ Af Netinu Traustur málsvari „Hann (Þórólfur Árnason borgar- stjóri) hefur sýnt og sannað að hann er traustur málsvari borg- arbúa. Að mínu mati er hann vel til þess fallinn að leiða Reykja- víkurlistann farsællega á þessu kjörtímabili...“ ANDRÉS JÓNSSON Á VEFNUM POLITIK.IS. Óopinber menning „Það er algengur misskilningur meðal kjörinna fulltrúa, hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða á Alþingi, að menningin þrífist best í skjóli hins opinbera. Slíkt gæti varla verið fjarri sanni, enda hljóta einstaklingarnir að vera fullfærir um að velja sér sína eigin menningu án afskipta hins opinbera.“ ÚR GREIN Á VEFNUM FRELSI.IS.                                   !     "            "                ! #    $%       &   ' ''                     ( )!*+!  ' !,-*$$ ( ,,!*,.!  ' !,-*$$ /               )00* 1$%%       22"        2       !  "  # 3      $)!%%% ! 4)!%%% ÍFréttablaðinu í gær kom framað aðstandendur Vínbúðarinnar á Ísafirði verði með viðbúnað um verslunarmannahelgina út af Unglingalandsmóti UMFÍ. Fullyrt er að í fyrra hafi 100% aukning orðið á sölu áfengis þessa helgi í Stykkishólmi þegar Unglinga- landsmót UMF var haldið. Af gefnu tilefni er nauðsynlegt að leiðrétta þennan óheppilega mis- skilning. Ekki var um aukningu á sölu áfengis að ræða í Stykkishólmi miðað við fyrri verslunarmanna- helgar. Aftur á móti jókst salan frá því í vikunni áður líkt og al- mennt gerist þessa helgi. Móts- haldarar gátu að sjálfsögðu ekki borið ábyrgð á öðrum en sínum eigin gestum. Enda kom í ljós að þeir örfáu sem urðu uppvísir að áfengisneyslu á mótssvæði Ung- lingalandsmótsins voru með einni undantekningu mótinu óviðkom- andi. Í því tilviki var mótsgestun- um vísað af svæðinu umsvifa- laust. Þeir fóru í góðu, enda áttað sig á að ekki var um að ræða mót að þeirra skapi. Unglingalands- mót er og verður íþróttamót þar sem heilbrigð æska og fjölskyldur skemmta sér saman við skemmti- lega og uppbyggjandi iðju. Að lokum vill undirritaður óska öllum landsmönnum ánægju- legrar og gæfuríkrar verslunar- mannahelgar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.