Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 11
11SUNNUDAGUR 21. september 2003 ■ Persónan Út er komin ljóðabókin„Einnota vegur“ eftir Þóru Jónsdóttir. Bókin inniheldur 45 ljóð eftir skáldkonuna. Allt útlit og umbrot er mjög einfalt. Útgef- andi er Mýrasel og fæst hún í öll- um helstu bókaverslunum. ■ www.isb.is Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Alfljó›asvi› Marka›svi›skipti Hvernig stendur flitt húsfélag? fiú fær› nánari uppl‡singar í næsta útibúi Íslandsbanka e›a  hjá fljónustuverinu í síma 440 4000. Byrja› u strax a› safna í sjó›! Styttist í a› gera flurfi vi› flaki›, gluggana, stéttina e›a mála húsi›? Ef svo er flá borgar sig a› byrja strax a› safna í framkvæmdasjó›. Auk fless bjó›ast húsfélögum hagkvæm framkvæmdalán hjá Íslandsbanka. F í t o n F I 0 0 7 8 7 4 framkvæmdir  á döfinni? Eru BJÖRN INGI SVEINSSON BORGARVERKFRÆÐINGUR Hann hefur lagt til að börn og ungmenni fái frítt í strætó á mesta annatíma. ??? Hver? Verkfræðingur, núverandi borgarverk- fræðingur. ??? Hvar? Á skrifstofu minni í Skúlatúni. ??? Hvaðan? Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. ??? Hvað? Hugsunin er að liðka fyrir samgöngu- málum Reykjavíkurborgar. ??? Hvernig? Með því að skoða leiðir að tengslum við Strætó og til tals hefur komið að bjóða börnum og ungmennum frítt í strætó á háannatíma. . ??? Hvers vegna? Umferð hefur aukist, umferðarmannvirki eru dýr og nýjar leiðir ákjósanlegar. ??? Hvenær? Það væri ákjósanlegt að skoða það í tengslum við nýtt leiðakerfi Strætó á næsta ári. Ég ætla að vera heima og taka ámóti börnum mínum og fjöl- skyldum þeirra,“ segir Jón Birgir Pétursson blaðamaður, sem í dag er sextíu og fimm ára. Jón Birgir hefur í sumar setið við bókarskrif norður í landi og segir að ef einhver vilji gefa út eftir sig verði hann með í jóla- bókaflóðinu í haust. „Ég byrjaði seint, um það leyti sem aðrir voru að ljúka, og því hefur þetta verið mikil törn hjá mér. Við hjónin eig- um hús í Hrútafirði og þar sat ég í fimmtíu daga og fimmtíu nætur einn við skriftir. Það er síðan les- enda að segja til um hvernig til hefur tekist,“ segir hann og upp- lýsir að um sakamálasögu sé að ræða. Hann er enginn nýgræðing- ur á því sviði því fyrir mörgum árum komu út eftir hann sögur í þeim dúr og voru þær með fyrstu glæpasögum sem komu út eftir ís- lenskan höfund hérlendis. Jón Birgir er einn okkar reynd- ustu blaðamanna. Hann lét af störf- um hjá Dagblaðinu í sumar og neit- ar að það hafi verið erfitt. „Þvert á móti er ég ósköp feginn að vera laus. Ég var orðinn leiður á blaða- mennskunni og tími til kominn að ég hætti. Nú held ég mig við að skrifa bækur ef einhver nennir að lesa þær,“ segir hann hlæjandi og bætir við að sér hafi þótt ósköp gaman að endurnýja kynni sín af sakamálasögunum. Jón Birgir segist ekki finna fyr- ir aldri þrátt fyrir að stutt sé í að hann verði alvöru gamalmenni. „Ég hlakka til þeirra ára, held að það sé gaman að vera gamall og nú leggst maður bara í ferðalög og nýtur lífs- ins,“ segir Jón Birgir, sem ætlar að bjóða börnum sínum upp á kaffi og gúllassúpu í tilefni dagsins. ■ Afmæli JÓN BIRGIR PÉTURSSON ■ Hann hefur setið við bókarskrif í sumar og lítið séð af fjölskyldunni. Þess í stað fá glæpasöguunnendur eitthvað við sitt hæfi. Kaffi og gúllassúpa JÓN BIRGIR PÉTURSSON Hann er afar sáttur við að verða brátt al- vöru gamalmenni og hlakkar til að geta lagst í ferðalög. ■ Nýjar bækur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.