Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 10
Ég er ekki oft með steik á sunnu-dögum því Rúnar maðurinn minn er oftast að leika þá. Í staðinn fer ég í mat til foreldra minna og þau eru alltaf með fínan mat á sunnudögum,“ segir söngkonan Selma Björnsdóttir. „Þetta er eigin- lega í eina skiptið í vikunni sem ég fæ mér almennilegt kjöt og það er skemmtileg tilbreyting.“ Foreldrar Selmu eru bæði virk í eldamennskunni: „Mamma býr alltaf til ferskt og gott salat og pabbi sér um kjötið og sósuna. Svo er pabbi alltaf með nýjar útgáfur af kartöflum, ýmist bakaðar eða brún- aðar, kryddaðar eða skornar í skíf- ur. Hann hefur sérstaklega gaman af því að gera tilraunir með kjöt- rétti.“ Rúnar Freyr leikur ekki á sumr- in og þá gefst tækifæri fyrir Selmu að snæða með honum á sunnudags- kvöldum: „Á sumrin reynum við alltaf að taka upp á einhverju snið- ugu. Við ýmist grillum eða förum í mat til tengdó. Tengdó er með klassískan íslenskan sunnudags- rétt: lambakjöt og brúnaðar kart- öflur, æðislega sveppasósu, rauðkál og baunir og ég hlakka alltaf til að komast til þeirra.“ Selma segist ekki hafa mikla reynslu af að elda stórsteikur: „Ég er meira í kjúklingaréttunum, fiski og öðru léttmeti. Skelfiskur er það besta sem ég fæ. Ég elda þó sjaldan á virkum dögum af því að við vinn- um þannig vinnu. Rúnar er dug- legri að elda en ég og það reyndi í fyrsta skipti á hátíðarmatseldina hjá okkur síðastliðið gamlárskvöld. Rúnar sá um matinn og hann reiddi fram humar í forrétt og nautalund- ir í aðalrétt. Hann var kófsveittur við þessa frumraun og ég man að hann stóð ber að ofan við eldavél- ina.“ Selma útilokar ekki að hún muni öðlast meiri reynslu af því að elda kjöt í framtíðinni: „Það er eiginlega skömm frá því að segja að ég hef aldrei eldað lambalæri eða hrygg. Líklega mun ég læra þetta í framtíðinni því það er alveg greypt í mig úr uppeldinu að fá góðan mat á sunnudögum.“ ■ 10 21. september 2003 SUNNUDAGUR ■ Andlát Þennan dag árið 1792, rúm-lega þremur árum eftir að byltingin var gerð í Frakklandi, var einveldisfyrirkomulag formlega afnumið þar í landi og fyrsta lýðveldið stofnað. Sama dag var lýðveldisdagatalið tekið í notkun og Louvre-höllinni breytt í safn. Það var löggjafarþing lands- ins sem samþykkti að afnema einveldisfyrirkomulagið, ári eft- ir að Loðvík XVI hafði sam- þykkt, treglega þó, nýja stjórn- arskrá þar sem völd hans voru í raun að mestu afnumin. Loðvík og drottning hans, Marie Antoinette, höfðu verið færð í fangelsi nokkrum vikum áður en lýðveldið var formlega afnumið. Stuttu síðar komu í ljós sannanir þess að konungurinn hefði róið að því öllum árum með erlendum ríkjum að grafa undan byltingunni, og var hann því færður fyrir dómstól ákærð- ur fyrir landráð. Í janúar árið 1793 var Loðvík síðan dæmdur til dauða og var hann tekinn af lífi með fallöxi þann 21. janúar. Drottningin var tekin af lífi með sama hætti níu mánuðum síðar. ■ Atli Heimir Sveinsson tónskáld er 65 ára. Helga Kress prófessor er 64 ára. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræð- ingur er 46 ára. Helgi Hóseasson er ekkertvenjulegt gamalmenni og við gerð myndarinnar áttuðum við okkur á að hann hefur rétt fyrir sér í einu og öllu,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, sem er framleiðandi nýrrar heimild- armyndar um Helga sem frum- sýnd verður í lok mánaðarins. Leikstjórar myndarinnar eru Jón Karl Helgason og Þóra Fjeldsted. Böðvar segir að þegar byrjað hafi verið að vinna að myndinni hafi menn ekki alveg vitað hvað væri fram undan en þessi mynd hafi farið af stað með miklum krafti. „Við fylgdum eftir mót- mælandanum Helga, sem fræg- ur er fyrir að sletta skyri á Al- þingishúsið, tjöru á Stjórnar- ráðið og sakaður um að hafa kveikt í kirkjunni sem hann var skírður í. Áratugum saman hef- ur Helgi mótmælt og ef menn