Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 15
15SUNNUDAGUR 21. september 2003 Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. „Hvað er með Ásum?“ Laxárstö› í A›aldal. S‡ning á verkum Hallsteins Sigur›s- sonar, myndhöggvara, í berg- hvelfingum aflstö›varinnar. Fró›leikur um go›in og heimsmynd fleirra. ,,Náttúra orkunnar – orka náttúrunnar”  Í Ljósafossstö› vi› Sog. Umræ›an um virkjanir og umhverfismál. Végarður í Fljótsdal Uppl‡singami›stö› um Kárahnjúka- framkvæmdirnar og náttúruna nor›an Vatnajökuls. Takk fyrir komuna! Við þökkum þeim þúsundum gesta sem hafa heimsótt aflstöðvar og sýningar  Landsvirkjunar í sumar. Sýningunum er nú lokið en verður framhaldið næsta sumar. Vonumst til að sjá ykkur að ári!  Krafla og Bjarnarflag í Mývatnssveit Kynning á rafmagnsframlei›slu úr jar›gufu. Búrfellsstöð í Þjórsárdal – stærsta orkustö› landsins. Í fijórsárdal er margt a› sko›a; fijó›veldisbærinn, Stöng, Hjálparfoss, Háifoss, Gjáin og Búrfellsstö› – skemmtileg dagsfer›! Blöndustöð í Húnaþingi Sko›unarfer› ne›anjar›ar sem er ævint‡ri líkust. Hrauneyjafossstöð á Sprengisandsleið Sko›unarfer› um stö›ina, uppl‡singar um Kárahnjúkafram- kvæmdir og vísindarannsóknir ásamt myndas‡ningu um fijórsárver og Vatnajökul. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 3 4 2 • s ia .is REYKINGAR Þeir sem vilja hætta hafa meðal annars notast við tyggjó, plástra og lyf en munu að öllum líkindum, í náinni framtíð, geta leitað á náðir farsímans síns þegar löngun- in er að bera þá ofurliði. Nýtt vopn gegn reykingum: Farsímar gegn fíkn Reykingamenn sem þrá það aðlosna úr viðjum tóbaksfíknar- innar geta fljótlega leitað á náðir farsímans síns en sálfræðingar við Háskólann í Sheffield hafa komist að því að runa af blikkandi punktum á tölvuskjá getur truflað þann þankagang sem fer af stað þegar tóbakslöngunin skýtur upp kollinum. Hugmyndin hefur þegar verið prufukeyrð á tölvuskjám en dr. John May, sem fer fyrir rann- sókninni, telur líklegt að hægt verði að laga hana að farsímum og lófatölvum innan skamms. „Upplausnin á skjánum verður að vera nokkuð öflug en það má alveg hugsa sér að í stað þess að nota takka á GSM-símanum til þess að velja sér tölvuleik á borð við Tetris væri hægt að hafa sér- stakan „stöðva fíkn“-takka.“ Dr. May og félagar hans hafa rannsakað hugsanaferlið sem nær hámarki þegar einstaklingurinn fær óstjórnlega löngum í sígar- ettu og þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ómeðvituð áreiti í huganum fari af stað töluvert áður en löngunin skýtur upp koll- inum. „Þetta eru ánægjulegar og já- kvæðar hugsanir sem gera það að verkum að það felst ákveðin umbun í því að láta undan þeim. Takist okkur að rjúfa tenginguna milli þessara jákvæðu hugmynda og sælunnar sem þær lofa verða stöðugar hugsanir um sígarettuna marklausar.“ Punktarnir skapa það sem kall- ast „sjónrænn hávaði“ sem truflar þær jákvæðu hugrenningar sem tengjast sígarettunni. „Punktarnir stöðva ekki hugsanaferlið en þeir draga úr áhrifamætti þess,“ segir May og bætir því við að þó forrit- ið dragi fyrst og fremst úr löngun geti það einnig, ef vel tekst til, dregið úr reykingum almennt. ■ Hann er hugmyndaríkur og harð-duglegur,“ segir Júlíus Brjáns- son leikari um þann sem um er spurt. Júlíus telur einsýnt að væri hann Kínverji væri hann þjóðþekkt- ur einnig þar. „Fyrirferðarmikill og næmur á að láta taka eftir sér. Hef- ur skreytt mannlífið án þess að gera nokkrum mein, sem er glæsilegt.“ Annar sem þekkir manninn er Hallur Helgason leikhússtjóri: „Áræðinn og bjartsýnn, lunkinn að hvetja góða menn til dáða, hrífur menn með sér. Vinur vina sinna. Það er svolítill Einar Ben í honum.“ Enn einn sem hefur haft nokkuð saman að sælda við þann sem um er spurt er Mörður Árnason alþingis- maður: „Einart og hjartahreint glæsimenni, segull á fólk og at- burði. Ein helsta orkuuppspretta Ís- lendinga. En það hefur komið fyrir hann að vera betri í að hefja sókn- irnar en að klára þær. Við höfum verið talsvert saman og sundur en eftir stendur traustur kunnings- skapur og gagnkvæm virðing.“ Nú spyrjum við: Hver er maður- inn? Svar á síðu 19. ORKUUPPSPRETTA ÍSLENDINGA Maður sem er sagður einhver helsta orku- uppspretta Íslendinga. „En það hefur komið fyrir hann að vera betri í að hefja sóknirnar en að klára þær,“ segir einn kunningi hans. Hjartahreint glæsimenni Hver er maðurinn? Málverk vikunnar að þessusinni er eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, ungan lista- mann að norðan. Heiti verksins kemur áhorfandanum á sporið: „Stór hvítur merlandi sjór“. Hér er það glitrandi hafflöturinn sem flæðir um strigann. Túlkun Sigtryggs á hafinu leitast ekki síst við að þróa dýpt á myndefn- inu þar sem hið hlutlæga, þ.e. sjórinn, er skoðað á forsendum abstraktsins, hann er stílfærður en þó ekki leiddur of langt frá hinni upphaflegu sýn. Sigtryggur útskrifaðist frá málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1990 en hafði á ð u r numið við M y n d - l i s t a - skólann á Akureyri. Frá Mynd- listar- og h a n d í ð a - skólanum lá leiðin í f r a m - haldsnám til Strasbourg í Frakk- landi og var hann þar frá 1991 til 1994 við École des Arts Décoratifs. Umrætt verk er í eigu Listasafns Íslands. ■ STÓR HVÍTUR MERLANDI SJÓR Verk frá 1999 eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Glitrandi hafflötur Málverk vikunnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.