Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 18
18 21. september 2003 SUNNUDAGUR
Unglingarnir vilja til útlanda
Við höfum alltaf haft þessa myndað krakkarnir vilji flytja utan af
landi til Reykjavíkur og frá Reykja-
vík til útlanda. Það sem hefur
breyst núna er að það eru allir lík-
legri til þess að vilja flytja til út-
landa en áður og það er orðinn
fyrsti kostur allra að flytja út,“ seg-
ir dr. Þóroddur Bjarnason félags-
fræðingur um niðurstöður nýrrar
athugunar á framtíðarsýn íslenskra
unglinga.
Höfuðborgin freistar ekki
„Það er sama hvar krakkarnir
eru á landinu. Ef þeir fengju að ráða
myndu þeir flytja til útlanda, ekki
til Reykjavíkur. Það yrði mjög mik-
il mannfjöldafækkun í Reykjavík ef
búsetuþróunin yrði í samræmi við
þetta. Það búa um 55% af krökkun-
um í Reykjavík. Ef allir krakkar á
landinu flyttu þangað sem þeir helst
vildu þá yrðu 38% þeirra í Reykja-
vík.“
Þetta eru niðurstöðurnar þegar
krakkarnir eru spurðir hvar þeir
vilji helst búa. „Þegar þau eru hins
vegar spurð hvar þau búist við að
búa kemur í ljós að um 56% búast
við því að þau muni búa í Reykjavík.
Einhvers staðar þarna á milli liggur
hið rétta í þessu og spáir það tiltölu-
lega vel fyrir um það sem gerist í
raun og veru, þannig að ef þetta
gengur eftir fækkar alls staðar á
landinu nema Reykjavík stendur í
stað og Íslendingum í útlöndum
fjölgar. Þau sem búa í Reykjavík
virðast þó vera þar hálfnauðug. Það
er ekki það að þau vilji búa í
Reykjavík, heldur búast þau við
því.“
Frá sjávarþorpi til heimsþorpsins
Þóroddur nefnir hnattvæðing-
una sem helstu ástæðuna fyrir
þeirri breytingu sem orðið hefur frá
því sambærileg könnun var gerð
árið 1992. „Þetta er allt að opnast
upp og krakkar, hvort sem þeir eru
í sjávarþorpum eða sveitum, sjá
kannski ekki neina framtíð fyrir sig
þar svo þau þurfi því að fara. Og þá
eru svo margir aðrir staðir í heimin-
um en Reykjavík.
Það hefur töluvert verið skoðað
hvað það er sem ýtir á krakkana og
hvað það er sem heldur í þá. Þegar
maður spyr þá hvar þeir haldi að
það sé best að stofna fjölskyldu og
ala upp börn nefna þeir mjög oft
heimahagana. Það sama er að segja
þegar spurt er hvar þeir telji að það
sé auðveldast að fá vinnu, jafnvel
krakkarnir í sjávarþorpunum nefna
þá heimahagana, þar sem er
kannski ekki mikil vinna. Þeir horfa
þá til þess að þar hafa þeir vina-
tengsl og ættartengsl og þess háttar
sem gagnast þeim ef þeir þurfa að
fá einhverja vinnu. Ef þú hins vegar
spyrð hvar þeir haldi að sé best að
fá skemmtilega eða vel launaða
vinnu kemur strjálbýlið illa út og
það eru þeir þættir sem toga voða
mikið í þá.“
Upplausn í sveitunum
Þóroddur segir að þegar búið sé
að taka tillit til svara við spurning-
um um góða vinnu, góð laun, afstöð-
una til frumframleiðslunnar, til
dæmis hversu mikla virðingu
krakkarnir telji að fólk beri fyrir
sjávarútvegi og landbúnaði, sé samt
mjög mikill munur á milli lands-
hluta.
