Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2003
SÍÐASTA STOPPIÐ FYRIR
FERÐINA
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
7
2
2
7
La
n
d
lis
t/
E
R
A
N
Ferðinni er heitið á
ÍSAFJÖRÐ
Kraftur og fjör!
-þar er allt að gerast um verslunarmannahelgina!
Hressir krakkar og kátir foreldarar!
SAMA VERÐ - ALLS STAÐAR Á LANDINU!
OPIÐ ALLA HELGINA:
ekkert
brudl-
Afgreiðslutími í Ljóninu
Ísafirði um verslunarmannahelgina
Fimmtudagur 12.00 til 20.00
Föstudagur 10.00 til 22.00
Laugardagur 10.00 til 22.00
Sunnudagur 12.00 til 22.00
Mánudagur 10.00 til 18.00
FÓTBOLTI „Það má segja að eins og
bæði lið hafa verið að spila upp á
síðkastið þá verður um mikla
prófraun að ræða hjá báðum aðil-
um,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson
leikmaður Íslandsmeistara KR en
þeir mæta ÍA á Akranesi í kvöld.
„Þeir þurfa sigur til að komast
af alvöru í toppbaráttuna og við
þurfum sigur til að setja pressu á
Fylkismenn. Ég lít á þennan leik
sem ákveðinn prófstein fyrir lið
KR vegna þess að leikir okkar í
sumar hafa verið upp og niður.
Við höfum verið að tapa stigum
gegn andstæðingum sem eru lak-
ari en við og það er óásættanlegt.
Nú erum við á beinu brautinni og
við þurfum sigur til að sýna að
kjarninn í liðinu sé nógu góður til
að sigra deildina.“
Bjarki segir að lið Skagamanna
sé þekkt stærð og ekkert eigi að
koma KR í opna skjöldu. „Vissu-
lega er Akranesvöllur erfiður
heim að sækja, hann er það alltaf
en ef félag gerir sér vonir um titil
að loknu sumri þá þarf að vinna
leiki sem þessa.“
Þrátt fyrir sjö stiga mun í
Landsbankadeildinni hafa bæði
lið tapað þremur leikjum og
markatala KR er hagstæðari um
aðeins eitt mark. ■
FRESTUR EYJÓLFS Eyjólfur Sverr-
isson hefur innan við tvo daga til
viðbótar til að ákveða hvort hann
spilar knattspyrnu með íslensku
félagsliði í sumar en lokadagur
félagsskipta samkvæmt reglu-
gerð Knattspyrnusambands Ís-
lands er fimmtudagurinn 31. júlí.
SPÆNSKA LIÐIÐ Las Palmas hef-
ur bæst í þann hóp liða sem
áhuga hafa á að fá Jóhannes Karl
Guðjónsson í sínar raðir en
Palmas er í spænsku annarri
deildinni eins og er. Jóhannes er
sem stendur í Þýskalandi til
reynslu hjá Borussia Dortmund
en vitað er af áhuga liða eins og
Chelsea og Manchester City.
Þórður, bróðir Jóhannesar, var
hjá Las Palmas um tíma en náði
aldrei að festa sig í sessi.
VESKINU LOKAÐ Arsene Wenger
segir að Arsenal kaupi ekki fleiri
leikmenn að þessu sinni enda sé
buddan létt vegna stórfram-
kvæmda liðsins við nýjan heima-
völl. Í staðinn ætlar Wenger að
leyfa yngri leikmönnum úr vara-
liðinu að fá tækifæri til að sanna
sig.
Önnur umferð Meistara-
keppni Evrópu:
Flest liðin frá
A-Evrópu
FÓTBOLTI Fjölmargir leikir fara
fram í kvöld í 2. umferð Meistara-
keppni Evrópu en Íslendingar
eiga ekki lengur fulltrúa þar eftir
að KR datt út í fyrstu umferð fyr-
ir Pyunik frá Jerevan. Það lið
mætir búlgarska liðinu CSKA
Sofia á heimavelli í kvöld.
Aðrir helstu leikir í þessari
umferð eru viðureignir Rapid
Bukarest og Anderlecht, Rosen-
borg mætir Bohemian FC, Celtic
frá Glasgow ferðast til Litháen og
mætir Kaunas og sænska liðið
Djurgarden mætir Partizan
Belgrad. ■
Bjarki Gunnlaugsson um leik ÍA-KR:
Stærsta prófraunin í sumar
ARNAR OG BJARKI GUNNLAUGSSYNIR
Mæta sínum gömlu félögum uppi á Skaga
í kvöld.
STAÐA LIÐANNA Í DEILDINNI
L U J T Mörk Stig
2. KR 11 6 2 3 15:13 20
8. ÍA 11 3 5 3 14:13 14
■ Fótbolti