Fréttablaðið - 30.07.2003, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2003
Stangaveiðihandbækurnar frá
Skerplu svara öllum helstu spurn-
ingum veiðimannsins um veiðiár
og veiðivötn á Íslandi. Bækur fyrir
þaulvana veiðimenn jafnt sem
byrjendur í stangaveiði.
• Hvar eru bestu
veiðistaðirnir?
• Hvaða agn á að
nota?
• Hvað kostar
veiðileyfið?
• Fjöldi litmynda og
skýringarkorta
frá Brynjudal
að Brunasandi
frá Hvalfirði
að Hrútafirði
Tvær ómissandi!
Ég fæ síðustu greiðsluna ummánaðamótin,“ segir Árni
Steinar Jóhannsson, fyrrum þing-
maður vinstri grænna, sem féll af
þingi í síðustu kosningum „Við
fáum aðeins þriggja mánaða bið-
laun, nema þeir sem setið hafa tvö
kjörtímabil eða fleiri. Þeir fá sex
mánuði.“
Áður en Árni Steinar settist á
þing var hann garðyrkjustjóri Ak-
ureyrarbæjar og fékk fjögurra ára
leyfi til að gegna þingmennskunni:
„Í millitíðinni lögðu þeir niður
starfið mitt vegna skipulagsbreyt-
inga og í dag heitir það eitthvað
annað. Ég er að skoða framhaldið í
samráði við bæjaryfirvöld en veit
ekki hvað verður,“ segir Árni
Steinar, sem er menntaður lands-
lagsarkitekt og garðyrkjumaður.
Gerir hann fastlega ráð fyrir að
halda áfram störfum á þeim vett-
vangi þar til kosið verður til Al-
þingis á ný: „Ég er ekkert hættur í
pólitík. Búinn að vera í þessu í rúm
20 ár og held reyndar að það sé
hollt öllum stjórnmálamönnum að
hverfa út í atvinnulífið á ný. Þó ég
hafi öðlast mikla reynslu á þingi er
reynslan úti í lífinu ekki síður dýr-
mæt stjórnmálamönnum,“ segir
hann. ■
Alþingi
ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON
■ er ekki hættur í pólitík þó
hann sé dottinn af þingi.
Síðasti launatékkinn
ÁRNI STEINAR
Fékk fjögurra ára leyfi frá störfum -
starfið lagt niður í millitíðinni.
Ég get ekki sagt meira en að þaðer búið að skrifa þetta, að svo
stöddu,“ segir Sigurjón Kjartans-
son, einn grínistanna á bak við
nýjan þátt sem verður á dagskrá
Stöðvar 2 í vetur. „Nú er verið að
skipuleggja það hvenær farið
verður í tökur.“
Það má búast við því að þessi
þáttur, Svínasúpan, verði það
langferskasta á dagskrá sjón-
varpsstöðvanna í vetur enda val-
inn maður í hverju rúmi: Sigurjón
Kjartansson, Sveppi eða Sverrir
Þór Sverrisson eins og hann er
kallaður og vinur hans Auddi, sem
heitir Auðunn Blöndal, auk Péturs
Jóhanns sprellara. Þessir piltar
sjá um þáttinn, leik og skriftir,
ásamt huldumanninum Þrándi
Jenssyni, vini Sveppa. Sigurjón
því elstur, sannkallaður mentor.
Ungur nemur, gamall temur:
„Ég er þarna til að passa að
þetta verði ekki of ferskt,“ segir
Sigurjón, hálf kíminn, aðspurður
um þetta frábæra framtak Stöðv-
ar 2 að fá alla þessa ungu og hres-
su til að sprella í sjónvarpi.
Sveppi sjálfur segir þetta vera
frábært allt saman og að þetta sé
akkúrat það sem hann vilji gera.
„Það er kominn tími á eitthvað
nýtt grín. Gengur ekki að hafa
bara Spaugstofuna,“ segir
Sveppi.
Svínasúpa ætti að komast á
dagskrá þegar dimmir í vetur. ■
SVÍNASÚPA STÖÐVAR 2
Sigurjón Kjartansson og Sverrir Þór Sverrisson hræra Svínasúpu Stöðvar 2 í vetur.
Sjónvarp
■ Svínasúpan er nýr sjónvarpsþáttur
sem Stöð 2 er mun láta taka upp. Mikið
grín og helstu ungliðar hláturtaugana á
bak við þáttinn. Sigurjón Kjartansson er
mentor drengja á borð við Sveppa,
Audda og Pétur Jóhann.
Svínasúpa á Stöð 2
■ Jarðarfarir
13.30 Birgir Garðarsson, Krókatúni 4A,
Akranesi, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju.
13.30 Lýður Bogason, Ásvegi 21, Akur-
eyri, verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju.
13.30 María Guðmundsdóttir, Árskóg-
um 8, Reykjavík, verður jarðsung-
in frá Seljakirkju.
13.30 Sturlaugur Jóhannsson, Dalbraut
18, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Laugarneskirkju.
■ Andlát
Elínborg Sigurðsson, Ljósvallagötu 10,
lést 27. júlí.
Sverrir Guðmundsson, Skúlagötu 40,
Reykjavík, lést 27. júlí.
Andrea Helgadóttir, Ásgarði 22, Reykja-
vík, lést 26. júlí.
Guðlaug Stefánsdóttir frá Siglufirði lést
26. júlí.
Kristján Pétur Ingimundarson, Suður-
túni 29, Bessastaðahreppi, lést 26. júlí.
Kjellfrid Einarsson, Kirkjuvegi 5, Kefla-
vík, lést 25. júlí.
Guðmundur S. Kristjánsson, Garð-
vangi, Garði, er látinn.