Fréttablaðið - 30.07.2003, Page 20

Fréttablaðið - 30.07.2003, Page 20
■ ■ OPNUN  12.00 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu á Mokka kaffi í Reykja- vík. Þar verða sýnd málverk á dagblöð unnin árið 2001. Aðalheiður tekur á móti gestum fram eftir degi. Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins. ■ ■ ÚTIVIST  18.30 Útivistarræktin ætlar að ganga á Stóra-Kóngsfell, sem er 602 m hátt. Brottför frá gömlu Toppstöðinni, stóra brúna húsinu, í Elliðaárdalnum. Allir eru velkomnir, ekkert þátttökugjald.  19.30 Ferðafélag Íslands skipu- leggur ferð í Stardal og að Tröllafossi. Verð kr. 1.600/1.900. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. ■ ■ LEIKLIST  21.00 Leikhúsið í Litla Garði á Ak- ureyri frumsýnir „Ellý, alltaf góð“, einleik eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Ævars Þórs Benediktssonar, nema í MA, í leikstjórn Skúla Gautasonar. Að- gangseyrir kr. 700, innifalið súpa og brauð. Leikritið er ekki talið við hæfi barna. ■ ■ TÓNLIST  20.00 Söngleikurinn Grease sýnd- ur í Borgarleikhúsinu.  Tónleikar með EE project á Gauk á Stöng. Frítt inn. ■ ■ SÝNINGAR  Ljósmyndasýningin World Press Photo 2003 er nú í Kringlunni. Þetta er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar og hefur verið haldin árlega síðan 1955. Sýningin stendur til 2. ágúst.  „Meistarar formsins“ nefnist stór höggmyndasýning í Listasafni Akureyr- ar, sem gerð er í samvinnu við Ríkis- listasafnið í Berlín. Á sýningunni eru verk eftir 43 listamenn, þar af 11 Íslend- inga.  Snorri Ásmundsson, forsetaefni og heiðursborgari, er með sýninguna „Til Þín“ í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23. Á sýningunni opinberar hann sitt sér- staka vinasamband við almættið og deil- ir því með þeim sem móttækilegir eru.  Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, sýnir verk sín í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Dýrfinna sýnir í þetta sinn skart unnið úr íslenskri ull með ívafi hefðbundinna eðalmálma. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýningin “Look out for my Love, it’s in your neighbourhood“ er í Gallerí Hlemmi. Þetta er fyrsta einkasýning Hrafnhildar Halldórsdóttur hér á landi, en hún er búsett í Glasgow þar sem hún útskrifaðist frá Glasgow School of Art árið 2001.  Sýning á verkum þriggja listamanna í Listasafni ASÍ. Verkin eru eftir lista- mennina Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Kristján Davíðsson. Sýnd verða verk frá 5. og 6. áratug síð- ustu aldar sem öll eru í eigu safnsins. Um er að ræða verk sem safnið hefur hlotið að gjöf frá velunnurum sínum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 31 1 2 MARS Miðvikudagur Einleikur Þorvalds Þorsteins-sonar, Ellý, alltaf góð, mun ekki vera við hæfi barna. Þorvald- ur samdi þennan þátt fyrir Björg- vin Franz Gíslason leikara fyrir nokkrum árum. Ungur menntaskólanemi á Ak- ureyri, Ævar Þór Benediktsson, ætlar að flytja þennan einleik í leikhúsinu Litla Garði á Akureyri í kvöld klukkan níu. Leikstjóri er Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður, sem býr einmitt á Litla-Garði og hefur komið sér þar upp notalegu leik- húsi. ■ Ekki við hæfi barna ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON Besta kaffi í bænum er á Kaffi-brennslunni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikari. „Ef maður fær sér þar tvöfaldan Caffe latte með dash af English toffee og einn brúnan sykurmola og sóda- vatnsglas, þá ertu tvímælalaust kominn með besta kaffið í bæn- um.“ Bestakaffið DÚNDURTILBOÐ sólgleraugu, fatnaður ofl. opticalstudiosól smáralind Undirbúið verslunarmannahelgina tímanlega Eina sérve rslun lands ins m eð sólgle raugu hársverði? BIO+ fæst á hársnyrtistofum og í apótekum. Vandamál í • psoriasis • exem • flasa • skán • hárlos • kláði • feitur hársvörður lausnin er BIO+ hársnyrtivörur frá Finnlandi ■ LEIKLIST ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Stuttur einleikur eftir hann verð- ur sýndur á Akureyri í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.