Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 39
Tónlistarmaðurinn Daníel ÁgústHaraldsson býr í Brussel um þessar mundir. Um helgina var hann staddur hér á landi til að koma fram á útgáfutónleikum Bang Gang: „Ég er bara í stuttu stoppi því mér fannst ég verða að styðja við bakið á Barða frænda mínum með því að leggja honum lið á þessari mikilvægu stund,“ segir Daníel Ágúst. Þó ættartengsl séu á milli listamannanna tveggja hafa þeir ekki þekkst mjög lengi: „Við kynntumst í raun bara í gegnum tónlistina. Hann kallaði mig til sín og við náðum það vel saman að við gátum samið eitt skemmti- legt rokklag.“ Listamaðurinn Daníel Ágúst hefur ekki setið auðum höndum í Brussel: „Ég gerði þau leiðu mis- tök að sækja um styrk frá tón- skáldasjóði í mörg ár. Ég er nátt- úrlega alls ekki tónskáld í augum þeirra sem ákveða það hver er tónskáld og hver ekki. En svo sótti ég um laun úr listasjóði og fékk úthlutað launum í hálft ár. Þau hafa komið sér vel til að brauðfæða fjölskylduna og ég hef getað einbeitt mér að fyrsta einherjaverkefninu mínu.“ Daníel Ágúst er að leggja loka- hönd á sólóplötu þar sem öll lögin eru eftir hann: „Þetta er kammer- popptónlist. Ég er eini söngvarinn en hef fengið fullt af fólki til að spila á strengjahljóðfæri því ég kann það ekki sjálfur. Megnið af efninu er að verða tilbúið en ég klára plötuna með Biggs (Birgi Sigurðssyni) í október eða nóvem- ber. Svo þarf ég að finna plötunni heimili en ég er með tvo útsendara í Ameríku og þeir eru að leita að vænlegum útgefendum.“ Daníel Ágúst fer aftur til Bruss- el í dag og vonandi líður ekki á löngu þar til tónlist hans kemur fyrir eyru almennings. ■ Tónlist ■ Daníel Ágúst Haraldsson hefur í tæp tvö ár unnið að fyrstu breiðskífu sinni. Hann hefur búið í Brussel síðustu mánuðina en var á landinu um helgina. 39SUNNUDAGUR 21. september 2003 LJÓSBRÁ BALDURSDÓTTIR Með góð spil á hendi. Bridge yngir upp Þetta er átak og tilraun okkar tilað breyta ímynd íþróttarinn- ar,“ segir Ljósbrá Baldursdóttir, fræðslufulltrúi Bridgesambands- ins, sem vill sjá ungt fólk við bridgeborðin. Í því skyni hefur Bridgefélag Reykjavíkur stofnað klúbb fyrir unglinga og verður spilað í höfuðstöðvum Bridgesam- bandsins í Síðumúlanum öll mið- vikudagskvöld frá því um kvöld- matarleytið og fram til klukkan 23. Aðeins kostar 200 krónur að vera með: „Það hefur orðið allt of lítil endurnýjun í bridgeíþróttinni og kominn tími til að breyta ímynd- inni og sýna fólki fram á að bridge er ekki eingöngu tómstundagam- an fyrir eldra fólk. Allir eiga að geta spilað bridge,“ segir Ljósbrá sem sjálf byrjaði ung að spila, er fyrir löngu komin í landsliðið í bridge og er meðal fremstu spil- ara landsins. Liður í andlitslyftingu bridge- íþróttarinnar hér á landi er sam- komulag sem gert hefur verið við menntamálaráðuneytið um að bridge verði kennt til eininga í framhaldsskólum. Hafa þrír skól- ar þegar tekið bridge inn í nám- skrá sína; Fjölbrautaskólinn í Ár- múla, Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn. ■ Í stuttu stoppi á Íslandi DANÍEL ÁGÚST HARALDSSON Dvelur um þessar mundir í Brussel við tónsmíðar og upptökur á sólóplötu. Spil ■ Bridgespilarar vilja breyta ímynd íþróttarinnar og fá yngra fólk til að spila. Bridge er ekkert einkamál eldri borgara.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.