Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 9

Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 9
9MÁNUDAGUR 22. september 2003 SÍMINN INTERNET … á enn meiri hra›a fyrir sama ver› Vi›skiptavinir Símans fá nú háhra›a internettengingu me› 1536 Kb/s flutningshra›a á sama ver›i og 512 Kb/s kostu›u á›ur. Ekkert stofngjald til og me› 20. september. flú getur gert fla› hvar sem erflrá›laust internet Kynntu flér sérsni›nar internetlausnir í næstu verslun Símans og á siminn.is. N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 0 1 7 5 Tilbo› á flrá›lausu Interneti: A›eins 2.490 kr. Innifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía Tilbo›i› mi›ast vi› 12 mána›a áskrift a› ADSL 1500 tengingu hjá Símanum Internet. ATH. Áskriftarlei›in ADSL 512 ver›ur felld ni›ur og núverandi áskrifendur a› fleirri lei› færast sjálfkrafa í ADSL 1500. ADSL 1500 Fleiri konur en karlar starfa við skóla á framhaldsskólastigi: Rúmlega 80 prósent skólameistara karlar SKÓLAMÁL Um 54% starfsmanna skóla á framhaldsskólastigi eru konur, en af 36 skólameisturum framhaldsskóla eru 29 karlar, eða 81%. Aðstoðarskólameistarar eru 27, þar af 22 karlar eða 81%. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru starfs- menn skóla á framhaldsskólastigi 2.200 í mars 2002, þar af tæplega 1.600 við kennslu. Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunar- störfum en þegar kynjahlutfall starfsmanna á skrifstofu, við ræstingar eða þjónustu eru skoð- uð snýst það við. Þar er hlutur kvenna á bilinu 73% til 84%. Alls starfa 1.572 af um 2.200 starfsmönnum skólanna við kennslu. Þótt konur séu fjölmenn- ari í heildina starfa fleiri karlar við kennslu en konur. Um 54% kennara eru karlar og 46% konur. Næstum þrír af hverjum fjór- um kennurum eru 40 ára og eldri. Um 76% starfsfólks við kennslu hefur lokið fyrsta prófi á háskóla- stigi og um 73% þeirra sem störf- uðu við kennslu í mars árið 2002 höfðu kennsluréttindi. Gögnin sem Hagstofan vann þessar tölur úr eru fengin frá Fjársýslu ríkis- ins og frá skólunum. ■ KONUR Í MINNIHLUTA Þótt fleiri konur starfi við framhaldsskólana í heildina en karlar starfa fleiri karlar við kennslu en konur. Um 54% kennara eru karlar og 46% konur. Baráttan gegn malaríu: Gates gefur milljarða MÓSAMBÍK, AP Bill Gates, stjórnar- formaður Microsoft, segist ætla að gefa sem svarar rúmlega þrettán milljörð- um íslenskra króna til rann- sókna á malaríu. Sjúkdómurinn, sem berst á milli manna með moskítóflugum, dregur um eina milljón manna til dauða á ári hverju. Gates til- kynnti um fram- lag sitt þegar hann ávarpaði starfsmenn á sjúkrahúsi í Mósam- bík þar sem hann er staddur ásamt konu sinni. Styrkurinn mun meðal annars renna til rannsókna sem miða að því að finna bóluefni gegn malaríu og þróa ný lyf. ■ Tígrísdýr skotið: Drukknir í dýragarði BAGDAD, AP Bandarískur hermað- ur var bitinn af tígrísdýri þegar hann teygði sig inn fyrir rimlana á búri í dýragarðinum í Bagdad. Félagi mannsins skaut dýrið til bana. Að sögn öryggisvarðar í dýragarðinum sátu hermennirnir að drykkju þegar atvikið átti sér stað. Dýragarðurinn hefur verið op- inn almenningi síðan 20. júlí en honum var lokað vegna endurbóta í stjórnartíð Saddams Husseins. Fjölmörg dýr létust eða sluppu úr búrum sínum þegar Bandaríkja- menn gerðu innrás í Bagdad og ráku starfsmenn dýragarðsins á brott. ■ Wesley Clark: Var andsnú- inn innrás IOWA, AP Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, sem gefið hefur kost á sér í prófkjöri demókrata vegna forsetakosninganna 2004, hefur lýst því yfir að hann hefði kosið gegn heimild Bandaríkja- forseta til þess að ráðast inn í Írak. Kom þetta fram á fundi frambjóðandans í Iowa City í Iowa á föstudag. Á fimmtudag hafði hann látið þau ummæli falla að hann væri ekki viss hve- rnig hann hefði greitt atkvæði um málið. Talið er að Clinton-hjónin muni styðja framboð Clarks þótt engin opinber yfirlýsing þess efnis hafi komið frá þeim. Clark, sem lýsti yfir framboði sínu sl. þriðjudag, er af mörgum talinn sá frambjóð- andi sem líklegastur er til þess að fella George W. Bush í kosningun- um í nóvember á næsta ári. ■ GJAFMILDUR AUÐKÝFINGUR Bill Gates heldur á lítilli stúlku á sjúkrahúsi í Mó- sambík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.