Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 14
14 22. september 2003 MÁNUDAGUR
■ Jarðarfarir
■ Andlát
■ Afmæli
Þennan dag árið 1945 misstibandaríski hershöfðinginn
George S. Patton út úr sér að
hann sæi nú ekki hvaða þörf væri
fyrir að hreinsa Þýskaland af
nasistum. Þetta sagði hann á
blaðamannafundi og líkti um leið
deilunum um nasisma í Þýska-
landi við kosningabaráttu
demókrata og repúblikana í
Bandaríkjunum.
Þessi ummæli féllu hreint ekki
í góðan jarðveg svo stuttu eftir
lok seinni heimsstyrjaldarinnar,
jafnvel þótt menn ættu ýmsu að
venjast frá þessum sigursæla
hershöfðingja. Þetta var engan
veginn í fyrsta sinn sem kjaftur-
inn kom honum í vandræði.
En þetta var einum of mikið
fyrir bandaríska stjórnmálamenn
og æðstu yfirstjórn hersins. Eng-
um mátti líðast að gera lítið úr
þeirri ógn sem heiminum hafði
stafað af nasistum. Patton var
umsvifalaust sviptur stöðu sinni
sem yfirmaður bandaríska her-
liðsins í Bæjaralandi í Þýska-
landi.
Fáeinum mánuðum síðar háls-
brotnaði Patton í umferðarslysi
og lést í kjölfar þess. ■
Guðný Guðnadóttir, Egilsbraut 9, Þor-
lákshöfn, lést á heimili sínu
fimmtudaginn 18. september.
Boga Kristín Kristinsdóttir Magnussen,
Skarði 2, Skarðsströnd, andaðist á
dvalarheimilinu Barmahlíð
fimmtudaginn 18. september.
Stefanía Ásbjarnardóttir hjúkrunar-
fræðingur, frá Guðmundarstöð-
um, lést á hjúkrunarheimilinu
Sundabúð, Vopnafirði, miðviku-
daginn 17. september.
13.30 Björgvin Frederiksen verður jarð-
sunginn frá Hallgrímskirkju.
13.30 Bergsveinn Sigurðarson, frá
Hjallanesi, Dalbraut 23, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogs-
kirkju.
13.30 Friðmey Benediktsdóttir, frá
Erpsstöðum, Háaleitisbraut 123,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Bústaðarkirkju.
13.30 Birna Ármannsdóttir, Hátúni 12,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju.
14.00 Þorbjörg Hallmannsdóttir, frá
Króki í Ölfusi, verður jarðsungin
frá Kotstrandakirkju.
Helgi Sveinbjörnsson, bóndi áSlakka við Laugarás í Bisk-
upstungum, er hættur að rækta
grænmeti. Það hefur hann gert í
17 ár, ræktað gúrkur og tómata,
en nú er kominn tími breytinga.
„Ég losaði allt grænmetið út,“
segir Helgi. „Nú erum við að
klára að breyta 800 fermetra
gróðurhúsi og þangað er kominn
300 fermetra innanhúss púttvöll-
ur. Svo erum við að setja upp
minigolfvöll hinum megin í hús-
ið. Með þessu erum við að hugsa
um alla golfarana sem geta ekki
sinnt íþróttinni á veturna. Þá
geta þeir komið hingað og æft
sig.“
Helgi hefur komið upp veit-
ingasölu, með bar og öllu tilheyr-
andi, og ætlar sér að koma upp
frekari æfingaaðstöðu fyrir
golfarana. Einnig hyggst hann
bæta við leiktækjasal í húsið fyr-
ir yngri gesti.
Dýragarðurinn er svo enn á
sínum stað enda vinsæll við-
komustaður ferðalanga á sumrin.
„Svo erum við búnir að taka
helminginn á öðru 500 fermetra
húsi og setja skeljasand á gólfið.
Þangað eru páfagaukarnir nú
komnir og í vetur ætlum við að
hafa dýrin þar. Þangað ætlum við
að setja búr og girðingar og svo
getum við líka kippt dýrunum
þangað inn á sumrin ef það kem-
ur leiðinlegt veður. Þannig getur
fólk alltaf komið í Slakka, sama
hvort það er sól eða rok og rign-
ing.“
Að lokum bendir Helgi einnig á
að nú verður mögulegt að opna
dýragarðinn á veturna, ef t.d. hóp-
ur skólakrakka ætti leið framhjá. ■
Tímamót
■ Helgi Sveinbjörnsson bóndi á Slakka
er hættur að rækta grænmeti og hefur
aukið ferðamannaþjónustu sína til muna.
Nú geta golfarar sinnt áhugamáli sínu
allan ársins hring.
Garðyrkjubóndi gerist ferðaþjónustubóndi
??? Hver?
Meindýraeyðir og pípari.
??? Hvar?
Á Ísafirði.
??? Hvaðan?
Er frá Reykjavík en bjó á Þingeyri áður
en ég flutti á Ísafjörð 1995.
??? Hvað?
Það er mikið af villiköttum hér sem er
verið að reyna að fækka vegna ólyktar
og óþæginda. Það er orðið svolítið mik-
ið þegar fólk er með 30 ketti í kjallaran-
um hjá sér án þess að geta fóðrað þá.
??? Hvernig?