„Þetta eru hlutir sem segja að
ákveðnu leyti til um hvað krakkarn-
ir muni gera. Það sem gerist er það
að krakkarnir í sveitunum eru sex-
falt líklegri til þess að vilja flytja,
eða búast við að flytja, heldur en
aðrir. Þetta sýnir það bara að það er
að verða mjög mikil upplausn í
sveitunum. Það er ekki talað mjög
mikið um þetta lengur, ólíkt því sem
var í byrjun 20. aldar þegar vestur-
flutningarnir stóðu sem hæst. Þá
var alltaf verið að flytja út beint úr
sveitinni og þá óttuðust allir að hér
yrði landauðn þar sem allir myndu
flytjast út. Svo verður iðnbyltingin í
sjávarútveginum og sjávarþorpin
vaxa og síðan höfuðborgarsvæðið
og þjóðin er náttúrlega búin að vera
á fleygiferð alla tíð síðan.
Fólki fjölgaði mikið og það flutti
í þéttbýli og síðan til höfuðborgar-
svæðisins þannig að við fáum ein-
hvern veginn þessa mynd af höfuð-
borgarsvæðinu sem flöskuhálsi.
Nú hefur þetta opnast aftur og sú
staða er komin upp að krakkarnir
vilja fara beint út. Það sem hefur
haft sitt að segja í sveitunum er
framleiðslutakmarkanir og vél-
væðing sem dregur úr þörfinni á
fólki. Þegar maður spurði krakk-
ana 1992 hvar þeir myndu helst
vilja búa voru krakkarnir í sveitun-
um líklegri til að vilja flytja og
margir fluttu náttúrlega. Það eru
miklu fleiri núna sem segjast vilja
flytja. Ef við erum þannig að tala
um að áform krakkanna gangi eftir
lítur út fyrir að það verði einhver
3-4% eftir í sveitunum.“
Akureyri togar í sitt fólk
„Krakkarnir í sjávarplássunum
eru líklegri til að vilja flytja þegar
búið er að taka tillit til efnislegra
þátta, eins og atvinnu. Svo koma
staðir eins og Akureyri, til dæmis,
þar sem krakkarnir eru síður lík-
legir til að vilja flytjast burt en
maður hefði búist við þegar búið
var að taka tillit til þessara efnis-
legu þátta. Krakkarnir á Akureyri
eru sem sagt síður líklegir til að
vilja flytja heldur en krakkar í
Reykjavík eftir að búið er að taka
tillit til þess hvar þeir halda að það
sé best að fá vinnu, bestu launin og
svo framvegis. Þetta þýðir að það
er einhver munur á því hversu fast
þessi samfélög halda í krakkana.
Það er alltaf talað um að það verði
að passa að það sé næg vinna, þjón-
usta og þetta og hitt en það er
aldrei talað um samfélagið og við-
horfin. Engum dettur í hug að
segja að það sé mjög sérstakt að
búa, til dæmis, á Kópaskeri. Að það
sé einstakur staður. Það er auðvit-
að ekkert fyrir alla og margir
myndu vilja flytja en það eru
margir aðrir sem myndu vilja vera
um kyrrt. Það er voðalega lítið tal-
að um það sem gerir það einstakt
að búa á hverjum stað fyrir sig.“
Þóroddur segir það gleymist líka
að það sé í raun ekkert slæmt við að
það sé útþrá í krökkunum og það
þurfi miklu frekar að huga að því
hver eiga að vera leið þeirra til
baka.
Liður í stærra verkefni
Könnunin er hluti af umfangs-
meira verkefni. „Það er Rannsókn
og greining sem stendur að þessu og
við erum að fara út í samanburð á
viðhorfum krakka í Færeyjum, á Ís-
landi og Grænlandi. Við gerðum
könnunina 1992 upp á eigin spýtur
og hún varð eiginlega kveikjan að
þessu stóra verkefni þar sem við
ætlum að líta á lífskjör, framtíðar-
sýn og aðstæður krakka í þessum
þremur löndum, sérstaklega í strjál-
býli. Það sem við höfum sérstakan
áhuga á að skoða er hvernig þetta
tengist alls konar félagslegum
vandamálum hjá krökkunum.
