Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 28
Það er klassi yfir þessum tón-leikum hjá okkur,“ segir Ein-
ar Bárðason framkvæmdastjóri
Concert, aðspurður um af hverju
allt seljist upp hjá honum. „Mið-
arnir á Kiri Tekanwa hurfu á 3
tímum og nú er orðið uppselt á
djasssöngkonuna og Grammy-
verðlaunahafann Diönu Krall.
Við munum að vísu selja ósóttar
pantanir fyrir tónleikana en það
verða einungis örfáir miðar.“
Á Diönu Krall voru í boði
2.400 miðar og því augljóst að
þjóðin er beinlínis að óska eftir
góðum tónleikum. Stutt er frá
því allir miðar á Foo Fighters
seldust upp og í raun virðist sem
Íslendingar séu mjög opnir fyrir
góðum erlendum listamönnum.
Diana Krall heldur tónleika í
Laugardalshöll, 9. ágúst næst-
komandi, en hún er að kynna 9.
plötu sína, „Live in Paris“. Diana
er trúlofuð tónlistarmanninum
Elvis Costello, ekki er vitað
hvort hann verður í hennar fríða
föruneyti í ágúst. ■
30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR
-réttur fyrir þig
Laugavegi 176 / 0pið alla daga frá kl.10-23.30
Tónleikar
EINAR BÁRÐARSON
■ hefur þegar selt alla miða á bæði
Diönu Krall, sem spilar í Höllinni 9. ágúst,
og miðarnir á Kiri Tekanwa, sem spilar í
Háskólabíó í haust, seldust upp á 3 tím-
um. Íslendingar vitlausir í góða tónleika.
Uppselt á Krall
EINAR BÁRÐARSON OG LEIFUR EINARSSON
Einar og Leifur, starfsmaður Concert, halda hér á sínum eigin miðum. Þeir eru ekki til
sölu og drengirnir eru ánægðir með að vera búnir að tryggja sér miða því það er upp-
selt á Krall í Höllinni.
DIANA KRALL
Þau Elvis Costello eru trúlofuð en ekki er
vitað hvort hann komi með henni og
fylgist með tónleikunum í Höllinni, 9.
ágúst.
Árni Þór Sigurðsson, borgarfull-trúi, er 43 ára í dag. Hann segir
að hefðbundin fundarhöld verði
frameftir deginum í vinnunni og
ekkert sé búið að ákveða í fram-
haldinu.
„Við erum fá í kotinu. Það getur
vel verið að við og yngsti sonur
okkar förum og fáum okkur að
borða. Það er ekkert planað og fer
líka svolítið eftir verði,“ segir Árni,
sem er kvæntur þriggja barna fað-
ir.
Árni segist ekki hafa gert mikið
af því að halda upp á afmælin sín til
þessa. „Ég hélt reyndar upp á fert-
ugsafmælið mitt á myndarlegan
hátt. Þá vorum við með mikla
veislu uppi í Elliðaárdal. Það var
mjög ánægjulegt og við fengum af-
skaplega gott veður,“ segir Árni.
„Hins vegar á dóttir mín afmæli
fjórum dögum seinna þannig að það
er yfirleitt eitthvað afmælisstand
um þetta leyti. Við höfum stundum
slegið saman í veislu.“
Aðspurður segir Árni að eftir-
minnilegasta afmælisgjöfin hans til
þessa hafi einmitt verið sú stund
þegar dóttir hans kom í heiminn
fyrir 12 árum. Það hafi verið mikil
og góð gjöf.
Árni hefur verið önnum kafinn í
sumar og aðeins getað tekið sér
tveggja vikna sumarfrí. „Við fórum
saman fjölskyldan til Frakklands
og vorum þar í 10 daga. Það var
mjög fín ferð og mikill hiti, einkum
undir lokin þegar hitinn fór í 32 til
33 gráður.“ ■
Afmæli
ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON
■ er afmælisbarn dagsins.
Hann ætlar hugsanlega að fara út að
borða með fjölskyldunni í kvöld.
Fundarhöld frameftir degi
ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON
Eftirminnilegasta afmælisgjöfin þegar dótt-
ir hans kom í heiminn fyrir 12 árum.
Það er Misty eftir Errol Gar-dner. Afskapleg magnað lag
sem fólk þekkir úr kvikmyndinni
Play Misty for Me með Clint
Eastwood,“ segir Jónas Jónasson
útvarpsmaður um óskalagið sitt.
„Það er laglínan og stemmningin
sem heillar mig. Það er með þetta
lag eins og svo mörg önnur góð;
það er einfaldleikinn sem gerir
það magnað.“ ■
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
George Robertson lávarður
Bob Hope
Steindór Gunnarsson
■ Óskalagið mitt
Sem kunnugt er sækja átta lög-fræðingar um starf hæstarétt-
ardómara sem losnar um miðjan
september þegar Haraldur
Henrýsson hæstaréttardómari
lætur af stöfum vegna aldurs.
Níu dómarar sitja í Hæstarétti en
þeir eru auk Haraldar sem nú
lætur af störfum: Árni Kolbeins-
son, Garðar Gíslason, Guðrún Er-
lendsdóttir sem er forseti réttar-
ins, Gunnlaugur Claessen, Hrafn
Bragason, Ingibjörg Benedikts-
dóttir, Markús Sigurbjörnsson og
Pétur Hafstein.
Fréttiraf fólki