Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 49

Fréttablaðið - 22.09.2003, Side 49
21MÁNUDAGUR 22. september 2003 Hinrik Fjeldsted Öflugur sölu og markaðsráðgjafi getur bætt við sig verkefnum. Ég hef mikla reynslu af útgáfu- og fjölmiðlamálum. Hefur þitt fyrirtæki þörf fyrir að auka sölu eða að skipuleggja söluverkefnin? Ég get aðstoðað fyrirtæki við: Sölustjórn Símasölu Samningagerð Gerð söluáætlana Gerð þjónustukannana Úttekt á sölu og kynningamálum Sölu og markaðsráðgjafi Sími: 820-3453 hinrik@sjalfsvorn.is P.O .Box 1647- 1 21 Reyk jav ík S j á l f s t y r k i n g e h f Sölu og markaðsráðgjafa Vantar þig ?               ! " #$ %&'(  $)) *+ ,  $) - , .   , # #)    # $$ /"0 123%4563278 9 # # $ :; (< =  )      9 >   (! '' (? &'-(--'    7 '@< . !   !<;-( )A !B    $ B C112 C112 ÁTÖK Heimsmeistarinn í súmóglímu, Asashoryu frá Mongólíu, þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Wakanosato frá Japan á Grand Sumo-mótinu í Tókíó. Þetta var eina glíman sem Asa- shoryu tapaði en hann vann mótið, sem stóð yfir í fimmtán daga. 15.00 Litið yfir mörk helgarinnar í enska boltanum á Stöð 2. 17.00 Ensku mörkin eru sýnd á Sýn. 16.45 Helgarsportið er endursýnt á RÚV. 18.00 Spænsku mörkin eru sýnd á Sýn. 22.30 Fjallað er um helstu íþróttavið- burði heima og erlendis í Olís- sporti. 23.55 Litið yfir mörk helgarinnar í enska boltanum á Stöð 2. ÓSÁTTUR Martin Keown hrópaði ókvæðisorð að Ruud van Nistelrooy eftir að sá síðarnefndi hafði klúðrað vítaspyrnu sem dæmd var á Keown. Slagsmál í marka- lausum leik Markalaust jafntefli hjá United og Arsenal. Van Nistelrooy klúðraði víti og Vieira rekinn af velli. Lá við slagsmálum í og eftir leik. FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy klúðraði vítaspyrnu og Patrick Vieira fékk að líta rauða spjaldið þegar Manchester United og Arsenal gerðu markalaust jafn- tefli í stórleik ensku úrvalsdeild- arinnar á Old Trafford í gær. Manchester United hafði und- irtökin í byrjun leiks í gær og hefði getað komist yfir á 15. mínútu þegar Ryan Giggs átti skot í stöng úr aukaspyrnu. Arsenal lá aftarlega á vellinum en beitti stórhættulegum skynd- isóknum með Thierry Henry sem hættulegasta mann liðsins. Fredrik Ljungberg hefði get- að komið Lundúnaliðinu yfir strax í byrjun seinni hálfleiks eftir mistök hjá Gary Neville, en tókst ekki að nýta færið sem skyldi. Ruud van Nistelrooy hefði getað skotið Manchester United í toppsæti deildarinnar þegar vítaspyrna var dæmd á Martin Keown fyrir að hrinda Diego Forlan. Hollendingurinn átti þrumuskot sem hafnaði í slánni og út og þar við sat. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum var Vieira send- ur af velli fyrir að reyna að sparka í van Nistelrooy. Við það hitnaði leikmönnum heldur bet- ur í hamsi og lá við slagsmálum. Þeim lenti einnig saman eftir að flautað hafði verið til leiksloka og má búast við að atvikið verði tekið fyrir hjá aganefnd Enska k n a t t s p y r n u s a m b a n d s i n s . Arsenal heldur toppsæti deildar- innar með fjórtán stig, einu stigi á undan Chelsea og United. Í hinni viðureign dagsins vann Middlesbrough sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja Everton að velli, 1-0. ■ FÓTBOLTI Japan burstaði Argent- ínu, 6-0, í gær á heimsmeistara- móti kvennalandsliða í knatt- spyrnu sem fram fer í Bandaríkj- unum. Japan komst þar með á topp C-riðils, við hlið Evrópu- meistara Þjóðverja, sem unnu Kanada 4-1. Japan og Þýskaland eigast við í næstu umferð. Norður-Kórea vann Nígeríu með þremur mörkum gegn engu í A-riðli og Bandaríkin unnu Svíþjóð 3-1. Noregur vann Frakk- land 2-0 í B-riðli. Sextán lið leika í fjórum riðlum á heimsmeistaramótinu í Banda- ríkjunum. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli. Átta liða úrslitin hefjast 1. október, undanúrslitin þann 6. október en úrslitaleikur- inn sjálfur verður 12. október. ■ Þjálfaramál: Ásgeir áfram með Þrótt FÓTBOLTI Ásgeir Elíasson heldur að óbreyttu áfram að þjálfa Þrótt þótt liðið félli um deild á nýafstöðnu Ís- landsmóti. „Við erum mjög ánægð- ir með Ásgeir þrátt fyrir þessa nið- urstöðu undir lokin,“ segir Guð- mundur Vignir Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Þróttar. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um framtíð Þorláks Árnasonar hjá Val. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við liðið. „Stjórnin hefur ekki komið saman til að ræða málin og meðan svo er stend- ur samningurinn,“ sagði Jón S. Helgason, formaður knattspyrnu- deildar Vals. Þorvaldur Örlygsson verður áfram við stjórnvölinn hjá KA og að öllum líkindum Magnús Gylfa- son hjá ÍBV. „Magnús á eitt ár eft- ir af samningnum og vonandi verð- ur hann áfram,“ segir Birgir Stef- ánsson, framkvæmdastjóri ÍBV. Bjarni Jóhannsson á eitt ár eft- ir af samningi sínum við Grinda- vík. „Það verður tekin ákvörðun um þjálfaramál eftir helgi,“ sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Grindavíkur. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu frá og með 1. október. Stjórn knattspyrnudeildar Fram vonast til að Steinar Guð- geirsson haldi áfram með liðið en hefur ekki enn fengið svar hjá hon- um. „Mótið er nýbúið og ég hef ekki leitt hugann að því hvort ég haldi áfram,“ sagði Steinar í sam- tali við Fréttablaðið. ■ MARKI FAGNAÐ Japanska stúlkan Homare Sawa fagnar hér marki sínu gegn Argentínu á heimsmeistaramóti kvennalandsliða í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum. Japan vann leikinn 6-0. Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta: Japanskur sigur ÁSGEIR ELÍASSON Verður áfram með Þrótt. Afar líklegt þykir að Willum Þór Þórsson verði áfram með Íslandsmeistara KR, Ólafur Þórðarson með ÍA og Ólafur Jóhannesson með FH. hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 SEPTEMBER Mánudagur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.