Hvernig er það til dæmis með
krakka sem myndu vilja flytja en
búast ekki við að geta það? Hefur
það áhrif á áfengisneyslu, reyking-
ar, og gáleysi í kynlífi, svo eitthvað
sé nefnt. Þetta eru hlutir sem hafa
aldrei verið skoðaðir. Þetta sem við
vorum að birta núna er bara fyrstu
niðurstöðurnar þar sem við skoðum
breytinguna frá 1992 til 2003. Næsta
skrefið er að vinna úr þessum sam-
anburði milli landanna“, segir Þór-
oddur og er vongóður um að þar
muni ýmislegt fróðlegt koma í ljós.
thorarinn@frettabladid.is
Niðurstöður nýrrar könnunar á framtíðarsýn ungra Íslendinga sýna að þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja búa í útlönd-
um. Reykjavík er ekki lengur draumaáfangastaður krakkanna í strjálbýlinu sem vilja halda beint út í hinn stóra heim líkt
og þekktist í upphafi síðustu aldar þegar vesturferðirnar voru í hámarki.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Könnunin á framtíðarsýn unglinganna náði til nemenda í 9. og 10. bekk. Helstu niður-
stöðurnar, eftir búsetusvæðum, eru þessar:
Höfuðborgarsvæðið:
Helmingur aðspurðra var uppalinn þar. Um 55% búa þar nú. 38,4% vilja helst búa þar,
og 56% búast við að búa þar. Stór hópur ungs fólks telur því samkvæmt þessu að hann
muni enda með að búa á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að hafa litla löngun til þess.
Annað þéttbýli:
18,7% aðspurðra voru uppalin þar. 19,8% búa þar nú. 13,8% vildu helst búa þar, og
15,8% búast við því að búa þar. Hér er meira samræmi milli löngunar og væntinga en í
tilviki höfuðborgarsvæðisins. Svipað margir segjast vilja búa á þessum stöðum og þeir
sem segjast búast við að búa þar.
Sjávarþorp:
17,6% aðspurðra voru þar uppalin. Um 16% búa þar nú. Helmingi færri, eða 8,1%,
vildu helst búa þar og 6,8% búast við að búa þar. Samkvæmt þessu er útlit fyrir að
helmingur þeirra unglinga sem búa í sjávarþorpum vilji og geri ráð fyrir að flytja það-
an burt.
Sveit:
8,9% aðspurðra ólust upp í sveit. 8,5% búa þar nú og 7,6% vildu helst búa þar. Aðeins
3,6% búast hins vegar við því að búa þar. Þetta er athyglisvert: Um helmingi fleiri ung-
lingar vilja búa í sveit en þeir sem gera ráð fyrir að búa þar.
Erlendis:
4,3% aðspurðra voru uppalin í útlöndum. 0,1% býr þar nú. Um 32% vilja búa þar og
17,9% búast við að búa þar. Þessar niðurstöður segja sína sögu: Hugur íslenskra ung-
menna stendur til útlanda, þótt þeir séu reyndar helmingi færri sem gera ráð fyrir að
eitthvað verði af áformunum.
Það er alltaf talað um
að það verði að passa
að það sé næg vinna, þjón-
usta og þetta og hitt en það
er aldrei talað um samfélagið
og viðhorfin. Engum dettur í
hug að segja að það sé mjög
sérstakt að búa, til dæmis, á
Kópaskeri. Að það sé einstak-
ur staður.“
,,
DR. ÞÓRODDUR BJARNASON
Ef allir krakkar á landinu flyttu þangað sem þeir vilja helst búa myndu einungis 38%
þeirra búa í Reykjavík. Könnun Þórodds sýnir að unglingar, ekki síst á landsbyggðinni, eru
líklegri nú en áður til að flytja til útlanda.
UNGLINGAR
Þrátt fyrir að það sé gott að liggja í Nauthólsvík í sólinni virðist hugur íslenskra unglinga ekki stefna neitt sérstaklega til Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Reykjvík er ekki lengur afdráttarlaust fyrsta stopp þeirra sem flytja úr
strjálbýli, heldur veita útlönd öfluga samkeppni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T