aka Langholtsveginn í dag má sjá Helga standa þar með mót- mælaskilti gegn stríðinu í Írak Böðvar segir að þeir hafi komist býsna nærri manninum Helga sem fyrst og fremst sé baráttumaður sem standi með skiltið uppréttur með þaninn brjóstkassann og ekkert hríni á. „Mín niðurstaða er hrein og klár, Helgi hefur rétt fyrir sér; rétturinn er algjörlega hans meginn. Ríkisvaldið hefur beitt öllum ráðum til að brjóta aftur kröfur hans og sagt að þær séu fyrir utan lög og landstétt en staðreyndin er að hann er ævin- lega að glíma við mannanna verk og reglur sem mennirnir hafa sett,“ segir Böðvar og bæt- ir við að afskaplega gott hafi verið að vinna með Helga. Hann segir að í myndinni sé sögð sterk innri saga hans þar sem við fylgjumst með Helga á heimili hans. Á meðan tökum stóð lést kona Helga og Böðvar segir það mynda mjög sterkan dramatískan hápunkt í mynd- inni. „Við kynntumst ákaflega hreinlyndum og ástúðlegum manni sem hugsar um sína konu af gríðarlegri natni en er um leið afskaplega harður af sér í baráttu sinni fyrir málstaðn- um,“ segir Böðvar og bendir á að Helgi sé alls ekki skemmdar- verkamaður, hann sé útpældur í baráttu sinni fyrir réttlætinu enda séu öll efnin sem hann not- ar lífræn. ■ Kvikmyndir HELGI HÓSEASSON ■ er mörgum kunnur fyrir mótmæli sín. Hann sletti skyri á alþingismenn og skvetti tjöru á Stjórnarráðið í baráttu sinni fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum í hans huga að vera skráður úr kirkjubókum. Um hann hefur verið gerð heimildarmynd sem sýnd verður síðar í þessum mánuði. STEPHEN KING Bandaríski spennusagnahöfundurinn Stephen King verður 56 ára í dag. Hann er fæddur árið 1947. 21. september ■ Þetta gerðist 1866 fæddist rithöfundurinn H.G. Wells, einn helsti frumkvöðull vísindaskáldskapar. 1897 birti bandaríska dagblaðið The New York Sun frægan leiðara þar sem svarað var spurningu frá átta ára stúlku, Virginia O’Hanlon að nafni: Er jólasveinninn til? 1934 fæddist söngvaskáldið Leonard Cohen. 1937 kom bókin The Hobbit eftir J.R.R. Tolkien fyrst út. 1949 kynnti kínverski byltingarforing- inn Mao Zedong ríkisstjórn nýja flokksræðisins í Kína. 1954 var bíómyndin Sabrina með Audrey Hepburn og Humphrey Bogart frumsýnd. 1972 fæddist rokkarinn Liam Gall- agher í Oasis. Einveldi afnumið LOÐVÍK XVI ■ Franska þingið afnam endanlega öll völd hans þennan dag árið 1792. 21. september 1792 Helgi er ekkert venjulegt gamalmenni Sunnudagssteikin SELMA BJÖRNSDÓTTIR ■ Segir að það hafi í fyrsta skipti reynt á hátíðareldamennsku síðastliðið gamlárs- kvöld en þá stóð eiginmaðurinn, Rúnar Freyr, kófsveittur og ber að ofan við elda- vélina. Hefur aldrei eldað lambalæri LEONARD COHEN Söngvarinn djúpraddaði Leonard Cohen fagnar 69 ára afmæli sínu í dag. Hann er enn við hestaheilsu og gefur reglulega út plötur. Þórir Laxdal Sigurðsson, fyrrverandi námsstjóri og teiknikennari, lést á Landspítala Landakoti að morgni fimmtudagsins 18. september. Ingi Ragnar B. Björnsson, Miðleiti 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli aðfaranótt föstudagsins 19. september. Guðrún Magnúsdóttir, frá Berunesi í Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, föstudaginn 19. september. BÖÐVAR BJARKI PÉTURSSON Hann segir það hafa komið í ljós að Helgi hafi algjörlega rétt fyrir sér. Hann hafi öll þessi ár verið að glíma við mann- anna verk. SELMA BJÖRNSDÓTTIR Er mest í að elda kjúklingarétti, fisk og annað léttmeti en skelfiskur er það besta sem hún fær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LIAM GALLAGHER Yngri Oasis-bróðirinn og vandræðageml- ingurinn Liam Gallagher fagnar 31 árs af- mæli sínu í dag. Hann hefur blessunarlega náð að halda sig frá slúðurdálkum heims- pressunnar núna um langt skeið. ■ Afmæli Húbert Nói listmálari er 42 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.