Fréttablaðið - 22.09.2003, Síða 6
6 22. september 2003 MÁNUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 78,39 -0,56%
Sterlingspund 127,43 0,17%
Dönsk króna 11,91 -0,43%
Evra 88,53 -0,39%
Gengisvísitala krónu 125,90 -0,08%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 993
Velta 31.215 milljónir
ICEX-15 1.826 0,34%
Mestu viðskiptin
Sjóvá-Alm. tryggingar hf 9.291.074.502
Íslandsbanki hf. 9.009.298.316
Fjárf. Straumur hf 4.042.096.617
Mesta hækkun
Marel hf. 4,10%
Síldarvinnslan hf. 3,85%
Samherji hf. 2,08%
Mesta lækkun
Nýherji hf. -3,16%
Fiskmarkaður Íslands hf. -2,56%
Jarðboranir hf. -1,18%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ 9.644,8 -0,1%
Nasdaq 1.905,7 -0,2%
FTSE 4 .257,0 -1,3%
DAX 3.578,7 -0,9%
NK50 1.419,4 0,1%
S&P 1.036,3 -0,3%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Íslandsmeistarar KR í knattspyrnufengu slæma útreið á laugardag í loka-
leik sínum á Íslandsmótinu í ár. Gegn
hverjum léku þeir og hvernig fór leikurinn?
2Landsbanki Íslands hefur leikið lykil-hlutverk á síðustu vikum í uppstokkun
í viðskiptalífinu. Hvað heita bankastjórar
Landsbankans?
3Hver leikur Mikka ref í nýrri upp-færslu Þjóðleikhússins á Dýrunum í
Hálsaskógi?
Svörin eru á bls. 26
Stefna Vegagerðinni:
Bláhornið einangrað
VERSLUN „Við erum með lokað enda
er engin aðkoma lengur fyrir við-
skiptavini,“ segir Ólafur Gíslason,
einn eigenda söluturnsins Blá-
hornsins við Smiðjuveg í Kópa-
vogi. Ólafur segir að á fimmtudag
í síðustu viku hafi borist dreifi-
miði um að framkvæmdir myndu
hefjast tveimur dögum síðar.
Þetta gekk eftir og allt var sund-
urgrafið í kringum Bláhornið. Þar
með hrundu viðskiptin.
„Öll viðskipti voru þar með í
uppnámi. Það er óeðlilegt að bæj-
arfélag komist upp með að loka á
svona rekstur með engum fyrir-
vara,“ segir Ólafur. Það komu þrír
viðskiptavinir á laugardag í stað
nokkurra hundruða, eins og
venjan er að komi á laugardegi,“
segir Ólafur.
Hann segir að vitað hafi verið
að framkvæmdir myndu hefjast
við söluturninn en eigendur hafi
verið fullvissaðir um að þær
myndu ekki hefjast fyrr en um
miðjan október og ljúka í byrjun
nóvember. Hann segist hafa
spurst fyrir um málið fyrir tveim-
ur vikum en þá fengið þau svör að
ekki stæði annað til en að hefja
framkvæmdir í október. „Við
erum búnir að stefna Kópavogs-
bæ og Vegagerðinni. Krafan er sú
að teknar verði upp viðræður um
bætur til okkar. ■
Kópavogsbær efast um
vald úrskurðarnefndar
STJÓRNSÝSLA Kópavogsbær telur
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála fara út fyrir vald-
svið sitt og vera óþolandi svifa-
seina. Þetta
kemur fram í
kvörtun sem
Sigurður Geir-
dal bæjarstjóri
sendi umhverf-
isráðuneytinu.
Sigurður seg-
ir mikinn málafjölda ekki réttlæta
þann seinagang sem verið hafi á
afgreiðslu mála hjá úrskurðar-
nefndinni . „Dæmi eru um að bæj-
arfélaginu berist ekki upplýsing-
ar um að málum hafi verið skotið
til nefndarinnar fyrr en nær
tveimur árum eftir að kæra er
lögð fram,“ segir hann.
Bæjarstjórinn minnir á að
nefndin hafi í mesta lagi þriggja
mánaða frest til að kveða upp úr-
skurði: „Gangur mála er ekki síð-
ur óþolandi fyrir hinn almenna
borgara.“
Einnig segir Sigurður að úr-
skurðarnefndin hafi farið út fyrir
valdsvið sitt með því að fella úr
gildi deiliskipulag fyrir Lindir IV í
Kópavogi á grundvelli atriða sem
sá sem kærði skipulagið hafði ekki
byggt á. Ámælisvert sé að úr-
skurður um Lindir IV sé kveðinn
upp í febrúar en berist bænum
ekki fyrr en fyrir skömmu: „Við
þessi vinnubrögð verður ekki
unað.“
Umhverfisráðuneytið fram-
sendi kvörtun
Kópavogsbæjar til
sjálfrar úrskurð-
arnefndarinnar.
