Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 44

Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 44
 bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Nú er sá tími ársins kominn að allraveðra er von. Fyrsta morguninn eftir gott næturfrost mætir stór hluti þjóðarinnar of seint í vinnuna. Frostrósir á rúðunum og fastar læsingar eiga stóran þátt í því. Gott er að vera búinn að verða sér úti um rúðusköfu í tíma og til eru margar gerðir af góðum sköfum. Það ber þó að varast þær sköfur sem eru með koparblaði því þær geta rispað rúð- urnar og skemmt þær illa. Hanska er líka gott að geyma í bílnum þannig að þeir séu til staðar þegar á reynir. Hvað læsingarnar varðar er til sér- stakur lásaúði sem gott er að setja í læsingarnar áður en fer að frysta. Ef hins vegar læsingin er frosin er best að ná sér í plastpoka, fylla hann af heitu vatni úr krananum, leggja hann því næst upp að læsingunni og eftir smá stund brosir morguninn við manni. Stranglega er bannað að hella vatni beint á bíllinn því þá frýs hurðin endanlega föst og ekki á heldur að blása því þá kemst bara meiri raki inn í læsinguna og þá festist hún oft bara betur. Munið svo að smyrja læsinguna áður en frystir á ný. ■ JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ gefur góð ráð um bíla. Góð ráð Ég á mér engan einn draumabíl.Sumar af eldri gerðunum hafa alltaf höfðað til mín en líka þessir nýjustu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda (FÍB), um draumabílinn sinn. „Ég hef bara gaman af bílum.“ Af eldri tegundum sem hafa ver- ið í uppáhaldi hjá Runólfi er Jagúar Mark 2, sem er sömu tegundar og Kavanagh lögmaður ekur í sam- nefndum sjónvarpsþáttum. Runólf- ur á ekki von á því að eignast slíkan bíl í framtíðinni: „Ég myndi ekki leggja mikið á mig til að eignast hann.“ Runólfur lítur á bíla sem nytja- hluti sem komi honum frá a til ö: „Ég hef gaman af fallegri hönnun og vel útlítandi bílum en ég er ekki viss um að ég myndi vilja aka dags daglega um á svona bíl. Bretar eru heldur ekki bestu bílagerðarmenn í heimi,“ segir Runólfur. „Þetta er eflaust ein- hver nostalgía í mér. Nóbels- skáldið átti svona bíl. Ég sá þann bíl sem ungur drengur og dáðist að honum. Þetta er straumlínulagaður bíll eins og hönnunin var í þá daga.“ Runólfur er fjölskyldumaður en þrátt fyrir það útilokar hann ekki að aka á Jagúar Mark 2 í framtíð- inni: „Ég eignast hann ekki á næst- unni en maður veit aldrei hvað er handan við hæðina.“ ■ JAGÚAR M2 Kavanagh lögmaður ekur um á Jagúar Mark 2. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Frostrósir og fastar læsingar Draumabíllinn: Jagúarinn hans Kavanagh RUNÓLFUR ÓLAFSSON Dáist að fallegri bílahönnun. Vantar þig góð ráð? Spurðu Jón Heiðar á bilar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.