Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.10.2003, Qupperneq 8
Viðskiptaheimurinn er ekkiundanþeginn tískusveiflum fremur en önnur svið mannfélags- ins. Töfraorð dagsins í viðskiptum munu án efa þykja hryllilega hall- ærisleg á morgun. Þannig er gangur tímans. Við finnum góða lausn sem dugar okkur vel um tíma. Sú reynsla leiðir til þess að of margir nota hana of víða og þessi mikla notkun dregur úr virkni hennar. Þegar hún dugar ekki lengur eða aðrar betri lausn- ir finnast – ný töfraorð – verður gamla lausnin dug- lítil og þar af leið- andi hallærisleg. Þannig er tískan ekki hégómleg í eðli sínu heldur að- eins sjónarhorn á síkviku samfélags- ins. Það er eigin- lega jafn vitlaust að hafna henni og að telja að í henni búi varanleg sannindi. Það sveif eitt svona tískuorð yfir þeim sviptingum sem gengu yfir íslenskt viðskiptalíf í sumar – umbreyting. Það eru til umbreyt- ingarfélög og menn leggja í um- breytingarfjárfestingar – gott ef einhver bankinn var ekki að verða umbreytingarbanki. Eflaust hafa verið skrifuð heilu bókasöfnin um umbreytingarfjárfestingar en ég reikna með að niðurstaða þess sé að við vissar aðstæður felist hagn- aðarvon í því að taka gömul og rótgróin fyrirtæki, endurskil- greina markmið þeirra og skipu- lag og gera rekstur þeirra verð- meiri á tiltölulega skömmum tíma. Ætli líkurnar á að finna svona fyrirtæki á tilteknu mark- aðssvæði vaxi ekki eftir því sem stöðnun hefur ríkt þar lengur. Ís- lenskt viðskiptalíf ætti samkvæmt því að vera gósenland þeirra sem vilja græða á umbreytingum – ein- nig flest ríki Austur-Evrópu. Það má því gera ráð fyrir að í hvert sinn sem samfélög standa á tíma- mótum – séu að losna undan stöðn- uðu kerfi og vart farin að fóta sig í nýju – muni umbreytingarfjár- festingar komast í tísku. Skeljung- ur er nú í eins konar púpuástandi á leið sinni í gegnum umbreytingar- skeiðið og Eimskip er á byrjunar- reit. Gömlu ríkisbankarnir eru komnir vel á veg með að verða eitthvað nýtt og verðmeira en þeg- ar þeir voru skilgreindir sem hluti hins pólitíska valds. Nú eru gömlu kommúnistarnir í Búlgaríu að selja ríkissímann sinn og því von um að það taki íslensku frjáls- hyggjudrengina í Sjálfstæðis- flokknum ekki mörg ár enn að selja sinn. Þá mun Landssíminn verða kjörið verkefni fyrir um- breytingarfjárfesta. Að horfa aftur eða fram Ástæða þess að sumir sjá tæki- færi til umbreytingar í fyrirtæki en aðrir ekki liggur sjálfsagt í því að sínum augum lítur hver silfrið. Þegar einn metur verðmæti fyrir- tækis út frá því hvað var og annar sér hvað það er getur sá þriðji metið það út frá því hvað það gæti orðið. Sumir snúa aftur; horfa yfir fortíðina og gera ráð fyrir að framtíðin verði spegilmynd henn- ar. Þessi sýn getur dugað vel um langan tíma í stöðugu samfélagi. En þegar samfélög ganga í gegn- um breytingartíma dugar þessi sýn skyndilega ekki lengur – hún verður allt í einu kjánaleg. Á sama hátt snúa sumir fram og gera ráð fyrir að í framtíðinni búi ómæld tækifæri. Þessir meta nútímann út frá kostum framtíðarinnar og fá því skiljanlega allt aðra útkomu en hinir. Í stöðugu samfélagi geta þessir orðið glópar; ráðist í glóru- laus verkefni sem geta aldrei orð- ið annað en táknmynd um löngun aðstandenda til að heimurinn væri öðruvísi en hann er. En þeg- ar grunnforsendur samfélagsins breytast geta þessir glópar hitt naglann á höfðið og orðið til að ýkja breytingarnar enn frekar – sem aftur skapar fleiri tækifæri fyrir aðra glópa. Nú er það svo að fæst fólk met- ur stöðu dagsins annað hvort út frá fortíðinni eða framtíðinni – heldur notast við sitt lítið af hver- ju. Það hjálpar okkur hins vegar að einfalda hlutina. Þessi mynd skýrir að hluta hvers vegna fólk í viðskiptaheiminum hefur uppi svona ólík sjónarmið til þeirra breytinga sem hafa orðið á undan- förnum mánuðum. Þeir sem voru háðastir gamla kerfinu – bæði