Fréttablaðið - 21.09.2003, Side 31

Fréttablaðið - 21.09.2003, Side 31
31SUNNUDAGUR 21. september 2003 Hnefaleikanefnd ÍSÍ: Nefndin endurvakin HNEFALEIKAR Engilbert Olgeirs- son hefur verið skipaður formaður nýrrar hnefaleika- nefndar sem framkvæmda- stjórn ÍSÍ setti á fót í vikunni. Með honum í stjórn verða Bubbi Morthens, Guðjón Vilhelm og Konstantín Mikael Mikaelsson. Kristinn Reimarsson á skrif- stofu ÍSÍ mun svo starfa með nefndinni. Framkvæmdastjórnin leysti upp síðustu hnefaleikanefnd í mars síðastliðnum vegna trún- aðarbrests sem upp kom milli nefndarinnar og einstaklinga innan hennar. ■ Markahæstu menn: Björgólfur markakóngur FÓTBOLTI Björgólfur Takefusa úr Þrótti varð markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í ár með tíu mörk. Sören Hermansen, Þrótti, og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV, skoruðu jafn mörg mörk en léku einum leik meira en Björgólfur og hlýtur hann því gullskóinn. Björgólfur og Sören voru marka- hæstir fyrir lokaumferðina en hvor- ugum tókst að skora í gær. Gunnar Heiðar var búinn að skora níu mörk en bætti því tíunda við þegar hann jafnaði fyrir ÍBV gegn ÍA. Steinar Tenden úr KA varð fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk. Hann skoraði fyrir KA gegn Grindavík í gær. ■ SVEKKTIR Stuðningsmenn Þróttar voru svekktir þegar ljóst var að liðið var fallið. Þeir geta þó glaðst yfir því að eiga tvo markahæstu menn Íslandsmótsins. MARKAHÆSTU MENN ÍSLANDSMÓTSINS: Björgólfur Takefusa Þrótti 10 Sören Hermansen Þrótti 10 Gunnar H. Þorvaldsson ÍBV 10 Steinar Tenden KA 9 Versti ósigur KR í 81 ár FÓTBOLTI Tap KR í gær var stærsta tap Vesturbæjarliðsins í 81 ár. Árið 1922 tapaði KR 7-0 fyrir Fram, sem seinna varð Íslands- meistari. Þrjú lið tóku þátt í Ís- landsmótinu það ár. Ekkert lið hefur tapað jafn stórt sama ár og það varð Íslands- meistari. Árið 1992 urðu Skaga- menn meistarar en töpuðu á því tímabili fyrir Val 5-1. Guðmundur Sævarsson varð í gær fyrsti leikmaður Íslands- mótsins til að skora þrennu gegn KR síðan 1980. Þá skoraði Matthí- as Hallgrímsson öll mörk Vals- manna í 3-0 sigri. Sigur FH í gær var jafnframt stærsti sigur liðs- ins í efstu deild. ■ WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON Var að vonum ekki sáttur með sína menn í gær. Willum Þór Þórsson um tapið gegn FH: Hvorki hægt að réttlæta né útskýra FÓTBOLTI Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Íslandsmeistara KR, var að vonum ekki sáttur við sína menn eftir 7-0 tap gegn FH í Kaplakrika í gær. „Það þjónar engum tilgangi að tala um þetta. Á þessari stundu er best að segja sem minnst. Það er ekki hægt að réttlæta eða útskýra svona tap,“ sagði Willum Þór við Fréttablaðið í gær. KR-ingum hefur gengið afleit- lega síðan þeir tryggðu sér Ís- landsmeistaratitilinn, féllu meðal annars úr undanúrslitum bikar- keppninnar gegn FH og steinlágu svo í gær. Þetta var stærsta tap KR í 81 ár. „Ég get ekki verið sáttur með svona leik. Þetta bara gerðist og ég verð að lifa með því.“ ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.