Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 4
4 22. september 2003 MÁNUDAGUR
Hefur haustið tekið völdin?
Spurning dagsins í dag:
Eru eignir á Íslandi að safnast á of
fáar hendur?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
19,7%
80,3%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Lettar greiða atkvæði um Evrópusambandið:
Allar þjóðirnar tíu hafa samþykkt aðild
VIRKJANAGERÐ Heilbrigðiseftirlit
Austurlands hefur hvað eftir ann-
að gert athugasemdir við ýmis-
legt sem enn er í ólestri í búðum
ítalska verktakafyrirtækisins
Impregilo. Að sögn Helgu Hreins-
dóttur framkvæmdastjóra hefur
stofnunin haft mikla biðlund
gagnvart starfsemi Ítalanna
vegna erfiðra aðstæðna.
„Það hefur ýmislegt vantað
upp á að allt sé eftir settum regl-
um. Sérstaklega höfum við tekið
fyrir mötuneyti starfsmanna, sem
eru fjögur talsins á svæðinu. Þar
hafa litlar efndir orðið þrátt fyrir
mikla pressu. Til stóð að loka því
stærsta í höfuðbúðunum vegna
þess að þar snæða yfir 300 manns
og öll aðstaða var langt fyrir neð-
an allar hellur. Sem betur fer kom
ekki til þess þar sem drifið var í
lagfæringum og ástandið er mun
betra núna. Vinna stendur yfir við
að breyta öðrum mötuneytum
þannig að allt falli undir hollustu-
reglur.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að starfsmenn stærsta
mötuneytisins séu aðeins fjórir
talsins og fái litla hvíld enda mik-
ið verk að elda mat og útbúa kaffi
fyrir fleiri hundruð manns á degi
hverjum. Þrátt fyrir að starfsað-
staðan sé mun betri en hún var
vantar enn upp á að hún geti talist
góð.
Helga sagði aðstæður að
mörgu leyti slæmar fyrir Impreg-
ilo. „Skólpræsismál hafa verið í
ólagi en það er ekki fyrir kæru-
leysi heldur hefur sá búnaður sem
settur var upp ekki reynst sem
skyldi þrátt fyrir að okkar leið-
beiningum hafi verið fylgt út í
æsar. Einnig þarf að bora eftir
öllu vatni sem notað er og síðast
en ekki síst eru Ítalarnir óvanir
því að sækja þurfi nauðsynlega
hluti svo langt sem raunin er, og
það er það sem þeir kvarta sárast
undan. Það verður enn meira
vandamál þegar veturinn leggst
yfir með válynd veður og erfiðari
færð.“
albert@frettabladid.is
LETTLAND, AP Lettar samþykktu
inngöngu landsins í Evrópusam-
bandið með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða í þjóðaratkvæða-
greiðslu um helgina.
Um 67% kjósenda greiddu at-
kvæði með aðild en 32% höfnuðu
inngöngu landsins í sambandið.
Kjörsókn var 72% sem er lítið eitt
meira en í síðustu þingkosningum
í landinu.
Mest var andstaðan við aðild í
Daugavpils, næststærstu borg
Lettlands, þar sem Rússar eru
meirihluti íbúanna.
Áformað er að tíu lönd gangi í
Evrópusambandið í maí á næsta
ári. Malta, Slóvenía, Ungverja-
land, Pólland, Tékkland, Slóvakía,
Litháen og Eistland höfðu þegar
samþykkt aðild að sambandinu í
þjóðaratkvæðagreiðslum og voru
Lettar því síðastir í röðinni.
Stjórnvöld á Kýpur hafa einnig
samþykkt aðild en þar var málið
ekki borið undir þjóðina.
Lettar, sem eru um 2,3 milljón-
ir, eru fátækastir þjóðanna tíu. ■
HERÆFING
Á fjórða hundrað bandarískir hermenn
hafa fallið í Írak síðan stríðið hófst.
