Fréttablaðið - 30.07.2003, Síða 22
30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR22
ÚTIHÁTÍÐIR Útihátíðir koma og fara,
sumar fyrir fjölskyldur, öðrum er
beint að unga fólkinu. Halló Akur-
eyri, Uxi, Eldborg, allar
missubbulegar og skemmtilegar,
en sú stærsta, sú víðfrægasta, sú
sem hefur verið kosin eitt af topp
10 partíum veraldar af alvitrum
útlendingum stendur alltaf fyrir
sínu. Á hverju ári flykkjast ung-
lingar og unga fólkið í röðum út í
Eyjar og dansa, sukka og syngja.
Flestir snúa heim ánægðir, aðrir
muna ekki skýrt hvernig var.
Auðvitað er eiturlyfjamisnotk-
un, kynferðisglæpir, þjófnaður og
ofbeldi eitthvað sem gamla settið
og löggan tönnlast á og svitnar
yfir langar nætur, enda alvarleg
málefni sem alltaf virðast banka
upp á. En varúðarráðstafanir eru
þó viðameiri með hverju árinu.
Útihátíðir eru öðrum meiði
tónlistarhátíðir og það á sérstak-
lega við um þjóðhátíð í Eyjum.
Margar af þekktustu ballhljóm-
sveitum landsins spila fyrir söng
og dansi; Skítamórall er kominn
aftur í gamla gírinn eftir langt
hlé, Sálin hans Jóns míns þarfnast
lítillar kynningar og Á móti sól er
að ríg-skipa sig í sessi sem eftir-
lætis sveitaballabatterí margra.
Svo er fjöldi annarra listamanna á
svæðinu, til að mynda hljómsveit-
irnar Smack, Obbo síí, Oxford,
Hippabandið, Yesmine Olsson
ásamt fríðum flokki dansara, fjöl-
di uppákoma og fleira og fleira.
„Þetta er alltaf mjög gaman, mað-
ur byrjar að spila um 12 leytið og
svo er þetta keyrt fram undir
rauðan morgun.“ segir Gummi
Jóns, gítarleikari í Sálinni hans
Jóns míns, en þeir hafa spilað
margoft í Eyjum, fyrst stofnár
sitt 1989. „Einkennandi fyrir þjóð-
hátíð hvað allir eru staðráðnir í að
skemmta sér, rosaleg gleði í
fólki.“
Svo er sérstaklega mikil eftir-
vænting fyrir Brekkusöngnum
þetta árið þegar gestir taka sig
saman í „heimsins stærsta kór“.
Nú þegar klárt er að forystusauð-
urinn Árni Johnsen verður með
ættu íhaldssamir þjóðhátíðarfar-
ar að anda léttar, þó einhverjir
fyrrverandi fangar séu að ybba
sig því ekki fengu þeir frí um
verslunarmannahelgi.
david@frettabladid.is
Söngur, gleði,
dans og bjór
Verslunarmannahelgin merkir aðeins eitt fyrir mörgum: Þjóðhátíð í Eyjum.
Þannig var það líka þetta árið, miðar í forsölu seldust eins og ísmolar á Ibiza.
Verið er að ráðast í endurgerðmyndarinnar Flight of the
Phoenix frá árinu 1965. Hún fjall-
aði um hóp manna sem lifir af
flugslys í Sahara eyðimörkinni og
reynir að smíða sér nýja flugvél úr
pörtum þeirrar gömlu. Sagan er
nokkuð breytt en nú eru flugslysa-
eftirlifendurnir strandaglópar í
mongólskri eyðimörk og gerist hún
í nútímanum. Í gömlu myndinni
fóru James Stewart, Richard
Attenborough, Peter Finch og
Ernest Borgnine með aðalhlutverk.
Dennis Quaid er eini leikarinn sem
er örugglega í nýju útgáfunni, en
John Moore leikstýrir myndinni í
október fyrir 20’ Century Fox.
Fréttiraf fólki
Á MÓTI SÓL, SÁLIN
HANS JÓNS MÍNS
OG ÁRNI JOHNSEN
Það er margt sem laðar
að, ekki síst þessir for-
láta skemmtikraftar.
Foreldrar - Elskum börnin okkar
Veist þú hvað unglingurinn þinn ætlar að gera
um verslunarmannahelgina?
kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára
kl. 6NÓI ALBINÓI-Enskur texti
kl. 8RESPIRO
5.50 og 10HOLLYWOOD ENDING
Ástríkur&Kleópatra-ísl.tal Forsýnd kl. 3
kl. 6.10 og 10.10USSSS b.i. 12
Sýnd kl. 6, 8, og 10 b.i. 16 ára
kl. 8 b.i. 14DARK BLUE
kl. 5.30, 8 og 10.30
TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl.tali
kl. 4, 6, 8 og 10:15
TERMINATOR 3 5.30, 8 og 10.30
Terminator 3 í Lúxus 6, 8.30 og 11
CHARLIE´S ANGELS2 5.40, 8 og 10.20
kl. 4
2 FAST 2 FURIOUS 2 kl. 8 b.i. 12
THE MATRIX RELOADED kl.10.10 bi.12
KANGAROO JACK kl. 4
kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 bi.16
Sýnd í lúxus kl. 5.50 - 8 - 10.10 VIP
Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 bi. 16.
HULK kl. 4 - 5.45 - 8.30 - 10.10 bi.12
WHAT A GIRL. 3.45, 5.50 og 8