Fréttablaðið - 22.09.2003, Síða 53

Fréttablaðið - 22.09.2003, Síða 53
MÁNUDAGUR 22. september 2003 TÓNLIST Íslensku undrin í Quarashi hafa nú staðfest þátttöku sína á Airwaves-tónleikahátíðinni í ár. Piltarnir hafa ekki komið þar fram í 5 ár, allt frá því að þeir skutu sér út fyrir landsteinana með kröftugri spilamennsku sinni í flugskýlinu á fyrstu hátíðinni. „Þegar við spiluðum um daginn á Hafnarbakkanum komum við sjálfum okkur á óvart hversu auð- veldlega við rúlluðum þessu upp,“ segir Sölvi Blöndal. „Ég og Steini vorum svo að tala saman og fannst hátíðin í ár líta vel út. Það er góð dagskrá á kvöldinu sem við erum á og af hverju ekki að slá til. Við erum hvort eð er búnir að æfa upp prógramm og erum í stuði. Þetta verða samt síðustu tónleikar Quar- ashi á þessu ári þar sem við erum á kafi í plötu og viljum eiga tíma til þess.“ Sveitin kemur fram á NASA á föstudagskvöldið 17. október ásamt Singapore Sling, Dáðadrengjum og bresk/bandaríska dúettnum The Kills. „Þetta er leið fyrir okkur til þess að þakka fyrir okkur. Síðast þegar við spiluðum á Airwaves fengum við höfundaréttarsamning sem leiddi til útgáfu úti. Eftir það hefur allt gengið vel þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á innan sveit- arinnar.“ Þorsteinn Stephensen, fram- kvæmdastjóri Hr. Örlygs sem held- ur hátíðina, segir það mikinn feng að fá Quarashi á dagskrána. „Þeir hafa ekki síður gert mikið fyrir okkur en við fyrir þá,“ segir hann um sveitina. „Það hafði gríðarleg áhrif fyrir okkur hversu vel þeim gekk eftir fyrstu hátíðina. Það kom mörgum á óvart og það hefur styrkt okkur hérna heima og hjálpað til að vekja áhuga erlendis á Airwaves.“ Þorsteinn segist hafa fundið fyr- ir því í gegnum árin að íslensku sveitirnar hafa fengið flest alla at- hyglina og bestu umfjöllunina í er- lendu miðlunum að hátíðum lokn- um. Sölvi segir þó kapphlaup hljómsveita um að tryggja sér út- gáfusamning ekki vera aðalatriði hátíðarinnar. „Það er allt í lagi fyrir sveitir að líta á þetta sem tækifæri til þess að koma sér á samning en um leið er þetta tónleikahátíð og er rosa- lega skemmtileg helgi í Reykja- vík,“ segir hann. „Fyrst og fremst lítum við á þetta sem tækifæri til þess að fá að vera með í fjörinu. Ef við ætluðum að græða pening eða vekja á okkur athygli einhvers staðar þá myndum við gera það öðruvísi.“ „Það er ánægjulegt að fá Quar- ashi heim á fimm ára afmæli hátíð- arinnar,“ bætir Þorsteinn við. biggi@frettabladid.is FÓLK Rannsóknarlögreglumenn- irnir sem vinna að máli upptöku- stjórans Phils Spectors hafa nú skilað inn skýrslu sinni. Spector er sakaður um að hafa verið vald- ur dauða B-myndaleikkonunnar Lönu Clarkson sem fannst látin á heimili hans í byrjun febrúar. Hún lést af völdum skotsárs í andlitið. Spector hefur ekki verið ákærður ennþá. Upptökustjórinn gaf það í skyn í viðtali við tímarit- ið Esquire að Clarkson hefði framið sjálfsmorð en lögreglan hefur útilokað það. Spector þurfti að borga um 78 milljónir króna fyrir frelsi sitt á meðan á rannsókninni stóð. Hann á að mæta fyrir rétt í byrjun næsta mánaðar en enn er ekki vit- að hvort hann verður kærður fyr- ir morð eður ei. Spector er þekktastur fyrir vinnu sína með Bítlunum, Ramones, Shirelles, The Ronettes og nú síðast Starsailor. ■ Umfjölluntónlist Hún Mary J. Blige er kjarn-orkukvendi. Hún hefur á hörkunni einni komið sér í hóp vinsælustu r&b-söngkvenna heims. Hún vann sér upp aðdá- endahóp með fyrstu plötum sínum og skaust svo almennilega upp á yfirborðið með útgáfu fjórðu breiðskífunnar „Mary“ árið 1999. Síðan þá hefur hún náð að halda sér á floti. Mary virðist nokkuð staðráðin í því að halda vinsældum sínum og tekur enga áhættu á nýút- kominni sjöttu plötu sinni, Love & Life. Í þennan pakka var raðað eftir formúlunni. Tveir til þrír skotheldir slagarar þar sem stór- stjörnur eru í gestahlutverkum og restin er uppfyllingarefni þar sem útsetningar eru nákvæmlega eins og það sem gengur í dag. Lögin „Love @ First Sight“, „Let Me Be The 1“ og „Willing & Waiting“ eru efni í útvarps- slagara, restin er of ómerkileg til þess að minnast á. Í nokkrum lögum er, eins og hefur verið svo vinsælt í stelpu-R&B, karl- peningurinn málaður upp sem sígraður svikull óþroskaður aumingi sem skilur lítið um ást- ina. Þetta er orðið svolítið leiði- gjarnt. Einnig er frumleikaleysi í útsetningum orðið pirrandi. Lögin hljóma á mis eins og Jennifer Lopez, Beyoncé Knowles eða Michael Jackson. Það er kominn tími fyrir uppstokkun í r&b- geiranum, og Mary er því miður ekki boðberi nýrra tíma, þrátt fyrir að hún sé stórkostleg söngkona. Birgir Örn Steinarsson Tekur enga áhættu MARY J. BLIGE: Love & Life PHIL SPECTOR Skýrslan er tilbúin og nú bíða menn eftir því hvort Spector værði ákærður fyrir morð eða ekki. Mál Phils Spectors: Lögreglan skilar skýrslu Quarashi með á Airwaves QUARASHI Eftir tónleikana á hafnarbakkanum segir Sölvi Quarashi hafa fengið um 40 tilboð um spilamennsku. Hann segir að þrátt fyrir að háar peningaupphæðir hafi verið í boði hafi sveitin afþakkað þau öll til þess einbeita sér að gerð nýju plötunnar. Pondus eftir Frode Øverli Tékkaðu á ‘essu! GEÐVEIKT sóló! Heyrðu hvernig hann teyyygir strenginn! Og bítið, maður! Fjaaalltraust! Ekkert smá að hamast á sym- bölunum! Megagrúvaður bassi svo! Gæsahúð og þumalputta- barningur! Og tékk- aðu... Halló? 25 LONDONTÍSKA Nú er tískuvikan í New York afstaðin og við tekur tískuvika í London. Þessi glæsi- legi búningur var hluti af sýningu Arkadius- tískuhússins á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.