Sprengjuárásir í Írak:
Þrír her-
menn fórust
BAGDAD, AP Tveir bandarískir her-
menn létu lífið og þrettán særðust
þegar sprengjum var varpað á
tjaldbúðir hersins í Abu Ghraib-
fangelsinu í útjaðri Bagdad. Fang-
arnir sluppu allir ómeiddir.
Annar bandarískur hermaður
fórst þegar hann ók yfir sprengju
skammt frá bænum Ramadi.
Alls hafa 303 bandarískir her-
menn farist í Írak síðan stríðið
hófst. Rúmlega helmingur þeirra
hefur fallið eftir að George W.
Bush Bandaríkjaforseti lýsti
stríðinu formlega lokið. ■
BYGGÐ VERÐA UNDIRGÖNG
Hér má sjá hvernig Reykjanesbrautin
verður færð til á meðan á framkvæmdum
stendur.
Hafnarfjörður:
Reykjanes-
braut færð til
FRAMKVÆMDIR Í vikunni verður
hluti Reykjanesbrautar rétt ofan
við gatnamótin við Lækjargötu og
Hlíðarberg færður til á meðan
unnið er að undirgöngum. Það eru
Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær
sem standa að framkvæmdunum.
Ljúka á uppsteypu undirganga í
desember á þessu ári en reiknað
er með að umferð verði á bráða-
birgðaveginum frá 6. október til
19. janúar á næsta ári. ■
Reikningar finnast á bæjarstjóraskrifstofu:
Greitt úr bókhaldsóreiðu
VESTMANNAEYJAR Týndir reikningar
fyrir milljónir króna vegna Þróun-
arfélags Vestmannaeyja hafa að
undanförnu óvænt skotið upp koll-
inum á skrifstofu bæjarstjórans og
skrifstofu Þróunarfélagsins.
„Þetta eru reikningar sem ekki
fóru í þann farveg sem þeir áttu að
fara í starfsemi Þróunarfélagsins.
Ég kann ekki skýringu á því,“ segir
Bergur Elías Ágústsson, sem tók
við starfi bæjarstjóra í Vestmanna-
eyjum í júlí.
Jafnframt bæjarstjórastarfinu
er Bergur framkvæmdastjóri Þró-
unarfélagsins. Sem slíkur vinnur
hann nú að því að loka félaginu.
Hann segir reikningana óvæntu
hafa fundist þegar verið var að
hreinsa út á skrifstofu félagsins.
Einnig hafi hann fundið reikninga í
sínu eigin borði á bæjarstjóraskrif-
stofunni. Hann segir suma reikning-
ana hafa verið greidda en aðra ekki.
Greiða þurfi úr flækjunni og koma
svo öllu fyrir í bókhaldinu eins og
lög geri ráð fyrir. Bergur vill ekki
skýra nákvæmlega frá því hvers
eðlis nýfundnu reikningarnir eru.
Hann upplýsir þó að sumir séu
vegna flutningskostnaðar og aðrir
frá sýslumanni vegna skatta og op-
inberra gjalda. „Því miður liggur
fyrir að hér er um ámælisverða
bókhaldsóreiðu að ræða,“ segir
hann.
Aðspurður hvort fjármálum og
bókhaldi Þróunarfélagsins verði
vísað til lögreglu segir Bergur ekki
sitt að meta það:
„Málið verður borið undir stjórn
Þróunarfélagsins. Þetta er leiðin-
legt fyrir Vestmannaeyjar og alla
sem að málinu hafa komið. Aðalat-
riðið er að klára þessa sorgarsögu
og að menn læri af reynslunni,“ seg-
ir bæjarstjórinn. Bergur áætlar að
sögu Þróunarfélagsins ljúki í októ-
ber. Hann játar því að niðurstaðan
úr dæminu muni verða „stór mínus“
en vill að svo stöddu ekki segja til
um stærðargráðuna.
