Fréttablaðið - 05.10.2003, Qupperneq 17
míkrófóninn en Engilbert segir
það aldrei hafa verið inni í mynd-
inni. Östlund var í eitt ár í Hljóm-
um.
Tilvera
Þegar þetta var stofnaði Jen-
sen Óðmenn ásamt fleiri góðum
mönnum, hljómsveit sem var rétt
að fara á flug þegar Hljómar vildu
fá hann aftur yfir. Jensen segir
það hafa verið erfiða ákvörðun að
taka – að fara aftur í Hjóma eftir
að hafa hætt og skilja Óðmenn eft-
ir trommaralausa. En það hafi allt
leyst farsællega og endaði með
því að Östlund tók stöðu hans í Óð-
mönnum.
Þegar Trúbrot varð til fór Eng-
ilbert í Tilveru, nýstofnaða hljóm-
sveit með Rúnari Gunnarssyni,
Axeli Einarssyni og fleirum. „Það
dreif eiginlega ekki neitt. Svo
varð Rúnar veikur, sem er mjög
dapurleg saga, hætti og fór á spít-
ala. Við vorum að gramsa í þessu
einhvern tíma, svo hætti ég þar og
var í lausabisness í einhver ár. Ég
var einn vetur uppi á Skaga og
annan með Óla Gauk. Það var lær-
dómsríkt, ákaflega faglega að því
bandi staðið, allt útsett og útskrif-
að. Gerólíkt öllu sem ég hafði áður
kynnst.“
Haukar og Geimsteinn
Síðan tóku við örfá ár í Hauka-
bandinu sem hefur verið kallað
sukksamasta band Íslandssögunn-
ar. „Það var mikil gleði,“ kímir
Jensen. „Ég var í ein tvö ár um-
boðsmaður hljómsveitarinnar. Ég
sá um að bóka böll og slíkt.“
Og eftir árin með Haukum fór
Engilbert í Geimstein með fyrr-
um félaga sínum Rúnari. Þetta
var á diskótímabilinu. Jensen er
ekkert endilega á því að það hafi
verið niðurlægingartímabil líkt
og margir poppfræðingar vilja
meina. „Ég gerði nú eina sólóplötu
á diskótímanum sem dr. Gunni út-
nefndi sem diskóplötu aldarinnar.
Plata sem ég gerði með Gunnari
sem þá bjó úti í London. Það var
ágætt. Geimsteinn var mikið
diskóband og spilaði úti um allt.
Til dæmis fórum við til Færeyja
sem var frábært. Þangað þótti
mér gaman að koma. Færeying-
arnir eru svo hægverskir, rólegir
og æðislega vinalegt og gott fólk.
Allt opið þar og þeir taka afar vel
á móti gestum. Því miður hef ég á
tilfinningunni að margur Íslend-
ingurinn hafi misnotað sér gest-
risni þeirra – menn sem hafa
kannski verið á fylleríi og slíkt.
Hafa troðið þeim um tær, fært sig
upp á skaftið.“
Nýtt ástand
„Svo bara hætti ég,“ segir
Jensen aðspurður um hvað
hafi tekið við af Geimsteini.
„Ég vildi bara annað um-
hverfi og nýtt ástand. Ég
var kominn vel á veg með
að drepa mig á sukki og fór
bara í meðferð. Kláraði
það og hef núna verið edrú
í 18 ár. Ég er ekkert að
blása það út eins og marg-
ir. Ég á það bara við mig.
Ég er ekkert að velta mér
uppúr þessu eða flækja
málin. Þetta er allt frekar
einfalt og ég tek bara einn
dag í einu.“
Við tók nýtt áhugamál
og ólíkt heilnæmara, eða
veiðar, en Engilbert hefur
til dæmis verið leiðsögu-
maður í Grímsá, en er nú
hættur því. „Þó það sjáist
kannski ekki, þá hef ég ver-
ið veikur. Ég þjáist af slit-
gigt, sem er ættgengur fjári
og hefur lagst nokkuð illa á
mig og mína fjölskyldu.“ Og
þá eru fluguhnýtingar Jensen
hugleiknar og snilld hans á
því sviði er rómuð af
fluguveiðimönnum.
