Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 18
30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 31 1 2 JÚLÍ Miðvikudagur Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA: Krafa um sigur gegn KR FÓTBOLTI „Að mínu mati erum við með sterkari heild en KR,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Skaga- manna í knattspyrnu. „Þeir hafa hæfa og skemmtilega einstak- linga en þeir vinna ekki leiki, liðsheildin gerir það.“ Íslandsmeistarar KR sækja ÍA heim en fyrri leik þessara liða í Frostakjóli lauk með sigri KR 1- 0. „Það má ekki líta framhjá þeirri staðreynd að við höfum að- eins tapað þremur leikjum í sum- ar og mjög oft erum við að yfir- spila önnur lið allan leikinn en náum ekki að binda lokahnútinn á og töpum því stigum. Liðinu hef- ur hins vegar vaxið ásmegin und- anfarið og þessi leikur er ekki stærri en hver annar á þessu stigi. Það skiptir engu að í KR eru þrír fyrrverandi Skagamenn, það hefur verið svo lengi og við spilum okkar leik hvernig sem hitt liðið lítur út. Krafan er að sjálfssögðu sigur á heimavelli eins og endranær.“ ■ Naumur sigur í Þýskalandi Sjaldan hefur heimsmeistaramótið í rallíi þótt eins jafnt og nú er þegar sex umferðum er ólokið. Aðeins fimm stig skilja að þrjá efstu ökumenn og næsti kappakstur er í Finnlandi þar sem hlutirnir fara venjulega á annan veg en búist er við. RALLÍ Frakkinn Sebastian Loeb sigraði í áttundu umferð heims- meistarakeppninnar í rallí sem fram fór í Þýskalandi um helgina. Mátti þó litlu muna að Svíinn Marcus Grönholm stæli sigrinum á lokasprettinum. Svíinn var 13 sekúndum á eftir Loeb þegar síðasta sérleið var ekin og hafði minnkað muninn nið- ur í sex sekúndur þegar sérleiðin var hálfnuð. „Ég var orðinn fremur rólegur undir stýrinu,“ sagði Loeb að lok- inni keppni. „Svo varð mér ljóst að Gronholm var að aka af stakri prýði og aðeins voru fimm sek- úndur á milli og þá varð hjartslátturinn örari um leið.“ Loeb er einmitt þekktur fyrir ró undir pressu og því kom fát hans fólki á óvart. „Gronholm er snilling- ur undir stýri og ekki hver sem er sem vinnur tíu sekúndur á fremsta mann á síðustu sérleið,“ sagði Corrado Provera sem rekur lið Peugeot sem Gronholm keyrir fyrir. Það er hins vegar Bretinn Ric- hard Burns, sem endaði í þriðja sæti, sem hefur pálmann í höndun- um í stigakeppni ökumanna. Hann hefur nú fjögurra stiga forskot á Spánverjann Carlos Sainz sem kemur næstur. Skoda sendi nýjan Fabia til keppni í fyrsta skipti og vakti hann mikla at- hygli en náði ekki sérstaklega góðum tímum að sama skapi. „Við glímdum við m i n n i h á t t a r galla á öllum sérleiðum en um leið og þeir verða komnir í lag þá er engin ástæða af hverju Skoda ætti ekki að velgja öðrum undir uggum,“ sagði rall- goðsögnin Didier Auriol, sem er keppnisstjóri Skoda. Peugeot leiðir enn samkeppni bílaframleiðenda en fast á hæla þeirra kemur lið Citröen. Aðrir framleiðendur eru langt á eftir og eiga litla möguleika á heimsmeist- aratitlinum. albert@frettabladid.is LOFTBELGJAHÁTÍÐ Hundruðir loftbelgja leggja leið sína til Frakklands á árlega loftbelgjahátíð.  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heims- fótbolti.  19.00 Sýn Bein útsending frá Akranesi þar sem ÍA og KR mætast í Landsbankadeild- inni.  19.15 Akranesvöllur ÍA fær Íslandsmeistara KR í heimsókn í 12. umferð Landsbankadeildinni.  23.30 RÚV Vélhjólasport 2003. Þáttur um keppni vélhjólakappa sem fram fór fyrir stuttu.  00.00 Sýn Champions World. Bein útsending frá leik Barcelona og AC Milan MARCUS GRONHOLM Á PEUGEOT Vann tíu sekúndur á síðustu sér- leið og ógnaði sigurvegaranum verulega. HEIMSMEISTARAKEPPNIN Í RALLI Framleiðendur 1. Peugeot 95 stig 2. Citröen 88 stig 3. Ford 50 stig 4. Subaru 49 stig 5. Skoda 20 stig Ökumenn 1. R. Burns 43 stig 2. C. Sainz 39 stig 3. M. Gronholm 38 stig 4. S. Loeb 33 stig 5. P. Solberg 30 stig SEBASTIAN LOEB Á CITRÖEN Sigraði naumlega 8. rallið af 14 alls í heimsmeistarakeppninni í ralli ÚR FYRRI LEIK KR OG ÍA Leiknum lyktaði með sigri þeirra svarthvítu í jöfnum og spennandi leik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.