Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 10

Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 10
Morgunblaðið kaus að líkjaástandinu á íslensku viðskipta- lífi við Rússland eftir fall Kommún- istaflokksins í leiðara sínum í gær. Það má ekki skilja annað af leiðaran- um en að nýríkir „óligarkar“ hafi misnotað vanþroskaða umgjörð ís- lensks viðskiptalífs og sölsað undir sig eignir og fyrirtæki. Morgunblaðið ákallar kjörna full- trúa þjóðarinnar að fara að dæmi Pútíns Rússlandsforseta og snúa þessari þróun við. Það er vel til fundið hjá Morgun- blaðinu að líkja íslensku samfélagi við austantjaldslöndin stuttu eftir fall kommúnismans. Þessi samlíking hefur margsinnis verið notuð á þess- um vettvangi. Við Íslendingar bjugg- um áratugum saman við lokað kerfi þar sem viðskipti og stjórnmál voru samþætt en erum nú að stíga fyrstu skrefin í átt að að opnu lýðræðislegu samfélagi. Þessum breytingum fylg- ja skiljanlega átök. Þeir sem sóttu stöðu sína í hið gamla kerfi eru að missa tökin en nýir aðilar að hasla sér völl. Eins og í Rússlandi gefa þeir sem gamla kerfið fóstraði ekki stöðu sína eftir möglunarlaust. Þeirra hug- mynd var aldrei sú að missa tökin þótt kerfinu væri breytt. Pútín sjálf- ur er til dæmis gamall flokkshestur í Kommúnistaflokknum; traustur stjórnandi leynilögreglunnar KGB. Gorbatsjov trúði í einlægni að gömlu valdamennirnir gætu breytt kerfinu án þess að missa tökin á þróuninni. Morgunblaðið hefur fengið lánaða sýn þessara manna á ástandið í Rússlandi. Samkvæmt henni standa allir aðrir en gömlu valdaklíkurnar fyrir stjórnleysi og upplausn. Pútín gengur svo langt að siga lögreglunni, ríkissaksóknara og leyniþjónustunni á þá kauphéðna sem voga sér að óhlýðnast tilskipunum hans um að kaupahéðnar skuli láta fjölmiðla og stjórnmál afskiptalaus. Það er hans aðferð við að snúa þróuninni við. Hann lætur nýjum aðilum eftir hluta viðskiptalífsins en skilgreinir ný heimalönd gömlu valdhafanna sem ríkisvaldið, stjórnmál og fjölmiðla og veigrar sér ekki við að misnota. Fæstir aðrir en Morgunblaðið leggja trúnað á málatilbúning Pútíns. Nú síðast veittu bresk yfirvöld einum hinna landflótta viðskiptajöfra hæli og neituðu að framselja hann til Rússlands á grundvelli vafasamra ákæra ríkissaksóknara Rússlands. Það á eftir að koma í ljósa hvaða af- leiðingar fall Kolkrabbans hefur á Íslandi. Vonandi munu menn átta sig á að Kolkrabbinn féll á eigin bragði. Allt of lengi gat fámennur hópur manna haldið völdum í íslensku viðskiptalífi með því að ráðstafa annarra manna fé – hluthafa, lífeyr- isþega og sjóðum ríkisbankanna – í eigin þágu. Með opnari viðskiptum gekk þetta ekki lengur; hald þeirra á fyrirtækjunum var of veikt. Þeir misstu tökin – miklu fremur en að einhver hafi losað um þau. Fall Kol- krabbans ætti ekki að vera nokkrum harmdauði – og allra síst tilefni til hvetja Alþingi til að hefna hans eða endurreisa. ■ Í Fréttablaðinu 11. septembersíðastliðinn birtist grein eftir framkvæmdastjóra LÍÚ sem hann nefnir „Er tími loddaranna ekki liðinn?“ Eins og títt er úr þeim ranni er hreytt orðum í þá sem eru annarrar skoðunar. Fyrir barðinu verða, auk t r i l l u k a r l a n n a , hluti alþingis- manna og meiri- hluti þeirra sem sátu landsfund Sjálfstæðisflokks- ins. Landsfundar- fulltrúarnir sam- þykktu tillögu um línuívilnun til dag- róðrabáta og „lodd- ararnir“ ætla sér að fá hana sam- þykkta sem lög frá Alþingi. Í greininni getur framkvæmda- stjóri LÍÚ um mótsögn í tillögum landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þar gerir hann því skóna að full- trúar landsfundarins af Snæfells- nesi sem samþykktu tillöguna hafi ekki vitað hvað þeir voru að samþykkja. Upplýst fólk Sá hópur sem framkvæmda- stjórinn tekur hér á beinið er, eft- ir því sem ég þekki best til, upp- lýst fólk sem ég fullyrði að vissi hvað það var að samþykkja. Það vissi að línuívilnun mundi styrkja hinar dreifðu byggðir, með aukn- um umsvifum, aukinni atvinnu, meiri tekjum. Það vissi að línu- ívilnun mundi auka vægi um- hverfisvænna veiða, sem skilar komandi kynslóðum betra lífsvið- urværi í formi gjöfulla fiskimiða. Það vissi að línuívilnun mundi skila ferskara hráefni til vinnslu og þar með