Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 30
30 21. september 2003 SUNNUDAGUR EIÐUR SMÁRI Var í liði Chelsea sem burstaði Úlfanna 5-0. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 SEPTEMBER Sunnudagur Ásgeir Elíasson: Skrýtið mót FÓTBOLTI „Þetta gekk ekki í dag en ég tel að við hefðum átt að vera búnir að bjarga okkur frá falli fyrr,“ segir Ásgeir Elíasson, þjálf- ari Þróttar, sem féll úr úrvals- deildinni í gær eftir 0-1 tap gegn Fram. Ásgeir sagði um mitt mót að hann teldi að 22 stig myndu nægja liðinu til að sleppa við fall en svo reyndist ekki vera. „Þetta er búið að vera mjög jafnt mót og KR tryggði sér titilinn allt of snemma. Það er í raun ótrúlegt að lið tryggi sér titilinn með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir,“ sagði Ásgeir. „Það sýnir kannski hvað þetta hefur verið skrýtið mót, allt öðruvísi en oft áður.“ Ásgeir á eitt ár eftir af samn- ingi sínum og á ekki von á öðru en að hann haldi áfram að stýra Þrótti. „Mér líkar vel hjá Þrótti, þetta er fínt starf og gott lið. Það er al- gjör synd að þetta lið hafi fallið því mér finnst það með betri lið- um á landinu. En ég á ár eftir af samningnum og á ekki von á öðru en að halda áfram. Við verðum að koma okkur upp úr 1. deildinni á næsta ári og verðum þá reynsl- unni ríkari og vel undir það búnir að koma aftur.“ ■ Fram bjargaði sér frá falli FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í gær þegar lokaumferð Íslands- mótsins hófst enda fimm lið sem gátu fallið úr úrvalsdeildinni og baráttan um Evrópusæti hörð. Valur og Fram voru í botnsætun- um með 20 stig, KA í því þriðja neðsta með stigi meira og Grindavík og Þróttur með 22 stig. Valsmenn byrjuðu vel gegn Fylki í Árbænum með marki frá Jóhanni Hreiðarssyni strax á 10. mínútu. Það hleypti vonarneista í stuðningsmenn Hlíðarendaliðs- ins en sá neisti slokknaði þó fljótt. Sævar Þór Gíslason jafn- aði leikinn fyrir Fylki og þannig var staðan í leikhléi. Eftir hlé sýndu Fylkismenn hvað í þeim býr, eftir heldur dapra leiki á undan, og skoruðu fimm mörk til viðbótar gegn einu marki Vals- ara. Lokatölur 6-2 fyrir Fylki og Valsmenn fallnir um deild. Fram og Þróttur áttust við í Laugardalnum í sannkölluðum botnslag. Kristján Brooks var hetja Framara þegar hann skor- aði úr seinustu spyrnu fyrri hálf- leiks. Þróttarar sóttu mun meira í seinni hálfleik en án árangurs. Fram fór með sigur af hólmi og bjargaði sér frá falli fimmta árið í röð. Þróttarar leika hins vegar í fyrstu deild að ári. Allt leit út fyrir að Grindvík- ingar myndu falla niður um deild þegar þeir lentu undir gegn KA-mönnum á heimavelli. Steinar Tenden skoraði mark KA-manna þegar um tíu mínút- ur voru liðnar af seinni hálfleik. Grindvíkingar sóttu talsvert meira það sem eftir lifði leiks og uppskáru mark á 88. mínútu þegar Sinisa Kekic kom knettin- um í netið og bjargaði Suður- nesjamönnum frá falli. FH-ingar eru á mikilli sigl- ingu þessa dagana. Þeir tóku Ís- landsmeistara KR í kennslu- stund á Kaplakrika. Guðmundur Sævarsson skoraði þrennu fyrir Fimleikafélagið en þeir Jónas Grani Garðarsson og Allan Borgvardt sitt markið hvor. KR-ingar léku tveimur mönn- um færri drjúgan hluta seinni hálfleiks en Sverrir Bergsveins- son og Garðar Jóhannsson