Fréttablaðið - 22.09.2003, Qupperneq 8
8 22. september 2003 MÁNUDAGUR
■ Dómsmál
Lof sé Pútín
„Og helzta afrek Pútíns Rúss-
landsforseta virðist vera að
snúa þeirri þróun við.“
Leiðarahöfundur hefur áhyggjur af því að þróun
íslensks viðskiptalífs líkist því sem gerðist í
Rússlandi. Morgunblaðinu, 21. september.
Leiðréttum þetta á þingi
„Því má aldrei gleyma – og það
á ekki sízt við um alla þá sem
mest koma við sögu í svipting-
um samtímans – að Alþingi Ís-
lendinga hefur síðasta orðið.“
Leiðari Morgunblaðsins, 21. september.
Kannski kominn tími til?
„Þótt Eimskip væri hlutafélag
að forminu var því í upphafi
ekki ætlað að skapa eigendum
sínum sérstakan fjárhagslegan
ágóða.“
Guðmundur Magnússon um Eimskip.
Fréttablaðinu, 21. september.
Orðrétt
Albínóagórillan Snjókorn er dauðvona:
Sú eina sinnar tegundar í heiminum
BARCELONA, AP Gestum hefur fjölgað
verulega í dýragarðinum í
Barcelona á Spáni síðan tilkynnt
var að albínóagórillan Copito de
Nieve væri dauðvona. Górillan,
sem talin er vera sú eina sinnar
tegundar í heiminum, þjáist af húð-
krabbameini og á aðeins fáeina
mánuði eftir ólifaða, að sögn dýra-
lækna.
Vegna litarhaftsins er Copito de
Nieve, eða Snjókorn, eins og nafn
hans útleggst á íslensku, afar við-
kvæmur fyrir geislum sólarinnar.
Hann greindist með húðkrabba-
mein árið 2001 og þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir dýralækna tókst ekki
að stöðva framgang sjúkdómsins.
Copito er talinn vera nálægt fer-
tugu en í sínum náttúrulegu heim-
kynnum ná górillur aðeins um 25
ára aldri.
Albínóagórillur eru afar sjald-
gæfar og er Copito sú eina sem vit-
að er um í heiminum. Hann hefur
getið af sér 22 afkvæmi en ekkert
þeirra hefur erft litarhaft hans. Að
sögn borgaryfirvalda er Copito
mikilvægur hluti af ímynd
Barcelona og eru uppi áform um að
minnast hans með því að nefna
götu í höfuðið á honum. ■
Nemendafélög fá ekki
úthlutað kennitölu
FÉLÖG Stúdentaráð Háskóla Ís-
lands undirbýr nú stjórnsýslu-
kæru vegna úrskurðar Fyrir-
tækjaskrár ríkisskattstjóra sem
synjaði beiðni nýstofnaðs félags
fornleifafræði-
nema um útgáfu
kennitölu. Ný lög
um fyrirtækja-
skrá tóku gildi 1.
júlí sl. og með
þeim var rekstur
skrárinnar, og
vald til úthlutun-
ar kennitala til
félaga, fært frá
Hagstofu Íslands
til embættis Rík-
isskattstjóra.
Beiðninni var hafnað á þeim
forsendum að ekki fengist séð
af samþykktum félagsins að því
væri ætlað að fara með eigna-
umsýslu eða stunda atvinnu-
starfsemi. Vegna úrskurðar Rík-
isskattstjóra er Félagi fornleifa-
fræðinema ókleift að stofna
bankareikning því kennitala er
forsenda þess að lögaðilar geti
komið á fót viðskiptareikning-
um hjá bankastofnunum. Davíð
Gunnarsson, formaður Stúd-
entaráðs, segir að þröng túlkun
Ríkisskattstjóra á lögunum geti
haft ýmis óæskileg áhrif. „Það
er áhyggjuefni ef fólk sem vill
stofna félög þarf að reka þau á
sína persónulegu ábyrgð, á sín-
um eigin kennitölum. Þetta er
t.a.m. ákaflega erfitt þegar um
nemendafélög er að ræða þar
sem stjórnarskipti eru tíð og
mikilvægt að ákveðin formfesta
sé á rekstrinum,“ segir hann.
