Fréttablaðið - 30.07.2003, Síða 30
Hrósið 30 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR
■ Krossgátan
Georg Ólafsson, forstjóri Sam-keppnisstofnunar, er alinn
upp á Háteigsveginum í Reykja-
vík. Þar sleit hann bæði barns-og
knattspyrnuskónum, því Háteigs-
vegurinn tilheyrði Framhverfinu
og íþróttavöllur félagsins var
staðsettur fyrir neðan Sjómanna-
skólann: „Ég varð oft Íslands-
meistari með Fram í yngri flokk-
unum en hætti áður en ég komst í
meistaraflokk,“ segir Georg sem
á fullorðinsárunum hefur verið
búsettur í vesturbænum en er nú
aftur á leið á Háteigsveginn. Í
sama húsið og hann ólst upp í:
„Það verður gaman að flytja aftur
heim,“ segir Georg sem veit nú
sem er að hver vegur að heiman
er vegurinn heim.
Georg hefur verið forstjóri
Samkeppnisstofnunar í tíu ár en
þar áður var hann Verðlags-
stjóri ríkisins í 19 ár. Hálft lífs-
starfið hefur farið í þann mála-
flokk sem nú skekur íslenskt
samfélag. Og er kannski tím-
anna tákn.
Georg er 58 ára, menntaður
viðskiptafræðingur og kvæntur
Soffíu Stefánsdóttur, deildar-
stjóra í Melaskóla. Saman eiga
þau tvo uppkomna syni sem báð-
ir eru í fluginu: „Annar starfar
sem flugmaður en hinn er að
ljúka atvinnuflugmannsprófi.
Það er mikið flug í minni ætt og
sjálfur var ég um tíma í stjórn
Flugsögufélagsins. Í frítímanum
spila ég þó aðallega bridge og
hef gert lengi,“ segir Georg. ■
Persónan
GEORG ÓLAFSSON
■ forstjóri Samkeppnisstofnunar hefur
staðið í ströngu að undanförnu.
Annars er hann mesti rósemdarmaður
sem spilar bridge í frístundum
Imbakassinn
...fær Arnold Schwarzenegger
fyrir að eldast vel.
Fréttiraf fólki
Aftur heim í gamla húsið
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Draumur
fangans er ekki eftir Árna Johnsen.
Freymóður Jóhannsson samdi lagið.
sniðin að þörfum
húðarinnar
ph 3,5
án ilmefna
Húð
sápa
e
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
2
8
5.
0
18
Brjóstagjafa-
fatnaður
Auðbrekku 2, s: 564 1451
Móðurást
Kári Bjarnason og félagarhans á Landsbókasafni hafa
undanfarin ár sökkt sér niður í
gömul handrit með það fyrir aug-
um að leita að íslenskri tónlistar-
arfleifð fyrri alda, sem fram að
því hafði ekki fundist nema mjög
lítið hluti.
„Ég hef leitt þá vinnu að fara í
gegnum öll íslensk handrit sem
varðveitt eru í Landsbókasafni,“
segir Kári. Þar eru skráð á núm-
er yfir 15000 handrit.
Öll þessi vinna hefur verið
unnin undir merkjum Skálholts-
kirkju, sem hefur fengið ríflega
styrki til verkefnisins.
„Við höfum farið gegnum öll
kvæða- og sálmahandrit með það
fyrir augum að finna allar nótur
sem leynast í þeim og skrifa jafn-
framt upp alla þá sálma og öll
þau kvæði sem passa við þessar
nótur. Það hefur komið heilmikið
í ljós sem ekki var vitað áður. Við
erum í raun og veru að draga
fram sálma- og tónlistarhefð Ís-
lendinga.“
Kári segir að margir hafi hafi
tekið þátt í þessu verkefni. Guð-
rún Laufey Guðmundsdóttir hef-
ur einkum stundað rannsóknir á
nótunum, en sjálfur hefur hann
einbeitt sér að sálmunum.
„Og svo hefur Helga Ingólfs-
dóttir unnið þrekvirki við að
koma þessu efni í hendurnar á ís-
lenskum tónskáldum, sérstak-
lega tónskáldum af yngri kyn-
slóðinni sem eru óhrædd við að
laga þennan arf að nútímanum.“
Afraksturinn hefur meðal annars
mátt heyra á Sumartónleikum í
Skálholti.
