Fréttablaðið - 22.09.2003, Qupperneq 32
hús o.fl.
V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: hus@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
Sæl Ebba
Fyrst slæmu fréttirnar,
best er að ná gulu lím-
röndinni algjörlega af!!!
Ég mundi athuga það að
nota hitablásara og vír-
bursta, svo skalt þú reyna
að nota bara vírbursta og
eða málningaruppleysi og
vírbursta, sem sagt mikil
vinna. Ef gula límröndin
er þrjósk og vill ekki fara
þá er kannski möguleiki
að grunna vel yfir hana áður en
málað er, þ.e ef hún er mjög
þunn og samlagast gólfinu al-
veg. Varðandi málninguna þá
mundi ég persónulega nota
vatnsþynnanlegt epoxy-lakk en
til eru ódýrari efni. Passaðu þig
á því að ef múrinn er laus þá
gæti verið vandamál með ryk.
Bestu kveðjur Frikki
FRIÐRIK
WEISSHAPPEL
■ svarar spurningum
lesanda um viðgerðir
og breytingar
innanhúss.
Frágangur á berum stein
góð/ráðSæll vertu!Þakka þér fyrir góða pistla. Mig langar að leita
ráða hjá þér. Þannig er mál með vext
i að ég var
að taka gólfteppi af hjá mér, og notaði
st að sjálf-
sögðu við ráð frá þér við þá iðju. Nú e
r sem sagt
bara ber steinninn, og gular límrendur
utan með
öllum köntum. Þarf ég að gera eitthva
ð sérstak-
lega til að ná þeim? Ég er búin að reyn
a að skafa
þær af, en þá tek ég pússninguna me
ð líka. Ég
hafði síðan hugsað mér að mála gólfi
ð, þar sem
ég er ekki tilbúin í að leggja mikinn pe
ning í það
í bili. En þá er komið að vandamálinu
. Hvernig
málningu á ég að velja? Mig langar að
hafa þetta
sem ódýrast, og auðveldast að vinna.
Einnig vil
ég hafa þetta í grófari kantinum, ég æt
la til dæm-
is ekki að sparstla í sprungur. Getur þú
gefið mér
ráð í sambandi við þetta? Kveðja, Ebba
Vantar þig góð ráð? Spurðu Friðrik Weisshappel á hus@frettabladid.is
Ellert B. Schram, forseti Íþróttasam-bands Íslands, býr í Sörlaskjóli 1 í
Vesturbænum sem jafnframt er æsku-
heimili hans. Þar líður honum yndis-
lega að eigin sögn enda kominn heim í
Heiðardalinn. „Ég er fæddur á Melun-
um og bjó síðan í um fjögur ár í Norð-
urmýrinni,“ segir Ellert.
Árið 1948 keyptu foreldrar Ellerts
húsið í Sörlaskjóli hálfskarað. Einhver
hafði þá byrjað að byggja það en gefist
upp á því. Húsið var tilbúið undir tré-
verk og þangað flutti Ellert ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þar bjó hann þar til hann
gifti sig og flutti í sína eigin íbúð upp úr
1960. „Forlögin höguðu sér þannig að
mér gafst færi á að kaupa húsið fyrir
sjö til átta árum. Þó það hafi verið eftir
atvikum erfitt var ég mjög hamingju-
samur með að komast í föðurhús á nýj-
an leik,“ segir Ellert. „Þetta er yndis-
lega staðsett hús. Þarna hefur maður
fjöruna og fjörðinn fyrir framan sig.
Fjallasýnin er einnig mjög falleg.“
Ellert játar að það hafi rifjað upp
góðar æskuminningar að koma aftur
í gamla húsið sitt: „Hverfið var nú
aðeins frumstæðara þá enda voru
mörg hús enn í byggingu. Þarna
voru móar og braggahverfi og þarna
voru menn að gera út sína báta á
grásleppuna. Þó að þetta sé breytt
núna hef ég enn útsýni til suðurs þar
sem er opið og óbyggt. Þarna allt í
kring eru líka ennþá afkomendur
þeirra sem þarna bjuggu þegar ég
bjó þarna á sínum tíma þannig að
þetta er allt mjög heimilislegt.“
Ellert segist hafa þurft að endur-
bæta húsið töluvert eftir að hann flutti
í það með eiginkonu sína og tvö börn.
„Það er stöðugt verkefni eins og geng-
ur og gerist. Það þarf að halda húsum
við eins og líkamanum.“ ■
Æskuheimilið mitt/
Yndisleg staðsetning
VIÐ ÆSKUHEIMILIÐ
Ellert býr í Sörlaskjólinu með eiginkonu
sinni Ágústu Jóhannsdóttur og tveimur
börnum þeirra. Kjallarinn er leigður út.