efnahagslega, félagslega og hug- myndalega – lýsa þessum breyt- ingum sem válegum tíðindum og bera ugg í brjósti. Aðrir virðast hins vegar gersamlega ónæmir fyrir þessum ótta. Á sama hátt skýrir þetta nokkuð hvernig stendur á því að þeir sem stóðu fyrir breytingunum og þeir sem reyndu að hindra þær geta báðir sakað hinn aðilann um bolabrögð. Forsendur þeirra eru einfaldlega svo ólíkar að það er nánast ómögulegt að þeir geti deilt mati sínu á nokkrum sköpuðum hlut. Ef þið trúið þessu ekki getið þið beð- ið fyrrverandi og núverandi eigin- konu einhvers sem þið þekkið að lýsa mannkostum eiginmannsins. Ísland er tengsl þess við umheiminn Ef það er svo að samfélög ganga stundum í gegnum ör breyt- ingarskeið en eiga þess á milli kyrrlátari tíma – hvernig getum við þá metið hvort eigi við um dag- inn í dag? Hvers vegna gat fágað andóf Solzhenitsyn ekki af sér neinar samfélagsbreytingar þegar ræður rustans Walesa virtust vera neistinn sem kveikti í púðurtunn- unni? Líklega er besta leiðin að skoða árangurinn. Ef þeir sem hampa tískuorðinu umbreytingu í viðskiptalífinu í dag virðast ná ár- angri á meðan ekkert gengur upp hjá þeim sem vilja verja óbreytt ástand er óhætt að reikna með að íslenskt viðskiptalíf sé á öru breytingarskeiði. Og þar sem við- skipti geta ekki lifað ofan eða utan við samfélagið sjálft getum við gert ráð fyrir að það sama eigi við um aðrar deildir þess. Það er til dæmis engin tilviljun að þeir sem fara hraðast yfir í við- skiptum eru þeir sem skilgreina athafnasvæði sitt víðar en innan landamæra íslenska lýðveldisins. Þeir sem hafa þurft að sjá eftir völdum og stöðu eru hins vegar einkum þeir sem hafa skilgreint tækifæri sín á Íslandi og í náinni samvinnu við þá sem hafa lengst af farið með mest völd innan stjórnkerfis íslenska lýðveldisins. Það hefur verið um fátt meira tal- að undanfarna áratugi en áhrif al- þjóðavæðingar á þjóðríkin og það væri í hæsta máta undarlegt ef þessi áhrif næðu ekki á endanum hingað upp á hjara veraldar. Þessi áhrif eru ekki bundin við formleg tengsl stjórnvalda heldur ná þau ekki síður til fyrirtækja, félaga- samtaka og einstaklinga. Öfugt við það sem áður var er áhrifa- mesta fólkið í íslensku menning- arlífi í dag listamenn sem hafa náð hljómgrunni víða um heim. Vegna aukinnar alþjóðavæðingar hefur vægi íslenska þjóðríkisins minnkað. Það er vissulega ennþá stjórnsýslueining en það er ekki jafnframt heill og sjálfstæður menningarheimur og ekki lengur heilt og sjálfstætt markaðssvæði. Í raun er ekki lengur hægt að skil- ja íslenskt samfélag nema sem hluta mun stærri heildar. Kannski liggja mest sannindi um stöðu ís- lensks samfélags í tengslum þess við umheiminn – miklu fremur en í því sem aðgreinir það frá öðrum samfélögum. Orkan og aflið ligg- ur í tengslunum. Óumflýjanlegar umbreytingar Vegna langvarandi kyrrstöðu íslensks samfélags á síðustu öld eru íhaldssöm sjónarmið nánast inngróin í þjóðarsálina. Stæk þjóðernishyggja með tilheyrandi íhaldssemi og varúð gagnvart er- lendum áhrifum var til dæmis meginstefið í íslenskri menningu allt frá því á millistríðsárunum. Auðvitað varð íslensk menning fyrir áhrifum að utan en samfé- lagið hafnaði þeim þar til búið var að klæða þau í íslenskan búning. Sósíalismi og kommúnismi komust ekki á flug á Íslandi fyrr en búið var spyrða við þessar kenningar þjóðernislegri and- stöðu við erlend áhrif af hersetu Bandaríkjamanna. Atómskáldin byrjuðu að yrkja um borgarlíf nú- tímafólks en enduðu úti í móa að kveðast á við stör. Umhverfis- vernd er á Íslandi miklu fremur þjóðernisleg en alþjóðleg – sem hún þó er í eðli sínu. Og þar fram eftir götunum. Í lok síðustu aldar var íslensk menning að stein- renna í fjórum orðum: Landið, tungan, sagan, þjóðin. Þannig gat staðnað samfélag af sér staðnað menningarlíf eins og staðnað viðskiptalíf. Eftir að hafa séð umbreytingarnar í islensku viðskiptalífi