Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 24
Samkvæmt óformlegri könnunFréttablaðsins sjá menn einna helst Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarfulltrúa fyrir sér í forsetaframboði að ári, en þá lýk- ur öðru kjörtímabili Ólafs Ragn- ars Grímssonar og óvíst hvort hann gefur kost á sér að nýju. Ingibjörg hlaut 10 tilnefningar og 19 stig í þessari könnun, en Davíð Oddsson forsætisráðherra situr í öðru sæti með 16 stig. Fast á hæla þeirra kemur Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra með 15 stig. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur hlýtur 10 stig – svo fara atkvæðin heldur að dreifast. Ingibjörg mótvægi við valdablokk Þessi fjögur voru í sérflokki. Um Ingibjörgu Sólrúnu var sagt: „Prímadonna, og prímadonna kemst ekki lengra en á Bessastaði. Hún telur sig eiga eitthvert fjölda- fylgi og kannski með réttu.“ Lang- besti kosturinn, sagði annar: „Hana þyrstir í embætti og hún myndi sóma sér vel á þeim for- setastóli sem Ólafur Ragnar hefur smíðað undanfarin ár.“ „Fullkomlega frambærileg, reynd og glæsi- legt forsetaefni. Á fallega fjöl- skyldu. Gæti sloppið út úr þessari óþægi- legu stöðu sem hún lenti í eftir kosningarnar í vor með því að bjóða sig fram til forseta.“ „Þetta gæti verið góður leikur fyrir hana. Össur er ekkert að fara að hleypa henni að.“ „Málefnaleg, yfirveguð, diplómat. Mér finnst hún frábær og hún myndi sóma sér vel á Bessastöðum.“ „Persónufylgi og mótvægi við ákveðna valdablokk. Það virðist vera eini tilgangur þessa embættis.“ Þægilegt starf fyrir Davíð Menn sögðu almennt um Davíð að hann væri einhvern veginn aug- ljós kostur og tímasetningin full- komin. „Heppilegt!“ Þannig væri Davíð að fullkomna þrennuna. „Hann hlýtur að velta því alvar- lega fyrir sér. Færi vel um hann á Bessastöðum við ritstörf. Þetta er þægilegt innistarf og vel launað.“ „Hann er kominn með nógu langan feril í pólitíkinni, nýtur mikils álits og þar myndi hann fullkomna þrennuna. Taka alslemm í Grandi í því.“ „Ég tel verulegar líkur á því að hann muni bjóða sig fram,“ sagði annar. „Hvort heldur Ólafur Ragnar gef- ur kost á sér áfram eða ekki. Dav- íð eru allir vegir færir. Held hann yrði fyrirtaks forseti.“ „Hætt við því að hann yrði í pólitískri spenni- treyju á Bessastöðum sem er auð- vitað ágætt út af fyrir sig.“ Kraftur Jóns og útgeislun Sigríðar „Jón Baldvin er kröftugur hug- sjónamaður sem á auðvelt með að hrífa fólk með sér. Mikill stjórn- vitringur og herramaður frá toppi til táar. Væri glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar í alþjóðasamfélag- inu,“ sagði einn aðdáandi Jóns Baldvins. Annar sagði: „Þá yrði loks gaman á Bessastöðum. Jón er náttúrlega eldklár, skemmtilegur og mikill sjarmör og svo á hann konu sem myndi halda veislur sem munað væri eftir. Sjónar- sviptir að þeim í útlöndum.“ „Er manna líklegastur til að taka af skarið og vera forseti með skoð- anir... Reffileg- ur og hress. Og ekki spillir nú hún Bryndís fyrir.“ S i g r í ð u r Dúna – „hún væri svona tveir fyrir einn því Friðrik Sophus- son maður henn- ar gæti hlaupið í skarðið ef svo ber undir.“ „Er ekki kominn tími til að fá flott þenkjandi manneskju í forseta- embættið? Vissulega hafði Vigdís margt til síns ágætis og er afskap- lega vönduð kona en hún bar það svolítið með sér að vera fórnar- lamb karlveldisins.“ „Hefur þá út- geislun sem þarf. Bæði snjöll og spræk og auk þess miklu fallegri en Ólafur okkar Grímsson.“ Júlíus Hafstein eða Páll Skúlason? Júlíus Hafstein er hugsanlega óvæntur á lista en: „Í alla staði viðeigandi á 100 ára afmæli heimastjórnar að svo glæsilega margreyndur fulltrúi ættarinnar hefjist til æðstu met- orða. Hann er maður sem læt- ur hlut- ina ger- ast, vel giftur og er meiri pólitískur ref- skákmaður en ferill hans gefur til kynna.“ Og: „Við þurfum fulltrúa bláa blóðsins í framboð. Erfitt er að hugsa sér forsetaframboð án þess að einhver Hafstein komi þar við sögu.“ Páll Skúlason rektor fær líka talsvert af stigum. „Mjög vel gerður og heilsteyptur einstak- lingur sem hefur líka sannað getu sína til að valda stóru verk- efni sem er rekstur Háskólans.