Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 2
2 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR „Svalur.“ Sean Connery sá Rómeó og Júlíu í London. Gísli Örn Garðarsson er leikstjóri sýningarinnar. Spurningdagsins Gísli Örn, hvernig var James Bond? Eru sammála um þróunarsamvinnu Samhugur meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um að auka þurfi framlög til þróunarhjálpar og -samvinnu. Í nýrri skýrslu er lagt til að framlög verði tvöfölduð til ársins 2006. ALÞINGI Þingmenn úr öllum flokk- um virtust sammála um það á Al- þingi að Íslandi bæri að auka framlög sín til þróunarhjálpar og þróunarsamvinnu. Utandag- skrárumræða fór fram um málið í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hóf um- ræðuna og ræddi vanda fátækra þjóða og ábyrgð ríkra þjóða. Hún gerði að umtalsefni nýlega skýrslu sem Jónas Haralz og Her- mann Ingólfsson unnu fyrir utan- ríkisráðuneytið um Ísland og þró- unarlöndin. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar leggja mun minna hlutfallslega til þróunar- mála en nágrannalöndin. Þórunn spurði utanríkisráð- herra um hvernig stjórnvöld ætl- uðu sér að taka þátt í að ná þúsald- armarkmiðunum um þróun sem samþykkt voru á aldamótafundi Sameinuðu þjóðanna sumarið 2000. Hún spurði einnig hvort ráð- herra hyggðist beita sér fyrir þvi að framlög Íslendinga til þróunar- mála yrðu tvöfölduð til ársins 2006 eins og Jónas og Hermann leggja til í skýrslu sinni. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagðist fagna umræðu um málið á Alþingi. Hann sagði að framlög Íslands til þróunarmála hefðu aukist mjög mikið síðustu árin og að stefnan væri að auka þau til muna. Hvernig það yrði gert, sagði hann of snemmt að segja til um og það markaðist meðal annars af umræðum á Al- þingi um málið. Hann sagði að þróunarmálin yrðu lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslendinga á næstu árum og að Ís- lendingar sem rík og siðmenntuð þjóð bæru skyldur gagnvart fá- tækum þjóðum og ættu að leggja sitt af mörkum. Hann nefndi þar bæði marghliða og tvíhliða þróun- arsamvinnu og gerði einnig inni- hald samvinnunnar að umfjöllun- arefni. Málið væri flókið, undir- búningur yrði að vera góður og verkefnin yrðu að vera á forsend- um móttökulandsins. Nokkrar umræður spunnust um hvort eðlilegt væri að telja borgaralega friðargæslu til þró- unaraðstoðar en ráðherrann sagði stjórnvöld fylgja alþjóðlegum reglum um hvernig aðstoðin sé reiknuð. kgb@frettabladid.is Ekkert mótframlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar: Virða ekki kjarasamninga ATVINNUMÁL „Gagnvart okkur snýst þetta um réttmætt mótframlag að séreignalífeyrissjóðum og að stað- ið sé við kjarasamningana frá ár- inu 2001,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, trúnaðarmaður hjá Strætó bs. Reykjavíkurborg neitar að greiða mótframlag í séreignalíf- eyrissjóð eins og tíðkast á almenn- um vinnumarkaði og hjá ríkinu. „Ég er í séreignalífeyrissjóði og greiði þar minn hluta en fæ ekkert mótframlag. Fólk í starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar á að sjálfsögðu að geta nýtt sér kosti þess að greiða viðbótar lífeyris- sparnað eins og aðrir.“ Guðmundur segir ennfremur að samkvæmt síðustu kjara- samningum stóð til að gera sí- menntunaráætlun og gera fólki kleift að klífa launstiga hraðar en ella með aukinni menntun. „Það var unnið vel að því að und- irbúa þessa áætlun en síðan hætti sú vinna snögglega og ekkert hefur gerst aftur í lang- an tíma. Þetta er keppnismál vegna þess að með það gæfi stjórnendum tækifæri til að umbuna sínum starfsmönnum fyrir góð störf með því að hækka viðkomandi um launa- flokka.“ ■ Bjart er yfir bönkunum: Hagnaðurinn sextán milljarðar FJÁRMÁL Afkoma af bankarekstri verður með besta móti þetta árið að mati greiningardeilda Íslands- banka og Kaupþings Búnaðar- banka. Samanlagður hagnaður bankanna miðað við spár slagar hátt í 16 milljarða. Kaupþing Búnaðarbanki spáir Íslands- banka 5.450 milljóna hagnaði það sem er um 60% meiri hagnaður en fyrir árið í fyrra. Kaupþing Búnaðarbanki spáir Landsbank- anum rúmum þremur milljörðum króna í hagnað fyrir árið. Ís- landsbanki spáir bankanum 3,4 milljörðum það er 50-70% aukn- ing hagnaðar miðað við árið 2002. Mestur verður hagnaðurinn hjá Kaupþingi Búnaðarbanka. Ís- landsbanki spáir bankanum 6,7 milljarða hagnaði sem er ríflega 25% aukning hagnaðar frá