„Menn hafa ekki borið gæfu til
að taka á þessu máli fyrr. Nú er ver-
ið að gera það og koma á starfsemi
sem getur verið þátttakandi í að
byggja upp atvinnulíf í Vestmanna-
eyjum. Ég efast ekki um að þegar
fram í sækir muni menn hér snúa
bökum saman,“ segir Bergur. ■
Herskáir hirðingjar:
Myrtu 30
þorpsbúa
ÚGANDA, AP Vopnaðir nautgripaþjóf-
ar skutu að minnsta kosti 30 manns
til bana í þorpi í norðausturhluta
Úganda. Flest fórnarlömbin voru
konur og börn.
Mennirnir réðust inn í þorpið um
hábjartan dag og hófu að skjóta á
íbúana. Erindi mannanna var að
stela nautgripum en að sögn vitna
skutu þeir hvern sem fyrir þeim
varð. Óttast er að fleiri lík eigi eftir
að finnast í skóginum umhverfis
þorpið en þangað flúðu margir hel-
særðir.
Ódæðismennirnir tilheyra hirð-
ingjaættbálknum Karamojong sem
er alræmdur fyrir árásir af þessu
tagi. Úgandski herinn hefur gert til-
raunir til að afvopna ættbálkinn en
án teljandi árangurs. ■
FORSETINN SKÁLAR
Vaira Vika-Freiberga (t.h.), forseti Lettlands,
brosir og lyftir glasi eftir að úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar hafa verið kunngjörð.
FRÁ KÁRAHNJÚKUM
Impregilo hefur fengið frest eftir frest til að koma ýmsum heilbrigðismálum í lag.
Lagfæringar
ganga treglega
Verulega vantar upp á að starfsemi Impregilo við Kárahnjúka sé eftir
settum reglum. Einungis eftir að til stóð að innsigla mötuneyti aðalbúða,
eftir ítrekaðar áminningar, var hlaupið til og málum kippt í liðinn.
VESTMANNAEYJAR
„Þetta eru reikningar sem ekki fóru í þann farveg sem þeir áttu að fara í starfsemi Þróun-
arfélagsins. Ég kann ekki skýringu á því,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sem tók við starfi
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í júlí, um reikninga sem nú hafa fundist óvænt.
HESTAKERRA FAUK Á Selfossi
tókst stór hestakerra á loft og
fauk á ljósastaur. Staurinn lagðist
niður og hestakerran skemmdist
talsvert. Lögregla þar fékk
einnig tilkynningar um að þak-
plötur hefðu fokið af á Selfossi
eða í Hveragerði.
VINNUPALLAR HRUNDU Í Vest-
mannaeyjum var talsverður vind-
ur og nokkuð um smárusl sem
fauk um bæinn. Vinnupallar sem
voru við Framhaldsskólann
hrundu í verstu kviðunni og var
það mesta tjónið vegna veðursins.
FÁ SKIP Á SJÓ Tilkynningarskyld-
an vissi af 83 skipum á sjó um há-
degisbilið. Engir fiskibátar voru
úti enda bræla á öllum miðum.
FOK Á ÍSAFIRÐI Mikill vind-
strekkingur var á Ísafirði. Varð
talsvert vart við rusl sem fauk
um bæinn og varð smávægilegt
eignatjón þegar mark af knatt-
spyrnusvæði bæjarins fauk á bif-
reið í grenndinni.
VANDRÆÐI Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI
Lögregla, björgunarsveitir og
starfsmenn Vegagerðarinnar
stóðu í ströngu á Holtavörðuheiði
en þar var aftakaveður fram eftir
degi. Lentu margir ökumenn í
vandræðum, þar á meðal nokkrir
bílar erlendra ferðamanna sem
treystu sér ekki til að halda för
sinni áfram enda kafaldsbylur og
hálka á veginum.
TOGARI HÆTT KOMINN Með snar-
ræði tókst björgunarsveitinni á
Sauðárkróki að koma í veg fyrir
að rækjutogari losnaði frá
bryggju. Eftir ítrekaðar tilraunir
tókst að festa bátinn tryggilega.