bestu möguleikum á hágæðavinnslu þess. Það vissi að línuívilnun mundi skila hærra út- flutningsverðmæti á hvert kíló sem tekið væri úr auðlindinni. Auk Snæfellinganna vissi meiri- hlutinn á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins þetta líka. Engin fyrirstaða Í dag fylgist sá hópur sem samþykkti tillögu Guðmundar Halldórssonar um línuívilnun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins með fulltrúum flokksins á Al- þingi. Hann hlýtur að ætlast til þess að samþykktin verði fest í lög og komi til framkvæmda sem fyrst. Þeir sem verða undir á landsfundi verða einfaldlega að sætta sig við það, en ekki hreyta í flokkssystkini sín. Í flestum málum sem stjórnar- flokkarnir leggja fyrir Alþingi gerist það að stjórnarandstaðan leggst gegn þeim. Línuívilnun er ekki eitt þessara málefna, allir flokkar sem nú sitja á Alþingi hafa lýst velvilja til hennar og rík- isstjórnin hefur skráð hana í stjórnarsáttmálann. Það er því engin fyrirstaða að hún komi til framkvæmda í haust eins og for- sætiráðherra benti réttilega á á Ísafirði 22. apríl síðastliðinn. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Pútín og óligarkana. 10 22. september 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar ég var að alast upp varÞjóðviljinn daglega með nýj- ar og svo magnþrungnar af- hjúpanir á svimandi gróða heildsalanna að mér stendur satt að segja enn svolítill stugg- ur af þessu ískyggilega starfs- heiti: heildsali, en ekki síður þessu voðalega orði: gróði. Og þegar færustu sérfræðingar blaðsins í fláttskap og vélum kaupmangaranna köfuðu veru- lega djúpt í íslenska auðvalds- kerfið var stundum talað um „fjölskyldurnar fjórtán“ sem ættu allt hér sem vert væri að eiga. Kannski var það hugtak að einhverju leyti dæmigert fyrir íslenska þjóðfélagsumræðu sem endar stundum í stuðlum: fjöl- skyldurnar voru víst ekkert fjórtán – þetta hljómaði bara betur þannig – og þetta voru ekkert fjölskyldur, heldur bara einhverjir karlar sem tengdust allir á allra handa misjafnan máta, til dæmis í gegnum ættir en líka í gegnum skóla, frímúr- araregluna, laxveiðar og auðvit- að Flokksstarfið þar sem allir þessir karlar fengu aðgang að hinu pólitíska valdi. Smám sam- an byggðist upp veldi sem Björgólfur Guðmundsson hefur kennt við „flókin eignatengsl“, hópur fyrirtækja sem stundaði virka samvinnu – eða ættum við kannski frekar að kalla það virka ósamkeppni? Sennilega er það misskilning- ur að kapítalistar séu áhugasam- ir um samkeppni – þeir hafa áhuga á gróða og samkeppni er ekki gróðavænleg: saga okkar er að minnsta kosti sú að ís- lenskir kapítalistar séu umfram allt ósamkeppnisfærir, með öðr- um orðum geysilega slyngir og færir í því að komast hjá sam- keppni, nokkurs konar sam- vinnumenn: þeir bindast sam- tökum um að reyna að hafa af okkur hinum sem allra mest fé. Dómkirkjan Hugtakið um Fjölskyldurnar fjórtán breyttist allt í einu í Kol- krabbann, en þetta nafn fengu þessir karlar á sig að því er mig minnir eftir að ítalskur sjón- varpsþáttur var sýndur hér um myrkraverk mafíunnar á Sikiley. Manni skildist að búkur- inn sem allir angarnir iðuðu út frá væri Eimskipafélag Íslands. Þetta skipafélag hefur öðlast táknræna merkingu og furðu mikið verðmæti í sjálfu sér sem yfirskyggir gersamlega þann arð sem hafa má af sjálfri starf- semi þess: eins og öll merk fyr- irtæki er það nokkurs konar líf- vera. Eimskipafélagið er dóm- kirkja viðskiptalífsins; bara nafnið hefur á sér virðulega spanskgrænu úreltrar orðanotk- unar og er raunar byggt í kring- um orð sem öðlaðist aldrei full- an þegnrétt í íslensku máli. Sem kann að vera við hæfi, því að Thor Jensen, helsti hvatamaður- inn að stofnun félagsins og sá sem gaf því merki sitt og konu sinnar Margrétar Þorbjargar, Þórs/Thors-hamarinn, fékk ekki einu sinni að sitja þar í stjórn, enda litið á hann sem Dana og þar með útlending – og ekkert hefði orðið úr stofnun félagsins ef vestur-Íslendingar hefðu ekki stutt það með ráðum og dáð og stórum upphæðum. Það er því visst sögulegt rétt- læti í því þegar Björgólfur Guð- mundsson hefur nú náð völdum í félaginu, ekki bara fyrir hinar augljósu sakir Hafskipsmálsins og ekki bara sökum þess að Thor Jensen er