Kári segir stefnt að því að
gera allar niðurstöður þessa
verkefnis aðgengilegar í gagna-
grunni á vef Skálholts ekki síðar
en næsta sumar, þegar þrjátíu ár
verða liðin frá fyrstu Sumartón-
leikunum í Skálholti og tíu ár frá
því Landsbókasafnið flutti í nýtt
húsnæði í Þjóðarbókhlöðu.
gudsteinn@frettabladid.is
Lárétt: 1 dálítið heitur, 6 skærur, 7 nafn
á vita, 9 smáir, 10 þráður, 13 karlfugl, 14
flan, 15 tímabil.
Lóðrétt: 1 myndarlega, 2 fugl, 3 ófríð-
ari, 4 lítilfjörlegur drykkur, 5 plöntur, 8
rykkorn, 11 útlim, 12 fugl, 14 verkfæri.
Lausn:
Óvissa ríkir um framhald ævi-söguritunar Jóns Baldvins
Hannibalssonar,
sendiherra í Finn-
landi. Fyrra bindi
ævisögu hans kom
út fyrir síðustu jól,
en hún var skrifuð
þegar Jón var
sendiherra í Washington. Nú hef-
ur Kolbrún Bergþórsdóttir, sem
ritaði ævisöguna,
gefist upp á að
bíða eftir svari frá
Jóni um framhald-
ið og íhugar að
gefa verkið endan-
lega frá sér. Munu
útgefendur hjá Vöku Helgafelli
ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir
eigi að stíga; hvort Jón Baldvin
skrifi síðara bindið sjálfur eða
hvort finna verði þriðja aðila til
að ljúka verkinu. Miðað við stöð-
um mála í dag bendir allt til að
bókin verði alls ekki skrifuð.
INGIBJÖRG SÓLRÚN
Ferðast um með kúlutjald og fer í
bændagistingu þegar rignir.
Ingibjörg á
faraldsfæti
KÚLUTJALD Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi borgarstjóri,
var meðal þeirra sem gistu í tjaldi
í Tungudal í Ísafirði þegar bæjar-
yfirvöld létu aka mykju í veg-
kanta þar hjá með þeim afleiðing-
um að tjaldbúa lögðu flestir á flót-
ta. Þó ekki Ingibjörg og fann hún
sig knúna til að senda blaðinu
Bæjarins besta leiðréttingu vegna
fréttar þar um. Í blaðinu segir
Ingibjörg Sólrún:
„Fólk hefur verið að spyrja
mig hvort ég hafi verið að flýja
undan lyktinni. Mér finnst það nú
bara móðgandi. Því fer víðs fjarri,
ég var búin að vera í góðu yfirlæti
í Tungudal í tvær nætur með
manni mínum. Að vísu höfðum við
orðið vör við einhverja lykt en við
Hjörleifur höfum bæði verið í
sveit og kipptum okkur ekki upp
við hana,“ segir Ingibjörg Sólrún í
athugasemd sinni. „Ég er búin að
ferðast vítt og breitt um fjórðung-
inn með mitt kúlutjald. Það eru
ýmsir sem halda að við séum út-
lendingar. Þetta er svo auðveldur
ferðamáti því maður er ekki nema
hálftíma að koma sé fyrir og flyt-
ur tjaldið með hvert sem maður
fer. Svo hoppar maður bara inn í
bændagistingu þegar rignir“. ■
Ekki svona
hátt. Uss...
Nei, hva!
Hér hangir jú sundmedalía.
Ha? Og silfurmedalía frá
Dansskóla Hildar. Og hér
ertu með: „Stiltasti
drengurinn á
Gulu borg“.
GEORG ÓLAFSSON
Verðlagsstjóri og forstjóri Samkeppnisstofnunar í 29 ár.
Gömul tónlist
grafin upp
Tónlistararfur fyrri alda er smám saman að koma
fram í dagsljósið á Landsbókasafninu.
SKÁHOLTSKIRKJA
Vinna við að fara í gegnum öll handrit sem varðveitt eru í Landsbókasafni
hefur verið unnin undir merkjum Skálholtskirkju.
Handrit
■ Í Þjóðarbókhlöðunni eru geymd
fimmtán þúsund íslensk handrit frá fyrri
tíð. Grúskarar safnsins hafa undanfarin ár
farið í gegnum öll þessi handrit í leit að
tónlistararfi Íslendinga. Tónleikagestir í
Skálholti hafa nokkrum sinnum fengið
að heyra forsmekkinn.
Lárétt:1volgur, 6erjur, 7grótta, 9litlir,
10garn,13ari,14an,15öld.
Lóðrétt: 1veglega,2orri,3ljótari,4gutl,
5urtir, 8ar, 11arm,12önd,14al.
1
6
7
9
10 11
13
15
14
12
2 3 4 5
8