Í kæru Stúdentaráðs er því
haldið fram að túlkun Ríkis-
skattstjóra á lögum um fyrir-
tækjaskrá geri það að verkum
að í raun sé ekki mögulegt að
stofna ný áhugamannafélög og
það hljóti að vera „óæskilegt í
nútímalýðræðissamfélagi“. Þá
nefnir Stúdentaráð í kæru sinni
að í greinargerð með lögum um
fyrirtækjaskrá nr. 17/2003 sé
sérstök áhersla lögð á að túlkun
á lögunum sé rúm. Þar segir að
„húsfélög, veiðifélög, og önnur
lögbundin samtök, ýmiss konar
hugsjónafélög og anna[r] form-
bundinn félagsskap[ur] einstak-
linga um tiltekna eign eða eign-
ir“ séu þess eðlis að óheppilegt
sé að einstaklingar í forsvari
þurfi að axla fjárhagslega
ábyrgð. Í greinargerðinni segir
svo: „Því er nauðsynlegt að fyr-
irtækjaskrá hafi talsvert svig-
rúm til skráningar, þegar svo
háttar sem að framan greinir,
þótt ekki sé um eiginlegan fyrir-
tækjarekstur að ræða.“
thkjart@frettabladid.is
Ríkisskattstjóri um
fyrirtækjaskrá:
Forráða-
menn stofni
reikninga
FÉLÖG Indriði H. Þorláksson rík-
isskattstjóri segir að embættið
hafi það hlutverk að framfylgja
lögum um fyrirtækjaskrá og
segir að gagnvart ríkisskatt-
stjóraembættinu snúist málið
ekki um úthlutun kennitölu
heldur hvort viðkomandi félög
eigi erindi á fyrirtækjaskrá.
Hvað varðar áhugamannafélög
segir Indriði: „Viðkomandi félag
þarf ekki að vera með kennitölu.
Ef forráðamaður eða forsvars-
maður er með kennitölu er það
fullnægjandi [til að stofna
bankareikning]. Um leið og fé-
lag er farið að vera með starf-
semi, rekstur eða þess háttar, og
ef félagsskapur er farinn að
greiða laun, þá eru komnar
skattalegar skyldur.“ Þegar
rekstur félags er orðinn svo um-
fangsmikill ætti ekki að reynast
erfitt að fá úthlutað kennitölu. ■
YASSER ARAFAT
Ahmed Qureia, verðandi forsætisráðherra
Palestínumanna, bendir á að Arafat gegni
lykilhlutverki í friðarferlinu fyrir botni Mið-
jarðarhafs og hvetur Bandaríkjamenn til að
líta á hann sem bandamann.
Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna:
Vísa ályktun
á bug
JERÚSALEM, AP Ísraelsk stjórnvöld
hafa vísað á bug ályktun Allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna þar
sem þess er krafist að þau dragi
til baka hótanir sínar um að „fjar-
lægja“ Yasser Arafat, leiðtoga
Palestínumanna.
Ályktunin var samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
í Allsherjarþinginu fáeinum dög-
um eftir að Bandaríkin beittu
neitunarvaldi gegn sams konar
ályktun í Öryggisráðinu. Í ályktun
Allsherjarþingsins voru sjálfs-
morðsárásir Palestínumanna
gegn Ísraelum fordæmdar en þó
ekki aðgerðir einstakra samtaka
eins og Bandaríkjamenn höfðu
krafist. ■
NEFBROT Í SJALLANUM Átján ára
piltur hefur verið dæmdur í 30
daga skilorðsbundið fangelsi yfir
að skalla annan mann í andlitið
og nefbrjóta í Sjallanum á Akur-
eyri. Pilturinn, sem hafði greitt
fórnarlambinu 77 þúsund króna
bætur, játaði brot sitt.