fengu báðir að líta rauða spjaldið. Í Vestmannaeyjum áttust ÍBV og ÍA við. Stefán Þór Þórð- arson kom gestunum yfir en Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þetta var tíunda mark Gunnars Heiðars, sem hefur skorað jafn mörg mörk og Björgólfur Takefusa og Sören Hermansen úr Þrótti. ■ Eggert Stefánsson: Ekta botnslagur FÓTBOLTI „Þetta hafðist og var mikil barátta enda botnslagur,“ sagði Eggert Stefánsson, leik- maður Fram, eftir sigurleikinn gegn Þrótti í gær. Eggert var einn af bestu mönnum Framara í gær og stóð fyrir sínu í vörninni. Sigur Framara bjargaði þeim frá falli fimmta árið í röð. „Ég hélt að liðsmenn Vals myndu klára þetta miðað við hvernig þeir spiluðu í síðasta leik,“ sagði Eggert þegar hann frétti af því hverjir hefðu fallið um deild. ■ LOK SIN S, L OKS INS BOLTI & BJÓR í beinni í Vesturbænum MAN. UTD. - ARSENAL Húsið opnar kl. 14.00 Sun. 21. sept á risaskjá í Sunnusal Hótel Sögu Tilboð á hamborgurum og bjór  11.30 Ítarleg umfjöllun um íslensk- ar akstursíþróttir í Mótorsporti á Stöð 2. Umsjón hefur Birgir Þór Bragason.  11.30 Boltinn með Guðna Bergs er á Sýn.  12.50 Bein útsending frá leik Middlesbrough og Everton á Sýn.  14.50 Bein útsending frá leik Manchester United og Arsenal á Sýn.  17.00 Í Markaregni verða sýndir valdir kaflar úr leikjum síðustu umferðar í þýska fótboltanum.  17.35 Sýnt verður frá golfmóti í Bandaríkjunum á Sýn.  18.30 Sýnt verður frá golfmóti í Evrópu á Sýn.  19.15 ÍR og HK mætast í Austur- bergi í suðurriðli Remax-deildar karla.  19.15 Nágrannaslagur verður í Ás- garði þegar Stjarnan fær FH í heimsókn í suðurriðli Remax-deildar karla.  19.15 Selfoss mætir Breiðabliki í suðurriðli Remax-deildar karla.  19.20 Bein útsending frá leik Malaga og Real Madrid á Sýn.  21.30 Boltinn með Guðna Bergs er á Sýn. Grindavík: Á fimmtugs- aldri í marki FÓTBOLTI Þorsteinn Bjarnason, fyrr- um landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, stóð í marki Grindvíkinga í gær þegar þeir léku við KA í loka- umferð Landsbankadeildarinnar. Þorsteinn er 46 ára og lék síðast í efstu deild fyrir þrettán árum. Hann hefur verið varamarkvörður Grindvíkinga frá því að Ólafur Gottskálksson meiddist. Þorsteinn náði ekki að koma í veg fyrir að Steinar Tenden skoraði en Grindvíkingar jöfnuðu leikinn og björguðu sér frá falli. ■ ÁSGEIR ELÍASSON Býst við að halda áfram að stýra Þrótti þótt liðið hafi fallið um deild. SÁRT Þróttarar grétu í leikslok enda ljóst að þeir leika í 1. deild að ári. FRAMARAR FAGNA Framarar kættust á Laugardalsvelli í gær þegar þeir unnu Þróttara með einu marki gegn engu og björguðu sér frá falli fimmta árið í röð. Lokaumferð Íslandsmótsins fór fram í gær. Valur og Þróttur féllu úr úrvalsdeildinni. Framarar björguðu sér frá falli fimmta árið í röð. FH valtaði yfir KR á Kaplakrika. KARLAR LOKASTAÐA L U J T Stig KR 18 10 3 5 28:27 33 FH 18 9 3 6 36:24 30 ÍA 18 8 6 4 27:21 30 Fylkir 18 9 2 7 29:24 29 ÍBV 18 7 3 8 25:25 24 Grindavík 18 7 2 9 24:31 23 Fram 18 7 2 9 22:30 23 KA 18 6 4 8 29:27 22 Þróttur 18 7 1 10 27:29 22 Valur 18 6 2 10 24:33 20 ÚRSLIT 18. UMFERÐAR Fram - Þróttur 1-0 Fylkir - Valur 6-2 Grindavík - KA 1-1 ÍBV - ÍA 1-1 FH - KR 7-0 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.