því í fyrra. Mikill hagnaður er af verð- bréfaeign bankanna. Mikill geng- ishagnaður varð af skuldabréfa- eign á fyrri helmingi ársins og innlend hlutabréf hafa hækkað mikið síðustu þrjá mánuði. Tölu- verður vöxtur er í útlánum bank- anna og dregið hefur úr vanskil- um og gjaldþrotum. ■ Móar hf.: Nauðasamn- ingum hafnað DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok júlí um staðfestingu á nauðsamningum Móa hf. fuglabúi við lána- drottna. Ágreiningur reis meðal kröfuhafa um hvort frumvarp af nauðasamningum væri ásættan- legt. Það voru Hamar ehf., og Reykjagarður hf. sem skutu úr- skurði héraðsdóms, þar sem nauðsamningar voru staðfestir, til hæstaréttar. Líkur eru til þess að Móar óski eftir gjaldþrota- skiptum úr því nauðasamnings- frumvarpið var ógilt. ■ Viðræður í uppnámi: Vilja útiloka Japana BALÍ, AP Norður-Kóreumenn segj- ast ekki munu leyfa Japönum að taka þátt í viðræðum um kjarn- orkuáætlun sína. „Japan þvælist bara fyrir frið- samlegri lausn deilu okkar og Bandaríkjamanna um kjarnorku,“ sagði talsmaður Norður-Kóreu- stjórnar. Rán Norður-Kóreumanna á nokkrum Japönum á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar hefur verið bitbein Japana og Norður- Kóreumanna og notuðu Japanar tækifærið í kjarnorkuviðræðunum í ágúst til þess að ræða það mál. Talsmaður Norður-Kóreu segir það mál hafa verið leyst í fyrra. ■ Gagnrýnir ráðherra: Impregilo veitt skjól ATVINNUMÁL „Ráðherra er með þessari framsetningu að segja að verkalýðshreyfingin fari með bull og vitleysu í sínum málflutningi,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, tals- maður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna. Er hann þar að vitna í svör ráðherra varðandi Impregilo, þess efnis að eftirlits- stofnanir hafi ekki fundið nein dæmi um að ís- lenskum lögum og reglum hafi ekki verið fylgt eftir. „Það er dæmalaust að heyra slíkt frá félagsmálaráð- herra sjálfum og reyndar öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins. Ein aðal- forsenda þess að stórfyrirtæki á borð við Impregilo hagi sér svona er einmitt vegna þess skjóls sem stjórnvöld veita. Þetta er þekkt frá þriðja heims ríkjunum.“ ■ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Segir fólki í starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar mismunað. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segir Íslendinga hafa skyldum að gegna gagnvart fátækjum ríkjum. ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR Hóf utandagskrárumræðu um Ísland og þróunarlöndin. Segir Samfylkinguna styðja tvö- földun framlaga Íslands til ársins 2006. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Segir málflutning fé- lagsmálaráðherra með ólíkindum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / AL D A LÓ A METHAGNAÐUR Góðærið er komið í bankanna og nú stefnir í að samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja verði hátt á sextánda milljarð. ÁÆTLAÐUR ÁRSHAGNAÐUR BANKANNA 2003 Kaupþing Búnaðarb.* 6.723 milljónir Landsbankinn* 3.492 milljónir Íslandsbanki** 5.450 milljónir Samtals: 15.665 milljónir *samkvæmt spá Íslandsbanka ** samkvæmt spá Kaupþings Búnaðarbanka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Forstjóri Eimskips: Kristinn í myndinni FORSTJÓRAR Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjón- varpsfélagsins sem rekur Skjá 1, er inni í myndinni sem framtíðar- forstjóri Eimskipafélagsins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt enda á eftir að kjósa nýja stjórn félagsins. Það verður gert á morgun. Stjórnin mun síðan taka ákvörðun um hvaða breytingar verða gerðar meðal stjórnenda fé- lagsins. Kristinn hefur reynslu af flutn- ingastarfsemi eftir störf hjá Sam- skipum. Hann var framkvæmda- stjóri Goða áður en hann kom til Skjás 1. ■ LÁTBRAGÐ LEIÐTOGANNA Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, og Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu. Fyrrum forsætisráðherra: Sakaður um fjármála- svindl NANTERRE, AP Fyrrverandi forsæt- isráðherra Frakklands, Alain Juppé, á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi vegna spilling- armála. Málið snýst um greiðslur frá borgaryfirvöldum og einkafyrir- tækjum sem greiddu laun fjölda starfsmanna flokks Jacques Chiracs. Forsetinn er sjálfur flæktur í málið en nýtur sem for- seti, friðhelgi frá saksókn. Verði Juppé sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.