Fréttablaðið - 21.09.2003, Side 12

Fréttablaðið - 21.09.2003, Side 12
12 21. september 2003 SUNNUDAGUR Fjármálaráð- herrar funda Fjármálaráðherrar sjö helstuiðnríkja heims lýstu því yfir að loknum fundi í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að efnahagsástandið í heiminum færi senn að batna. Þeir ítrekuðu þó mikilvægi þess að samninga- viðræður yrðu teknar upp að nýju um viðskipti á milli ríkra og fá- tækra landa. ■ viðskipti Viðskipti voru stöðvuð áfimmtudagsmorgun með um 40% félaga í úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands. Viðskipti með þessi félög lágu niðri allan þann dag. Tilkynning um valréttar- samninga og framvirka samninga barst morgunin eftir þar sem eignarhald stórra félaga breyttist verulega. Krónan veiktist um 0,13% í vik-unni. Fremur litlar sveiflur voru í viðskiptum með hana í vik- unni. Ró virðist yfir gjaldeyris- markaði í bili. Úrvalsvísitala aðallista Kaup-hallar Íslands hækkaði um 1,36% í vikunni. Gildi hennar í lok vikunnar var 1.825,49 stig. Vísitalan er nú ekki langt frá fyrra meti sínu, sem var 1.888,80 stig. Fjárfestingarbók Í fjárfestingarbók banka og verðbréfa- fyrirtækja eru færð markaðsskuldabréf og hlutabréf sem stofnun hefur með formlegum hætti tekið ákvörðum um að eiga til lengri tíma, skemmst eitt ár. Til slíkra bréfa teljast ekki hlutir í hlut- deildarfyrirtækjum eða tengdum fyrir- tækjum. ■ Hugtak vikunnar Spilunum í spilastokki við-skiptalífsins var raðað upp á nýtt í vikunni. Fyrirtæki sem voru á hendi Kolkrabbans svo- nefnda fengu nýja herra. Eim- skipafélagið og eignir þess féllu Samsoni, undir forystu Björg- ólfs Guðmundssonar, og Lands- bankanum í skaut að undan- skyldum eignum í Íslandsbanka, Straumi, Sjóvá-Almennum og Flugleiðum sem féllu í skaut Ís- landsbanka og eigendum hans. Íslandsbanki hóf kaup á Sjóvá- Almennum með það að mark- miði að gera félagið að dótturfé- lagi sínu. Hræringar viðskipta- lífsins breyttu landslaginu á einni nóttu. Hræringar sem komið höfðu fram á jarð- skjálftamælum fjölmiðla og markaðarins. Hófst fyrir fjórum vikum Atburðarás þess kafla sem lauk í vikunni hófst fyrir tæpum fjórum vikum með kaupum Samsonar og Landsbankans í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Fréttunum var ekki tekið fagn- andi í herbúðum Íslandsbanka svo vægt sé til orða tekið. Þar töldu menn Landsbankann vera að brjóta samkomulag um 20 til 25% eign í Straumi. Fulltrúar Landsbankans töldu ekkert sam- komulag brotið þar sem bankinn sjálfur hefði ekki farið upp fyr- ir þau mörk, enda þótt eigendur bankans hefðu keypt í Straumi. Bent var á að eigendur Íslands- banka ættu einnig hlut í Straumi. Íslandsbanki þótti seinn að bregðast við þessum tíðindum, en að lokum náði hann vopnum sínum og staðan endaði þannig að hvor aðili um sig var með um 37% eignarhlut. Pattstaða sögðu margir og víst var að hvorugur bankanna var ánægður með stöðuna. Eignir Straums heilluðu Flestum var ljóst að Straum- ur sem slíkur var ekki markmið Landsbankans og Samsonar. Það voru eignir Straums sem heill- uðu. Kenningar um að bankinn hygðist sameina Straum bank- anum þóttu harla ólíklegar. Straumur hafði verið að bæta við sig hlut í Eimskipafélaginu smátt og smátt í allt sumar. Borist á bankaspjót Verðmæti upp á 25 milljarða króna skiptu um hendur í vikunni í innbyrðisviðureign viðskipta- blokka. Framtíðin mun skera úr um hverjir gerðu góð kaup. Kolkrabbinn í sinni gömlu mynd skolaðist burt í flóðinu og við blasir nýtt landslag. Sé litið á þetta frá hreinu peninga- og viðskiptasjónarmiði eru allir ánægðir með jólapakkann sinn: „Einmitt það sem mig langaði í!“ er setning dags- ins. ,, ■ Vikan sem leið BJARNI ÁRMANNSSON OG EINAR SVEINSSON Yfirtaka Íslandsbanka á Sjóvá var frá sjónarhorni leikfléttunnar býsna glúrinn leikur. STÓRVIÐBURÐIR Tuttugu og fimm milljarðar skiptu um hendur í viðskiptum liðinnar viku. Kolkrabbinn er liðin tíð og viðskiptalandslagið gjörbreytt. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, kynna stórviðskipti vikunnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.