“ „Honum er betur varið í Háskól- ann en hann væri örugglega mjög góður forseti. Og svo: „Hann er nógu tíðindalaus til að viðhalda lognmollunni um embættið.“) Hinn íslenski Hrói höttur Kaupsýslumaðurinn Björgúlf- ur Guðmundsson kemur sterklega til greina: „Akkúrat maður sem býður af sér allt sem á að fylgja forsetaefmbætti,“ segir aðdándi hans. „Fágaður maður í útliti og framkomu sem á glæsilega konu.“ „Hefur á sér yfirbragð hins ís- lenska Hróa hattar. Lítilmagninn sér í honum vonina um upprisu. Hann yrði hin lýsandi vonar- stjarna yfir Bessastöðum.“ Guðrún Agnarsdóttir lækn- ir er líka nefnd. „Hún hefur þennan Vigdísarsjarma sem ég sakna. ... kaus hana síðast. Kannski ólíklegt að hún gefi kost á sér aftur, en aldrei að vita.“ Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður er sagður geta komið Íslandi rækilega á kortið. „Er það ekki einmitt hlutverk for- setans?“ „Listamaður sem á von- andi eftir að blómstra aftur á rét- tri hillu í lífinu.“ Þorsteinn Páls- son sendiherra er sagður reyndur pólitíkus sem þekkir ýmsa í þess- um alþjóðlegu stjórnmálum. „Gæti komið sér vel.“ „Maður í fullu fjöri og kann á alla diplómasíuna sem starfinu hlýtur að fylgja. Rithöfundurinn Þráinn Bertelsson kemst á blað. „Alvöru maður á virðulegum aldri, verð- ugur fulltrúi alþýðunnar, mælsk- ur, ritfær og fyndinn.“ „Af vel kunnri ætt af Kjalarnesi sem hef- ur fyrir löngu sýnt að hann er manna hófstilltastur en jafnframt sniðugastur í samkvæmum. Það þarf húmor á Bessastaði.“ Gunnar Smári Egilsson ritstjóri höfðar til s u m r a . „ H e f u r kjark til að segja s a n n - leikann og þor til að ráðast gegn valdhroka og gerræði ríkjandi valdhafa.“ „Hann myndi gera eitthvað úr þessu embætti með vinstri um leið og hann sneri upp á hár sitt með þeirri hægri.“ Hvað gerir Ólafur Ragnar? Nú er spurt: Hver tekur slag- inn? Og: Mun sitjandi forseti fara aftur? Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú setið á forsetastóli í rúm sjö ár og samkvæmt því lýkur hann sínu öðru kjörtímabili á næsta ári. Í sextugsafmæli sínu 14. maí síðastliðinn, en þá notaði hann tækifærið og gekk í það heilaga með Dorrit Moussaieff, gaf hann út þá yfirlýsingu að hann hygðist taka sér sumarið til að hugleiða hvort hann myndi gefa kost á sér til að sitja þriðja kjör- tímabil sitt. Niðurstöðu sína hygð- ist Ólafur Ragnar kynna nú í haust. Til viðmiðunar má geta þess að forverar Ólafs Ragnars í embætti sátu flest lengur að Sveini Björnssyni (1944-1952) undanskildum en hann sat sat í átta ár, var kjörinn lýðveldisárið 24 21. september 2003 SUNNUDAGUR TOPP 10 LISTINN 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2. Davíð Oddsson 3. Jón Baldvin Hannibalsson 4. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 5.-6. Júlíus Hafstein 5.-6. Páll Skúlason 7.-10. Björgúlfur Guðmundsson 7.-10. Guðrún Agnarsdóttir 7. 10. Jakob Frímann Magnússon 7.-10. Þorsteinn Pálsson Eftir um það bil ár lýkur öðru kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta lýðveldisins. Ekkert liggur fyrir um hvort Ólafur hyggist gefa kost á sér aftur eða ekki. Fréttablaðið leitaði hugsanlegra frambjóðenda með fulltingi álitsgjafa. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Hver verður forseti Íslands? INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Fullkomlega frambærileg, reynd og glæsilegt forsetaefni. Á fallega fjölskyldu. Gæti sloppið út úr þessari óþægilegu stöðu sem hún lenti í eftir kosningarnar í vor með því að bjóða sig fram til forseta.“ DAVÍÐ ODDSSON „Hann hlýtur að velta því alvarlega fyrir sér. Færi vel um hann á Bessa- stöðum við ritstörf. Þetta er þægilegt innistarf og vel launað.“ SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR „Er ekki kominn tími til að fá flott þenkjandi manneskju í forsetaemb- ættið? Vissulega hafði Vigdís margt til síns ágætis og er afskaplega vönduð kona en hún bar það svolítið með sér að vera fórnarlamb karlveldisins.“ FORSETI ÍSLANDS, ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON. Lýsti því yfir að hann ætlaði að nota sumarið til að ákveða hvort hann myndi fara fram. Yfirlýsingar er að vænta nú í haust.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.