Fréttablaðið - 22.09.2003, Page 51
MÁNUDAGUR 22. september 2003 23
„Við borðum mikilvægustu
máltíð dagsins oft á dag“
„Ég borða mikilvægustu máltíð
dagsins strax eftir útsendingu“
Mikilvægasta máltíð dagsins
skemmtileg birta
fyrir alla
93.000 eintök
frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum
sjónvarpsdagskráin
vi›töl
greinar
ver›launagátur
pistlar
sta›reyndir og sta›leysur
frítt á föstudögum
Nú segir Paul McCartney aðhann hafi bara verið að grín-
ast þegar hann rak fjölmiðlafull-
trúa sinn Geoff Baker í æðiskasti
á fimmtudagskvöldið. McCartney
reiddist þegar ljósmyndari sem
Baker hafði pantað mætti á al-
menningsstað í miðborg London
til þess að smella af honum
mynd. Baker getur þó andað létt-
ar og heldur áfram starfi sínu.
Aðdáendur RZA úr Wu-TangClan geta tekið gleði sína sína
að nýju því rapparinn er aftur
kominn með plötusamning. Hann
samdi við Sanctuary Records út-
gáfuna og mun gefa út nýja
breiðskífu, Birth of a Prince,
þann 7. október næstkomandi.
Fred Durst, söngvari LimpBizkit, var ekkert að spara
peninga við gerð næsta mynd-
bands og réð til sín leikkonuna
Halle Berry.
Ekki nóg með
það heldur fékk
hann að smella á
hana einum
blautum kossi.
Hann lýsir
þeirri reynslu
sem stórkost-
legri og jafnvel
betri en hann hefði getað ímynd-
að sér. Myndbandið Behind Blue
Eyes verður frumsýnt á MTV
innan skamms.
Nauðgunarkærur hendur áRiverdance-stjörnunni Mich-
ael Flatley voru dregnar til baka
fyrir helgi. 31 árs gömul kona
kærði hann til lögreglu fyrir
nauðgun í október en hann átti að
hafa komið vilja sínum fram við
hana á hóteli í Las Vegas.
Fjölmiðlafárið í kringum Jenni-fer Lopez og Ben Affleck er
orðið það mikið að blaðamenn eru
byrjaðir að brjótast inn á heimili
leikaranna. Að
minnsta kosti
var blaðamaður
vefritsins The
Smoking Gun
handtekinn inni
á lóð Afflecks
þar sem hann
var snuðrandi
eftir ferskum
fréttum á fimmtudag.
Franska kvikmyndastjarnanGerard Depardieu segist hafa
slitið öllum samskiptum við son
sinn. Sá hefur komist í kast við
lögin og m.a. skotið á gangandi
vegfarendur á almannafæri.
Depardieu segist vera hugfanginn
af ljóðasmíðum sonar síns en að
hann geti ómögulega umgengist
hann lengur vegna reiðiskasta
hans.
Sili-konan Pamela Andersonhefur verið ráðin sem fyrir-
sæta á sýningu á komandi tísku-
viku í London. Hún mun þó ekki
þurfa að ganga á sýningarpallin-
um því hún verður kynnir á
tískuverðlaunahátíð á fimmtu-
dagskvöldið næsta. Á meðal
þeirra sem afhenda verðlaun þar
verða Renée Zellweger, Kim
Cattrall úr Sex and the City og
Jada Pinkett Smith úr Matrix
Reloaded.
Fréttiraf fólki