Dótturmissir
Engilbert Jen-
sen býr einn núna
og hefur gert
lengi. „Ég er
tvígiftur. Átti
þrjá drengi
með fyrri
konu, eina
dóttur með seinni konu og eina
dóttur í lausaleik eins og það heit-
ir. Ég er fimm barna faðir en hef
misst eina dóttur mína. Hún lenti
í bílslysi á Laugaveginum fyrir
mörgum árum – alveg hræðilegt.
Bíll var að keyra yfir Vitastiginn,
hafnaði á dóttur minni og vinkonu
hennar og endaði för sína inni í
gullsmíðabúð Jóns og Óskars.
Dóttir mín, sem þá var 19 ára, dó
og vinkona hennar hefur verið
lömuð alla tíð síðan. Þetta var
ægilega fín stelpa, bráðgreind,
hlý og góð. Þetta var hræðilegt og
sárt. Mikil eftirsjá. Og á þessum
aldri. Umferðin tekur mikið af
unga fólkinu, sem er hræðilegt.
Ég afgreiddi þetta mjög faglega
og notaði AA-kerfið á það: Sætta
sig við það sem maður fær ekki
breytt. Ekki var um annað að
ræða. Hins vegar gekk barnsmóð-
ir mín í gegnum miklar sálrænar
hremmingar í kjölfarið. Þetta er
þungbært við að eiga.“
Engin unglingahljómsveit
lengur
Afmælistónleikarnir leggjast
vel í Jensen. Hann er spenntur, ör-
lítið stressaður en kennir það
flensu sem hann á við að stríða.
„Það er vonandi að maður verði
búinn að jafna sig. Krítíkin er
manns óvinur. Alveg sama hvort
maður er veikur eða ekki, krítíkin
er óvægin og tillitslaus: Maður er
bara dæmdur, sé maður hás eru
það vörusvik við þá sem mæta.“
Í margívitnaðri bók Ómars er
alltaf talað um Hljóma sem ung-
lingahljómsveit, hljómsveit unga
fólksins. „Við erum náttúrlega
engin unglingahljómsveit lengur,“
hlær Jensen. Engu að síður hefur
fjöldi ungs fólks gaman af því
sem Hljómar eru að gera. „Ég á
góða vinkonu, 12 ára gamla, í
Hveragerði. Ég hélt á henni undir
skírn á sínum tíma og við höfum
alltaf haldið sambandi. Það er
mikil músík í henni og henni
finnst voðalega gaman að þessu.
Og henni finnst spennandi að ég,
vinur hennar, sé að gera plötu og
svona. Ég tók hana eitt sinn með
mér á æfingu og hún söng með
mér Bláu augun. Það var mikil
upplifun fyrir hana.“
Engilbert gerir ekki upp á milli
laga, og segir ekki skemmtilegra
að syngja eitt umfram annað. „Ég
hef alltaf haft það að leiðarljósi að
ganga frá mínum málum eins vel
og ég get hverju sinni.“
jakob@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 6. október 2003
HLJÓMAR NÚ
Eiga fjörutíu ára afmæli og halda tónleika í kvöld í Austurbæ.
ENGILBERT JENSEN Á ÁRUM ÁÐUR
„Þetta var svakaleg bylgja sem fór í gang með The
Beatles, sennilega eitt mesta swing mannkynssögunn-
ar,“ segir Jensen en útilokar alls ekki möguleikann á
að eitthvað svipað muni koma fram síðar. „Jújú,
kannski kemur eitthvað sem toppar þetta.“
Ég var kominn vel á
veg með að drepa
mig á sukki og fór bara í
meðferð. Kláraði það og hef
núna verið edrú í 18 ár. Ég er
ekkert að blása það út eins
og margir. Ég á það bara við
mig.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Síðustu sætin til Prag þann 13. okt. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir
1. Kynnstu þessari yndisfögru borg á besta tíma ársins þegar haustið er
að bresta á. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin. Að auki getur
þú valið um úrval þriggja og fjögurra stjarna hótela og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
2 fyrir 1
til Prag
13. okt.
frá 19.950
Verð kr. 19.950
Fargjald kr. 32.600 / 2 = 16.300
Skattar kr. 3.650
Alm. verð kr. 20.950
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
dMunið Mastercard
ferðaávísunina