Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 6

Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 6
6 21. september 2003 SUNNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Veistusvarið? 1Björgólfsfeðgar og félag þeirra Samsonfara mikinn þessa dagana. Hvað heit- ir meðeigandi feðganna í Samson? 2Mikill fellibylur kostaði í vikunni aðminnsta kosti 23 mannslífi í Banda- ríkjunum. Hvað var fellibylurinn nefndur? 3Knattspyrnufélagið Fram bjargaði sérenn eina ferðina á síðustu stundu frá falli úr efstu deild með því að sigra Þrótt 1-0. Hver skoraði markið? Svörin eru á bls. xx Formaður Vinstri grænna furðar sig á Evrópuræðu félagsmálaráðherra: Fylgir línu formannsins EVRÓPUMÁL „Það fór nú það orð af að ein af ástæðunum fyrir því að frami Árna Magnússonar væri svona skjótur væri ekki síst vegna þess að hann væri Halldóri Ásgrímssyni handgenginn. Mér sýnist það ganga eftir, í það minnsta fylgir hann línu for- mannsins dyggilega í Evrópumál- unum,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, um þau orð Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra að það verði ein stærsta áskorun utanríkisþjónust- unnar á næstu árum að ná fram endurskoðun EES-samningsins. „Ég veit ekki hvers vegna hann er að koma með þetta núna, nokkrum dögum eftir að Svíar kol- felldu evruna. Maður hefði haldið að umræðan róaðist frekar en hitt eftir það,“ segir Steingrímur. „Það er mikil þráhyggja hjá þessum mönnum sem sýnir sig í þessu.“ Steingrímur segist ekki vita til að það hafi staðið sveitarfélögum fyrir þrifum að koma ekki að ákvarðanatöku ESB. „Ég velti líka fyrir mér hversu mikil áhrif ís- lensk sveitarfélög, sérstaklega þau minni þeirra, hefðu á þróun mála í Evrópu þó þau væru í betri aðstöðu til að beita sér.“ ■ FERÐAMÁL Hæstiréttur hefur fellt þann dóm að samgönguráðuneyt- inu hafi verið óheimilt að gefa ferðaskrifstofunni Samvinnu- ferðum-Landsýn afslátt frá þeirri lögbundnu kröfu að félaginu bæri að leggja fram trygg- ingu vegna þeirra sem ferðuðust á vegum félagsins. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi undirréttar sem taldi að yf- irlýsing stærstu hluthafa Sam- vinnuferða um að þeir ábyrgðust greiðslur vegna ferðatryggingar- innar, sem er til grundvallar starfsleyfi, hefði fullt gildi. Þar með virðist ráðuneytið vera orðið ábyrgt fyrir þeim skaða sem varð við gjaldþrot ferða- skrifstofunnar. Samvinnuferðir höfðu lagt fram tryggingu hjá samgöngu- ráðuneytinu í samræmi við lög. Gildistími tryggingarinnar var til 1. október 2001 en þegar ferða- skrifstofunni tókst ekki að fá trygginguna framlengda tók ráðu- neytið við yfirlýsingu stærstu hluthafa Samvinnuferða og mat hana gilda sem greiðslutryggingu. Samvinnuferðir urðu gjaldþrota þann 28. nóvember 2001. Í málinu deildu aðilar um gildi yfirlýsingar sem snerist um það að stærstu hluthafar Samvinnuferða-Land- sýnar, Gilding ehf., Eignarhaldsfé- lag Alþýðubankans hf., Olíufélagið hf. og Flutningar ehf. ábyrgðust að viðskiptavinir biðu ekki skaða. Hin umdeilda yfirlýsing taldist ekki fullnægja skilyrðum laga að mati Hæstaréttar. Dómurinn úr- skurðar að samgönguráðuneytið hafi samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar verið bundið af lögum um form tryggingarinnar og því hafi verið óheimilt að taka við yfirlýsingunni sem gildri framlengingu ferðaskrifstofu- tryggingar samkvæmt lögum um stjórn ferðamála. Ráðuneytið gat því ekki reist kröfur á hendur áfrýjendum á yfirlýsingunni og voru þeir sýknaðir. Það er mat Hæstaréttar að samkvæmt meginreglum stjórn- sýsluréttar hafi samgönguráðu- neytið verið bundið af lögum um það form, sem trygging fyrir rekstri ferðaskrifstofunnar mátti vera í og samgönguráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að taka við yfirlýsingunni sem framlengingu slíkrar tryggingar 28. september 2001. Dómurinn kveður því upp úr um að kröfur á hendur áfrýjend- um verði ekki reistar á yfirlýsing- unni og því verði að taka sýknu- kröfu þeirra til greina. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. rt@frettabladid.is SJÚKRABIFREIÐ Sífellt erfiðara reynist að komast leiðar sinnar, jafnvel með neyðarljósum. Lengri viðbragðstími sjúkra- og slökkviliðs: Getur skipt sköpum SAMGÖNGUR „Ástandið gagnvart okkur sjúkraflutningamönnum fer versnandi,“ sagði Þórður Bogason sjúkrabílstjóri um um- ferðarþungann í höfuðborginni. „Gatnakerfið er sprungið og það getur vissulega verið vanda- samt að ákveða hvaða leið á að fara á slysstað á álagstímum. Við reynum eftir megni að nota stofn- brautirnar en oft á tíðum eigum við óhægt um vik vegna umferðar og framkvæmda. Einnig hafa þrengingar og hraðahindranir áhrif ef um er að ræða keyrslu í íbúðahverfum.