Í flestum tilfellum tek ég þá í búr en í
einstaka tilfellum þarf að skjóta þá.
??? Hvers vegna?
Oft eru þeir það illa farnir að ekki er
hægt að ná þeim í búr. Aðstæður eru
þá þannig að maður neyðist til að lóga
þeim.
??? Hvenær?
Á öllum tímum.
■ Persónan
Ég ætla fjandakornið ekki aðgera neitt á morgun,“ segir
Friðrik Þór Guðmundsson blaða-
maður, sem í dag er 47 ára.
Hann bendir á að ekki aðeins
sé þetta ómerkilegt afmæli heldur
beri það einnig upp á mánudag.
„Ég fer bara að vinna og vona að
enginn hafi vitneskju um þennan
dag,“ segir hann og hlær og bætir
við að hann sé löngu hættur að
fagna þessum degi.
Áður fyrr hafi hann vissulega
haldið upp á þennan dag þegar
hann bar upp á helgi en það var á
þeim tíma þegar öll tilefni voru
notuð til veisluhalda. „Það
þroskaðist af mér, svo dyggilega
að það þurfti að þröngva mér til
að taka þátt í fertugsafmælinu
mínu sem aðrir sáu um að undir-
búa,“ segir hann og viðurkennir
að það hafi verið gaman því menn
vildu vera notalegir og gáfu hon-
um grill sem kom sér afar vel.
„Bestu afmælisgjöfina nú er ég
einmitt þessa stundina að fá. Að
fá að vera með Lindu Andreu fóst-
urfrænku minni í Egilshöll þar
sem hún keppir með 5. flokki ÍR
og stendur sig frábærlega vel.“
Friðrik Þór hóf nýverið störf á
tímaritinu Mannlífi og er þar rit-
stjórnarfulltrúi við hlið Gerðar
Kristnýjar. Hann segist vonast til
að með því geti gott blað orðið
betra. Stjórnmál og þjóðfélagsmál
eru eitt hans helstu áhugamál og
blaðamennskan gerir honum
kleift að sinna þeim að nokkru
leyti í vinnunni. „En fyrst og
fremst hef ég löngun til að gera
þjóðfélagið betra,“ segir Friðrik
Þór, sem einnig hefur gaman af
þjóðlegum fróðleik og ættfræði
að ógleymdum íþróttum. ■
Afmæli
FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
■ Hann ætlar í vinnunna eins og aðra
daga og vonar að enginn viti af af-
mælisdeginum enda bara venjulegur
mánudagur.
NICK CAVE
Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave,
sem gerði mikla lukku með tónleikum
sínum hér á landi síðasta vetur, er 46 ára
í dag.
22. september
■ Þetta gerðist
1828 var Shaka Zulu, stofnandi konungsrík-
is Zulumanna í sunnanverðri Afríku,
myrtur. Hann var þá orðinn illa hald-
inn af geðsýki. Morðingjarnir voru
hálfbræður hans.
1862 sendi Abraham Lincoln, forseti
Bandaríkjanna, frá sér drög að frelsis-
yfirlýsingu fyrir þræla.
1949 sprengdu Sovétmenn fyrstu kjarn-
orkusprengju sína.
1956 fæddist Debbie Boone söngkona.
Hún er dóttir Pat Boone og þekktust
fyrir lagið You Light Up My Life.
1980 hófst stríðið milli Íraks og Írans fyrir
alvöru með því að Írakar réðust inn í
Íran.
1988 báðust kanadísk stjórnvöld formlega
afsökunar á að hafa stungið japönsk-
um íbúum landsins í fangelsi á tím-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
1989 lést bandaríski sönglagahöfundurinn
Irving Berlin, sem um ævina dældi frá
sér lögum á borð við Puttin’ on the
Ritz, Cheek to Cheek og There’s No
Business Like Show Business.
Kjaftfori hershöfðinginn
PATTON HERSHÖFÐINGI
■ Sá ekki þörfina fyrir að hamast svona
gegn nasistum eftir lok seinni heimstyrj-
aldarinnar.
22. september
1945
Löngu hættur að
fagna afmælisdögum
FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Hann hélt upp á fertugsafmælið og fékk grill í afmælisgjöf.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Ragnar Bjarnason
söngvari er 69 ára.
Hjálmar H. Ragnarsson
tónskáld er 51 árs.
Bryndís Pétursdóttir
leikkona er 75 ára.
RONALDO
Fótboltasnillingurinn Ronaldo frá Brasilíu
fagnar 27 ára afmæli sínu í dag.
VALUR RICHTER
SLAKKI
Hér sést innipúttvöllurinn sem búið er að
setja upp í Slakka. Hann opnaði formlega í
gær en myndin var tekin á meðan
á framkvæmdum stóð.
GÓMSÆTT OG VEL FRAM BORIÐ
Öllum íbúum Grímsneshrepps var boðið í
mat hjá Byrgismönnum.
Hátíð við
Ljósafoss
FRAMKVÆMDIR Margt manna gladd-
ist með vistmönnum Byrgisins við
Ljósafoss í Grímsnesi um helgina
þegar sundlaugin á staðnum var
opnuð eftir miklar breytingar
sem unnið hefur verið að í allt
sumar. Eftir að laugin hafði verið
skoðuð og ræður haldnar var öll-
um boðið í kvöldverð að hætti
kokka Byrgisins. ■