UNNU SKEMMDIR Á SUMARHÚSI
Átján ára piltur hefur játað að
hafa haldið fjölmennt samkvæmi
í óleyfi í sumarbústað sem Verk-
stjórafélagið á að Vatnsenda í
Ólafsfirði. Honum hafði verið
synjað um leigu á bústaðnum.
Miklar skemmdir voru unnar í
húsinu. Vegna ungs aldurs pilts-
ins var refsingu frestað.
ALBÍNÓAGÓRILLAN SNJÓKORN
Yfirmenn dýragarðsins í Barcelona hafa
hvatt fólk til þess að koma að kveðja
Copito de Nieve.
SYNJAÐ
Félagi fornleifafræðinema var synjað um út-
hlutun kennitölu. Stúdentaráð vinnur að
stjórnsýslukæru vegna málsins.
Stúdentaráð hefur lagt fram stjórnsýslukæru því Ríkisskattstjóri synjar nemendafélögum um
skráningu. Í greinargerð með nýjum lögum er sérstaklega talað um að veitt sé aukið svigrúm til
starfsemi frjálsra félagasamtaka.
DAVÍÐ
GUNNARSSON
Formaður
Stúdentaráðs
Háskóla Íslands.
Búða- og Stöðvarhreppur – Austurbyggð:
Yfirburðasigur framsóknarmanna
SVEITARSTJÓRNIR Framsóknar-
flokkurinn sigraði í kosningum
sem fram fóru á laugardag í
nýju sameinuðu sveitarfélagi
Búðahrepps og Stöðvarhrepps.
Nafnið Austurbyggð hlaut flest
atkvæði í kosningu um nafn á
nýja sveitarfélagið.
Tveir listar voru boðnir fram
í kosningunni. Listi Framsókn-
arfélaga Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvarfjarðar hlaut 288 at-
kvæði, eða 69,4 prósent. Listi
Samfylkingarinnar og óháðra
hlaut 127 atkvæði, eða 30,6 pró-
sent.
Nafnið Austurbyggð fékk 166
atkvæði, Búða- og Stöðvar-
hreppur 147 atkvæði, Suður-
fjarðabyggð 52 atkvæði og Sjáv-
arbyggð 40 atkvæði.
„Helsta verkefnið er að halda
áfram stritinu. Það þarf að end-
urskipuleggja starfsmannamál-
in. Það þarf líka að hrista saman
fólkið þannig að það upplifi sig
sem eitt samfélag á einu svæði,“
segir Guðmundur Þorgrímsson,
oddviti framsóknarmanna.
Þrátt fyrir að nafnið Austur-
byggð hafi fengið flest atkvæði er
óvíst að það verði nafn nýja sveit-
arfélagsins. „Sveitarstjórn ákveð-
ur nafnið og mun reyna að koma
því til leiðar að vilji íbúanna fái að
ráða. En þar þurfum við að eiga
við Örnefnanefnd sem ekki gat
lagt blessun sína yfir þetta nafn
fyrir kosninguna.“ ■
AUSTURBYGGÐ HEITIR ÞAÐ
Framsóknarmenn unnu kosningar í sameinuðu sveitarfélagi sem fékk nafnið Austurbyggð.
FÍKNIEFNAMÁL Á BLÖNDUÓSI
Lögreglan á Blönduósi handtók
mann sem var með fíkniefni í
fórum sínum. Viðurkenndi mað-
urinn að efnin hefðu verið ætluð
til sölu á Blönduósi. Einnig
fundust fíkniefni í bíl sem
stöðvaður var á leið norður í
land. Var það efni til einka-
neyslu.
■ Lögreglufréttir