“ Þórður segir að verst sé þó skeytingarleysi annarra öku- manna. „Allt of margir eru að sinna allt öðrum hlutum undir stýri en að sinna akstrinum og það veldur einnig miklum töfum.“ Birgir Finnsson, framkvæmda- stjóri útkallsdeildar Slökkviliðs Reykjavíkur, segir viðbragðstíma vissulega geta skipt sköpum í út- köllum. „Það gefur auga leið að í mikilli umferð eru lögregla og sjúkra- og slökkvilið lengur á vettvang en ella. Þess vegna er það vinnuregla hjá okkur að ef um er að ræða alvarlegt slys eða elds- voða í mikilli umferð eða slæmu veðri sendum við bíla frá fleiri stöðvum á staðinn til öryggis.“ ■ HÆTT VIÐ SMÖLUN Veður á Hólmavík var slæmt að sögn lögreglu. Mikil rigning hefur verið á staðnum og margir bændur sem voru við smölun á heiðum og fjöllum héldu heim á leið vegna veðurofsans. Engin alvarleg slys höfðu orðið en lög- regla og björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu. FYLGDI REGLUM Einn árekstur var tilkynntur til lögreglu á Blönduósi. Ökumaður bifreiðar stöðvaði bíl sinn til að tala í símann með þeim afleiðingum að ekið var aftan á hann. Engin slys urðu á fólki. VIÐVÖRUN Vegagerðin vill benda fólki á að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á þjóð- veginum við Hvalnes og Þvotta- skriður. Þar hefur verið mjög hvasst og líkur á að það geti versnað í dag. Ákall sauðasmala: Torfæru- menn sýni tillitssemi LANDBÚNAÐUR Ökumenn á torfæru- hjólum hafa vinsamlegast verið beðnir að sýna sauðasmölum til- litssemi. „Bændur og hestamenn í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins kvarta töluvert undan ónæði fólks á torfæruhjólum í beitilöndum, á hestastígum og víðar, svo og vegna gróðurskemmda utan vega og slóða, allt til fjalla,“ segir Ólaf- ur R. Dýrmundsson hjá Bænda- samtökunum í erindi til torfæru- hjólamanna. Ólafur minnir á að um þessar mundir fari göngur og réttir í hönd. „Reynslan sýnir að hestar eru oft hræddir við mótorhjól og þau trufla fénað í högum,“ segir hann. ■ SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Ráðherra og embættismönnum var óheimilt að gefa afslátt frá þeim kröfum sem giltu um starfsleyfi ferðaskrifstofa. ■ Hin umdeilda yfirlýsing taldist ekki fullnægja skilyrðum laga að mati Hæsta- réttar. Ráðuneytið fór ekki að lögum Samgönguráðuneytinu var ekki heimilt að framlengja starfsleyfi Sam- vinnuferða-Landsýnar á grundvelli ábyrgðar stærstu hluthafa. Ríkið er því ábyrgt fyrir skaða sem hlaust af gjaldþrotinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Þetta virkar á mig eins og það sé verið að leita að tilefnum til að nudda áfram þetta sama Evrópujárn. Halldór og hans fylgj- endur hafa verið duglegir við það.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI STURLA BÖÐVARSSON Samgönguráðuneytið treysti yfirlýsingu Gildingar ehf., Flutninga ehf., Eignarhalds- félags Alþýðubankans hf. og Olíufélagsins hf. Samgönguráðuneytið: Stórir hlut- hafar brugð- ust trausti STJÓRNSÝSLA Samgönguráðuneytið segir stærstu hluthafa Samvinnu- ferða-Landsýnar (S-L) hafa brugðist trausti ráðuneytisins. Þegar bankaábyrgðir og aðrar tryggingar frá S-L voru að renna út haustið 2001 segist ráðuneytið ítrekað hafa krafist nýrra full- nægjandi trygginga svo ekki þyrfti að svipta félagið ferða- skrifstofuleyfi. Á elleftu stundu hafi verið lögð fram ábyrgðaryf- irlýsing frá fjórum stærstu hlut- höfum félagsins og ráðuneytið heimilað áframhaldandi rekstur á grundvelli hennar. Það hafi verið gert til að tryggja hagsmuni við- skiptavina S-L. Ráðuneytið segist hafa staðið frammi fyrir því að stöðva rekst- ur stærstu ferðaskrifstofu lands- ins og heimilað áframhaldandi rekstur í trausti þess að ábyrgðar- yfirlýsingin frá hluthöfunum væri fullnægjandi trygging sem við yrði staðið ef á reyndi. Eftir gjaldþrot S-L mótmæltu hluthaf- arnir því að yfirlýsing þeirra væri gild: „Því lýsir ráðuneytið yfir von- brigðum sínum yfir því að þessir fjórir stærstu hluthafar í Sam- vinnuferðum Landsýn hafi ekki reynst þess trausts verðir sem ráðuneytið bar til þeirra.“ ■ Impregilo: Hagnaður á árinu VERKTAKAR Ítalska verktakafyrir- tækið Impregilo, sem byggir Kára- hnjúkavirkjun hér á landi, sýnir hagnað á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður félagsins er rúmir sex milljarðar íslenskra króna en félag- ið er með starfsemi í 40 ríkjum. Athygli vekur að á heimasíðu Ítalanna eru gerðar athugasemdir við stöðu mála á Ítalíu. Þar segir að sú stefna stjórnvalda að taka lægstu tilboðum í stórframkvæmd- ir sem þar fara fram, í þeirri von að halda kostnaði niðri, sé röng og dýr- ari þegar upp er staðið. Impregilo átti einmitt langlægsta tilboðið í Kárahnjúkavirkjun. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.