tengda-afi hans – sé hægt að tala um slíkt – held- ur er Björgólfur líka fulltrúi þeirra athafnamanna sem haldið var utan við „viðhafnarstofu ís- lenskrar kaupsýslustéttar“ eins og Guðmundur Magnússon sagnfræðingur orðar það nokk- uð hnyttilega í fróðlegri grein um sögulegan bakgrunn þessara viðburða í blaðinu í gær. Björgólfur hefur ekki hreiðrað um sig í hægindastólum ósam- keppninnar heldur kemur hann utan frá með sinn auð og sitt afl, hann kemur inn í félagið sem glæsilegur fulltrúi einkafram- taksins en hann er líka og um leið fulltrúi samkeppninnar fremur en ósamkeppninnar sem við höfum búið svo lengi við: hann er fulltrúi þess heilbrigða kapítalisma að evrópskum hætti sem vonandi er genginn í garð hér á landi, fyrst og fremst fyrir tilverknað EES, en gjaldið sem Íslendingar þurftu sárnauð- ugir að greiða fyrir aðgang að mörkuðum Evrópu var að inn- leiða hér samkeppni á sem flest- um sviðum. Í augum okkar sem stöndum hjá kann það að virðast litlu skipta hver á hvað í þessum við- skiptaleik sem við heyrum um í fréttum og lesum um í blöðum. Hvað ragar það mig hver er í stjórn Eimskipafélagsins? Ekki nokkurn hlut. Hitt er mikilvæg- ara: hinir ósamkeppnisfæru virðast loksins á útleið. Nú bíður maður bara eftir því að SÍS fái líka makleg málagjöld. ■ Enn er beð- ið á Hofsósi Jón Gísli Jóhannesson, Hofsósi, skrifar: Rúmt ár er liðið frá því sveit-arstjórnarkosningar fóru fram. Eins voru kosnir fulltrúar á Alþingi í maí 2003. Það fólk sem kosið var virðist ekki skilja vandann í atvinnumálum á Hofsósi og sveitarstjórnin virð- ist ekki hafa mikinn skilning á því sem er að gerast hér í sveit- arfélaginu. Þessir fulltrúar ættu að fara að stinga saman nefjum og gera eitthvað fyrir kjósend- ur. Þess má geta að fulltrúarnir komu hér um bil á fjórum fótum til að sníkja atkvæði af okkur og var þá öllu fögru lofað. Það tapa allir á þessari bið. Hvað þarf að gera til að kjörnir fulltrúar okk- ar vakni af þessum djúpa svefni? Þessir menn ættu að sjá sóma sinn í því að koma hingað og fara að gera eitthvað fyrir fólkið á Hofsósi. Undirritaður hélt fund mánu- daginn 15. september sl. með Sigurjóni Þórðarsyni og Mar- gréti Sverrisdóttur, fulltrúum Frjálslynda flokksins, og fyrr- verandi starfsfólki fiskvinnsl- unnar Höfða um atvinnumál á Hofsósi. Á fundinum var sam- þykkt áskorun til verkalýðsfor- ystu, sveitarstjórnar og þing- manna að bregðast nú þegar við vandanum sem við blasir í at- vinnumálum á Hofsósi. 18. sept- ember fundaði sami hópur með Jóhanni Ársælssyni og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, fulltrú- um Samfylkingar, um vandann. Engin viðbrögð hafa verið af hálfu sveitarstjórnar þegar þessar línur er settar á blað. ■ Andsvar ÖRN PÁLSSON ■ framkvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda skrifar um línuívilnun. Hinir Ósam- keppnisfæru ■ Bréf til blaðsins Línuívilnun skref í átt að vistvænni fiskveiðistjórnun Er kominn tími fyrir Pútín? ■ Í flestum mál- um sem stjórn- arflokkarnir leggja fyrir Al- þingi gerist það að stjórnarand- staðan leggst gegn þeim. Línuívilnun er ekki eitt þess- ara málefna, allir flokkar sem nú sitja á Alþingi hafa lýst velvilja til hennar og ríkis- stjórnin hefur skráð hana í stjórnarsátt- málann. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um andúð Guðbergs Bergs- sonar á bók- menntahátíðum. Um daginnog veginn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Orku -kindur Angela Baldvinsdóttir skrifar: Ég átti leið um Nesjavallavegum daginn, eins og svo oft áður af því ég á sumarbústað á Þingvöllum. Það tekur mig sárt að sjá hvernig fé er látið spæna í sig fallegar trjáplöntur sem upprennandi æska hefur verið iðin við að gróðursetja undan- farin ár. Í fyrrasumar hringdi ég oftar en einu sinni í Orkuveit- una og lét þá vita af þessu en ekkert var gert. Í vor taldi ég um tuttugu kindur en þær gætu verið helmingi fleiri. Til hvers var verið að girða svæðið og planta trjám? ■ ■ Aðsendar greinar Fréttablaðið tekur við aðsend-um greinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 3.000 til 3.500 slög með bilum í word count. Senda skal greinarnar á netfangið kol- brun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.