Hjalti Stein-
þórsson, fram-
k v æ m d a s t j ó r i
nefndarinnar, seg-
ir í svari sínu að
mannleg mistök
hafi valdið því að
K ó p a v o g s b æ r
frétti ekki af áður-
nefndri kæru fyrr en nær tveimur
árum eftir að hún var lögð fram.
Mál hafi safnast fyrir og af-
greiðslutími stöðugt lengst vegna
mikils málafjölda. Snemma árs
2002 hafi „loks“ fengist heimild
umhverfisráðuneytisins til að ráða
annan lögfræðing og í vor heimild
til að ráða þriðja lögfræðinginn,
tímabundið í eitt ár. Afgreiðslutími
muni styttast þó ekki komi til
greina að breyta því vinnulagi „að
rannsaka hvert mál af kostgæfni“.
Hjalti segir rangt að úrskurð-
arnefndin hafi farið út fyrir
valdsvið sitt með því að byggja
á atriðum sem kærandi í Lindar-
málinu hafi ekki nefnt. Nefndin
hafi bæði leiðbeiningarskyldu
og rannsóknarskyldu. Ekki sé
rétt að nefndur úrskurður um
Lindir hafi ekki verið sendur
fyrr en seint og um síðir. Hann
hafi verið sendur samdægurs í
tölvupósti.
gar@frettabladid.is
FRÍTT Í STRÆTÓ Í DAG
Menn eru hvattir til að skilja bílinn eftir
heima og slaka vel á með bók í hönd á
leið í vinnu.
Frítt í strætó í dag:
Bók við
hvert sæti
SAMGÖNGUR Lok evrópskrar sam-
gönguviku eru í dag og lýkur
henni með bíllausum degi um alla
álfuna. Af því tilefni mun Strætó
bs. bjóða öllum frítt í vagnana. Á
meðan menn sitja og láta fara vel
um sig á leið í vinnu geta þeir lit-
ið í bók sem verður í hverju sæti.
Það er Edda útgáfa sem býður upp
á þá andlegu skemmtun.
Ásgeir Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs. segir
Strætó hafa tekið þátt í Evrópskri
samgönguviku en hápunkturinn
sé að bjóða öllum frítt í vagnana.
„Við vonum sannarlega að fólk
skilji bílana eftir heima og noti
þetta tækifæri til að láta fara vel
um sig og slaka á. Íslendingar
hafa verið afskaplega latir við að
taka strætó og greinilega ekki átt-
að sig á hve þægilegt það er,“ seg-
ir Ásgeir.
Áður hafa bækur verið til stað-
ar í vögnunum í samvinnu við
Eddu útgáfu og reyndist það mjög
vel að sögn Ásgeirs. „Það er okkar
stóra verkefni að endurskoða leið-
arkerfið einmitt með það fyrir
augum að það verði skilvirkt
þannig við komum fólki vel og
fljótt á milli staða. Eitt af því er að
auka tíðnina á álagstímum. Það
þýðir ekki að berja hausnum við
steininn því ef enginn vill koma er
eitthvað að,“ segir Ásgeir. ■
Á FLÆÐISKERI
Ólafur Gíslason, einn eigenda Bláhornsins, segir að framkvæmdir Kópavogsbæjar og
Vegagerðar kosti reksturinn hátt í tvær milljónir króna. Með Ólafi á myndinni er
eiginkona hans Guðborg Ómarsdóttir, og Jón Eiríksson, eigandi hússins, er lengst
til hægri á myndinni.
SIGURÐUR
GEIRDAL
Gangur mála er
óþolandi, segir
bæjarstjórinn í
Kópavogi.
Kópavogsbær gagnrýnir Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála harðlega fyrir seinagang
og fyrir að fara út fyrir valdsvið sitt. Nefndin segist starfa innan valdsviðs síns. Rétt sé þó að mál
hafi dregist vegna manneklu hjá nefndinni. Það sé að leysast með auknum mannafla.
„Við þessi
vinnubrögð
verður ekki
unað.
KÓPAVOGUR
Framkvæmdastjóri Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála segir ekki koma til greina að breyta því vinnulagi sem nefndin hafi að
rannsaka hvert mál af kostgæfni.
Átök í Breiðholti:
Einn á
slysadeild
LÖGREGLUMÁL Hópum manna af ís-
lenskum og erlendum uppruna
laust saman við verslun Select í
Breiðholti. Var beitt hafnabolta-
kylfum og hnífum í átökunum og
var einn fluttur á slysadeild með
smávægilegan skurð.
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem
hópar Íslendinga og fólks af er-
lendum uppruna eiga í átökum í
Breiðholti og hefur lögreglan mikl-
ar áhyggjur af sífellt ægilegri
vopnaburði þessara aðila. ■
VÍSITALA BYGGINGARKOSTNAÐAR
Reiknuð eftir verðlagi um miðjan
september er vísitala byggingar-
kostnaðar 287,3 stig og hækkar um
0,51% frá fyrri mánuði. Sam-
kvæmt Hagstofu Íslands hefur vísi-
talan hækkað um 3,6% síðasta ár
■ Vísitala
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M