Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 11
■ Bréf til blaðsins
11MÁNUDAGUR 22. september 2003
Frelsi hvers?
Matthías Eggertsson skrifar:
ÍFréttablaðinu 16. september sl., ábls. 12, lýsir ritstjórinn, Gunnar
Smári Egilsson, þeirri skoðun sinni
að „afnám hafta í verslun með land-
búnaðarvörur er líklega heillavæn-
legasta aðgerðin til að jafna kjör fá-
tækra og ríkra þjóða“. Síðar í grein-
inni bendir hann svo á að alþjóðleg
fyrirtæki hafi séð sér hag í því að
flytja ýmsa starfsemi sína, svo sem
fataframleiðslu og framleiðslu á
tölvum og rafmagnsvörum, til fá-
tækra landa þar sem launakjör eru
lág. Það virðist hins vegar ekki
hvarfla að Gunnari Smára að stjórn-
endum alþjóðlegra fyrirtækja, sem
framleiða matvæli, geti dottið í hug
að nýta sér ódýrt vinnuafl í rekstri
sínum. Öflug alþjóðleg fyrirtæki
rækta m.a. kaffi, tómata og ávexti í
láglaunalöndum og greiða afar lág
laun þeim sem tína ávextina, auk
þess sem atvinnuöryggi þessa fólks
er ekkert, og framfarasókn þess til
betra lífs er engin.
Það er sjaldan rætt um hlut þess-
ara fyrirtækja í umræðunni um bú-
vöruframleiðsluna og bætt kjör í fá-
tækum löndum. Þessi fyrirtæki,
flest með höfuðstöðvar sínar í
Bandaríkjunum, vinna af öllu afli að
því að styrkja stöðu sína og láta sér
þar fátt fyrir brjósti brenna. Þau
hafa yfir að ráða besta tæknibúnað-
inum, nýta sér hagkvæmni stærðar-
innar, þrýsta á um notkun erfða-
breyttra stofna nytjajurta og krefj-
ast þess að erfðabreyttar jurtir fái
viðurkenningu um allan heim. Þessi
fyrirtæki skeyta ekki um umhverf-
ismál þar sem þau hafa komið sér
fyrir. Sé kvartað við þau hóta þau að
flytja starfsemi sína til annarra
landa og stilla þannig löndum
hverju upp gegn öðru.
Með þessu móti tekst þessum
fyrirtækjum að ná niður verði á
framleiðslu sinni og beita svo áhrif-
um sínum til að komast í gegnum
viðskiptahindranir með hjálp al-
þjóðastofnana, svo sem Alþjóða við-
skiptastofnunarinnar. Það hefur enn
ekki tekist að fullu en bláeygðir
unnendur frjálshyggju um allan
heim leggjast á árar með þeim og
minna á nytsama sakleysingja á
kaldastríðsárunum.
Á einu svæði í heiminum hafa
stórfyrirtækin náð fram ætlunar-
verki sínu. Í Norður-Ameríku er
starfandi viðskiptabandalagið
NAFTA, þar sem allar viðskipta-
hindranir hafa verið aflagðar. Af
því sýpur Mexikó nú seyðið. Þar
hafa stórfyrirtæki náð til sín 95% af
sojabaunamarkaðnum og 50% af
hrísgrjóna- og hveitimarkaðnum.
Afleiðingin er stórfellt hrun í land-
búnaði þar sem bændur í stórum
stíl missa lífsviðurværi sitt, yfir-
gefa jarðir sínar og eiga sér helst
það þrautaráð að komast ólöglega til
Bandaríkjanna til að stunda þar
svarta vinnu fyrir sultarlaun.
Stórfyrirtækin vita hins veg-
ar hvað þau eru að gera. Yfirráð
yfir þeirri grunnþörf, sem fæða
fólks er, veitir að sjálfsögðu
mikil völd og reynslan sýnir að
valdi er ætíð beitt hvar sem það
finnst.
Það er göfugt hlutverk að
bæta hag fátækra þjóða en bar-
áttumenn viðskiptafrelsisins
mega líka gæta að sér hverjum
þeir eru að þjóna. ■
Hefðbundnir stjórnmála-flokkar hafa hingað til að
nokkru leyti myndast í kringum
hagsmunahópa, t.d. bændur eða
atvinnurekendur, en eftir gjald-
þrot þessa módels í Færeyjum
fyrir rúmum áratug, og vegna
aukinnar þekkingar á hagstjórn,
hefur fólk í auknum mæli farið
að skipa sér í flokka eftir
áhættufælni, þ.e.a.s. viðhorfi til
samtryggingar. Þar eru vinstri-
menn þeir áhættufælnari.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist
ekki passa inn í þetta mynstur.
Öflugar umræður, sem ætíð
hafa einkennt stjórnmálaflokka,
virðast vera að hverfa í flokkn-
um og minnti seinasta landsþing
flokksins í Laugardalshöll
óþægilega mikið á samkomu
sem „frelsarinn“ Benny Hinn
hélt á sama stað nokkru áður.
Sóknarbörnin á Alþingi
Í Laugardalshöllinni kom
fagnaðarerindið að ofan. Um-
ræður um mjög umdeild mál,
t.d. gjafakvóta og lokað bókhald
flokksins, voru ekki á dagskrá
þrátt fyrir að 80% landsmanna
væru þeim andsnúin, á sama
hátt og bann páfans við getnað-
arvörnum er ekki virt af 80%
kaþólikka.
Uppruni fagnaðarerindisins,
sem er einhvers konar frjáls-
hyggja sem búið er að „laga að“
íslenskum aðstæðum, er óljós og
er sjaldan vitnað í reynslu þess
erlendis.
Eru þeir Hannes Hólmsteinn,
Jón Steinar og Ingvi Hrafn dug-
legastir við að boða það, og
yngri sóknarbörnin á Alþingi,
Heimdalli og SUS hafa svo verið
virk í að bannfæra villutrúar-
menn fyrir sósíalisma og þjóð-
nýtingarstefnu.
Reynsla annarra þjóða
Reynsla annarra þjóða virðist
skipta sóknarbörnin minna máli
og hefur vikið fyrir blindri trú á
fagnaðarerindið.
Vekur það nokkurn ugg því
að í einu landi í heiminum hefur
hagstjórn farið eftir blindri trú
á kenningum.
Kommúnisminn ríkti í Sovét-
ríkjunum fram að falli hans en
þá tók við blind trú á frjáls-
hyggju, einkavæðingu og frelsi.
Nú eru lífskjör í Rússlandi verri
en í Botsvana í Afríku. Í ljósi
þess verður spurning fyrrum
þingmanns íslenskra sósíalista
skiljanleg: „Hvað varðar mig
um þjóðarhag?“ ■
Umræðan
GUÐMUNDUR
ÖRN JÓNSSON
■
verkfræðingur
og MBA skrifar um
Sjálfstæðisflokkinn.
Er Sjálfstæðisflokk-
urinn trúfélag?