Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 16

Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 16
heimili o.fl. V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heimili@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Stöðugt fleiri frá ráðgjöf um lýsingu í heimahúsum/ Góð lýsing tengist góðri heilsu Guðjón L. Sigurðsson iðnfræðingurhjá Rafteikningu hf., segir fólk oft ráðast í stórframkvæmdir og taka allt í gegn heima hjá sér, en sitja svo stúr- ið yfir útkomunni af því eitthvað er ekki eins og það á að vera að fram- kvæmdum loknum. „Fólk kaupir sér kannski gott rúm, góða sæng og góðan kodda. Frábæran hægindastól, falleg húsgögn, endur- nýjar eldhús og bað og málar allt í fín- um litum. Í dagsljósi er útkoman full- komin. Þegar fer að skyggja og fólk þarf að kveikja ljós kveður svo við vonbrigðatón,“ segir Guðjón. Hvað er fólk að gera vitlaust? „Það hvernig fólk lýsir upp innan- húss á auðvitað að miðast við það hverju fólk sækist eftir,“ segir Guð- jón. „Þegar „rússneska“ 100 kerta per- an er komin í perustæðið og lýsir upp umhverfið, er allt jafn lýst. Þá vantar auðvitað fallegan lampaskerm utan um peruna og fallegur skermur er keyptur. En þá er fólk líka farið að breyta aftur, farið að blokkera birt- una. Við erum að ráðleggja fólki svo það lendi ekki í leiðinda aðstæðum og spyrjum: Hvernig viltu láta lampann lýsa? Hvernig viltu sjá umhverfið eft- ir að dimmt er orðið?“ Guðjón segir ekki gefið að starfs- fólk í raftækjaverslunum geti ráðlagt um lýsingu. „Það þarf sérfræðinga til. Best er að viðkomandi sérfræðingar komi á staðinn, en ljósmyndir og teikningar eru betri en ekki neitt.“ Halogenlampar ofnotaðir En eru þá engar þumalputtareglur fyrir leikmennina? „Jú,“ segir Guðjón, „flúorperur eru til dæmis vandmeðfarnar, sérstaklega af því að fólk kaupir gjarnan ódýrar flú- orperur sem gefa ekki rétta litaendur- gjöf, eins og það er kallað. Þessar perur eru algjört eitur á heimilum, en geta verið ágætar í bílskúr eða geymslu. Guðjón segir halogenperur gefa frá sér milda og fallega birtu, en þær séu gróf- lega ofnotaðar í heimahúsum. „Halogenbirtan er falleg og mild, en hún þjónar þeim tilgangi að skreyta og lýsa upp það sem okkur finnst falleg- ast, eins og málverk eða húsmuni, en er út í hött í eldhúsinu og á baðinu. Þar eiga að vera flúorperur.„ „Gamla góða glóperan aftur á móti er ekki rétti ljósgjafinn til að lýsa upp einstaka hluti, hún er fín í lampa á löng- um vetrarkvöldum þegar við ætlum að hafa það huggulegt og kósý,“ segir Guðjón. „Guðjón bendir á að „kósý“ eigi hugsanlega við um tvo til þrjá klukkutíma á kvöldi. „Ef við erum kom- in heim um fimmleytið á daginn í skammdeginu er enn myrkur. Þá er nauðsynlegt að geta látið sér líða vel við milda birtu og jafnvel kertaljós. En hinn kosturinn þarf að vera fyrir hendi, það er að geta haft mikla og góða birtu. Það er nefnilega óumdeilanlegt sam- kvæmt nýjum könnunum að lýsing hef- ur áhrif á heilsu og líðan fólks og mjög mikilvægt að hafa þessa hluti í lagi.“ ■ STYTTA NÝTUR SÍN EKKI Sama borðstofa, en búið að slökkva á lýsing- unni á styttuna. Þá sést vel hvað lýsingin er mikilvæg fyrir stemminguna. GUÐJÓN L. SIGURÐSSON Guðjón sýnir hvernig lýsing getur skipt sköpum í heimahúsum. SKEMMTILEG LAUSN Þarna er notuð venjuleg akrýlsúla til að lýsa upp umhverfið. Það býður upp á óendanlega mögu- lega því hægt er að nota allar tegundir pera inni í súlunni. STYTTA NÝTUR SÍN Dæmi um lýsingu yfir borðstofuborði þar sem lampinn er með 5 stk 40 W glóperum og 12 Volta halógen perur eru notaðar til að lýsa á málverk og styttu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.