ættum við því að gera ráð fyrir sambærilegum um- breytingum í menningarlífi okkar, stjórnmálum og flestum hug- myndum okkar um samfélagið. Það er ekki skrítið að íslenskur leikhópur sé þessa dagana að sýna leikverk eftir Shakespeare í London. Það er einfaldlega óhjá- kvæmilegt. Við gætum reynt að tefja fyrir leikhópnum með því að beina honum að öðrum verkefn- um með fégjöfum eða hótunum; en við getum ekki hindrað hann – eða einhvern annan – til lengdar. Það sama á við um svo marga þætti í samfélagi okkar. Þeir gangast nú undir grundvallar- breytingar sem liggja í breyttri stöðu íslensks samfélags og nýj- um hugmyndum einstaklinganna sem þar búa. Þessa dagana – og enn frekar á næstu misserum – eru þær radd- ir að verða háværari sem vilja sporna við breytingum á samfé- lagi okkar, telja þær of örar og óljóst hvert þær stefna. Breyt- ingartímum fylgja óumflýjan- lega átök. Til að skilja þau er hins vegar nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því um hvað átökin snúast. Þá leyfir maður sér stundum einfaldanir – eins og ég hef gert hér. ■ Ein af stærri fréttum vikunnarvar ekki stefnuræða Davíðs heldur var fréttin frétt Stöðvar 2 af stefnuræðunni. Hvernig má þetta vera? Jú, Stöð 2 komst yfir ræðuna sem afhent hafði verið þingmönn- um og einn þeirra kjaftaði í Stöð 2 sem kjaftaði í þjóðina, skúbbaði og skemmdi stemminguna fyrir Davíð. Nú stendur yfir dauðaleit að Litla þingmanninum sem lak og hefur DV gengið í lið með Davíð og er meira í því að stjórna leitinni frem- ur en að segja frá henni sem slíkri. Þeir ganga á þingmenn og spyrja hreint út: „Lakst þú?“ Stöð 2 neitar að kjafta frá því hver kjaftaði frá enda liggur við blaðamannaheiður- inn sjálfur – verndun heimildar- manna. Þetta er þrátt fyrir að sjálf- ir stóðu þeir nýverið fyrir umfangs- mikilli leit innan eigin raða að Litla Stöðvar 2 manninum. Sá átti að hafa kjaftað frá því að frétt um laxveiði Geirs Haarde með Búnaðarbankan- um Kaupþingi hafi verið stöðvuð vegna þess að hún gæti truflað við- kvæmar samningaviðræður um ýmis lán í vanskilum. Frétt sem reyndar var búið að kynna en kom svo aldrei þannig að menn söknuðu fréttarinnar þrátt fyrir Litla Stöðv- ar 2 manninn, sem skyldi eltur uppi, skorinn, steiktur og skotinn. Þannig þekkir Stöð 2 vel litlu mennina frá öllum sjónarhornum. Sem og reynd- ar DV einnig sem var lengi vel með Litla Landssímamanninn undir verndarvæng sínum. Þá var DV í þeim sporum að hylja slóð hans en ekki finna – en allt kom fyrir ekki – Litli Landssímamaðurinn fannst og honum var gert að taka pokann sinn. Líkt og Litla Stöðvar 2 mannin- um Snævarr – eða var það Snorri Már sem kominn er á Þjóðminja- safnið meðan Snævarr hefur gert fundarstjórn að sérgrein? Skyldi Litli þingmaðurinn fjúka þegar hann finnst? En svona geta aðstæð- ur hverju sinni breytt sjónarhorn- inu og afstöðunni einn tveir og bíngó. Hins vegar hefur Stóri Varn- arliðseignarmaðurinn aldrei fundist sem kjaftaði svo hressilega frá því að á Sölu varnarliðseigna hefðu menn stundað árum saman að fleyta ofan af rjómann: Eldavélar, stígvél hert í fljótandi blóði vígvallanna og jafnvel heilu bílarnir urðu sporslur stjórnenda. Hvar er hann sá armi þrjótur? Þetta kennir okkur að ekki skiptir neinu máli hverju er lekið heldur hver lak! ■ 8 5. október 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Litli þingmaðurinn ■ Nú eru gömlu kommúnistarnir í Búlgaríu að selja ríkissím- ann sinn og því von um að það taki íslensku frjálshyggju- drengina í Sjálfstæðis- flokknum ekki mörg ár enn að selja sinn. Smáa letrið Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um tískuorðið umbreytingar. RÓMEÓ OG JÚLÍA Það er ekki skrítið að íslenskur leikhópur sé þessa dagana að sýna leikverk eftir Shakespeare í London. Það er einfaldlega óhjákvæmilegt. Umbreytingar og stöðnun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.