Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 26
■ ■ KVIKMYNDIR  20:00 Lundarbíó stendur fyrir sýn- ingu á stuttmyndunum í Norræna hús- inu. Níu myndir verða sýndar en þær koma að þessu sinni frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Bretlandi og Ástral- íu. Að stuttmyndum loknum verður sýnd bresk gamanmynd frá áttunda ára- tugnum.  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfa- bakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regn- boginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borg- arbíó, Akureyri, s. 462 3500  Kvikmyndahátíð Eddunnar í Regn- boganum: Elephant kl. 18 - stuttm. Síð- asta Kynslóðin sýnd á undan, Blue Car kl. 18, Dirty Pretty Things kl. 20, Thirteen kl. 20, Young Adam kl. 20, Hero kl. 22, Home Room kl. 22, Dogville kl. 22. ■ ■ TÓNLEIKAR  21:00 Fyrstu tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur fara fram á Kaffi Reykjavík í kvöld. Þá stýrir sveitinni einn af fremstu jazztrompetleikurum heimsins, Tim Hagans frá New York. Hann mun stjór- na sveitinni í eigin verkum auk þess að leika á trompet. Hagans hefur leikið með stórsveitum Stan Kenton, Woody Herman, Thad Jones og Ernie Wilkins, svo einhverjir séu nefndir. Hann hefur einnig leikið með stórstjörnum nútím- ans, s.s. saxófónleikaranum Joe Lovano. Hagans er listrænn stjórnandi Norrbott- en stórsveitarinnar í Svíþjóð, en hún er önnur tveggja atvinnustórsveita þar í landi.  23:00 Canora leikur á Grand Rokk í kvöld. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12:15 Dr. Gauti Krismannsson aðjunkt í þýðingarfræðum heldur fyrir- lestur í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og nefnist „Sir Walter Scott and Eyrbyggja saga: the end and beginning of Iceland- ic Literature“. Sir Walter Scott var meðal þeirra fyrstu og sem kynntu norrænar bókmenntir á Bretlandi. Hann þýddi eða endurritaði Eyrbyggja sögu úr latínu snemma á nítjándu öld og er það með fyrstu þýðingum á einhverri Íslendinga sagna á ensku. Hann orti síðar nokkurs konar víkingakvæði þar sem hann not- aði fyrirmyndir Íslendinga sagna auk þess sem hann var ófeiminn við að fá lánað úr þeim sögum sem hann þekkti þegar hann var að skrifa sínar eigin skáldsögur. Kunnastur er Scott þó fyrir að vera ekki aðeins höfundur fjölda söguljóða og skáldsagna, heldur fyrir að vera í raun höfundur heillar bókmennta- greinar, hinnar svokölluðu sögulegu skáldsögu eins og bókmenntafræðingur- inn Georg Lukács skilgreindi hana.  12:30 David Walters ljósahönnuð- ur frá Ástralíu flytur fyrirlestur er nefnist „Samvinna leikara og ljósahönnuða“ í stofu 113 í Listaháskóla Íslands, Skip- holti 1.  16:15 Sveinn Agnarsson heldur fyrirlestur í Málstofu Hagfræðistofnun- ar að Aragötu 14. Þar ræðir hann um hagvöxt og framleiðni á Íslandi frá árinu 1870-1945. Fyrir nokkrum árum gaf Guðmundur Jónsson út bókina Hag- vöxtur og iðnvæðing: Þróun landsfram- leiðslu á Íslandi 1870-1945. Þar kom m.a. fram að árlegur meðalvöxtur lands- framleiðslu á Íslandi var 2,1% sem er meiri vöxtur en í flestum löndum Evr- ópu og Bandaríkjunum á sama tímabili.  16:30 Ingvill Plesner félagsfræð- ingur heldur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, Félagsvísindatorgi, Þing- vallastræti 23, stofu 14, sem nefnist Hvað heldur samfélaginu saman?. Þar fjallar hún um tilraunir fræðimanna til að svara hinu sígilda viðfangsefni félags- fræðinnar spurningunni um það hver sé grundvöllur samfélagsins. Til að varpa ljósi á umræðuna mun hún m.a. skoða þau gildi sem liggja til grundvallar starfi grunnskóla á Norðurlöndum. ■ ■ FUNDIR  20:00 Ættingjabandið, ættingja- og vinasamband Hrafnistu í Reykjavík, stendur fyrir fræðslu- og skemmtikvöldi. Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir flytur erindi um öldrun. Hann fjallar um starfslok, breyttar aðstæður á efri árum og það ferli sem þá fer í gang. Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur með meiru, mun skemmta með söng og gamanmálum. Boðið verður upp á kaffi- veitingar. Skráning fer fram á Hrafnistu í Reykjavík í síma 585 9500. Þátttöku- gjald er 500 krónur. 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Einhverjum brá eflaust í brúnvið að sjá tónlistarmanninn Jó- hann G. Jóhannsson í gær taka lagið með Quarashi í listaþættin- um Mósaík á RÚV. Þetta er ekki eina samstarf Jóhanns við Sölva Blöndal, höfuðpaur Quarashi. Nú er komin út safnplatan Gullkorn, sem Sölvi hafði umsjón yfir, með öllum vinsælustu lögum Jóhanns frá árunum 1967-1997. „Sölvi á algjörlega heiðurinn af þessu, ég hef voðalega lítið gert,“ segir Jóhann og viðurkennir að vera mjög montinn yfir áhuga Sölva á lögum sínum. „Við höfum þekkst frá því að hann notaði laga- bút eftir mig í laginu Tarfur, sem var bassastef úr Óðmannalaginu „Ég vil þig“, og haldið sambandi.“ Jóhann fékk svo símhringingu frá Sölva eftir að sá eldri mætti í þátt Jóns Ólafssonar á RÚV. „Þá spurði hann mig hvort þessi þekktustu lög mín hefðu verið gefin út á safnplötu í upphafleg- um útsetningum. Þegar ég svaraði nei, fannst honum tímabært að gera það. Hann sagði, eftir að hafa séð þáttinn, að það hefði komið sér á óvart á hversu breið- um grunni lögin voru, eins og hann orðaði það. Hvað ég hafði samið fyrir marga ólíka flytjend- ur og valdi um 20 lög á safnplötu.“ Sölvi og umboðsmaður Qu- arashi, Kári Sturluson, gefa því út nýju safnplötuna í samstarfi við Skífuna. Á henni eru að finna lög á borð við Dont Try to Fool Me, Eina ósk, Hvers vegna varst’ ekki kyrr?, Traustur vin- ur, Fljúgum hærra og Óðmanna- lagið Orð Morð sem Quarashi og Jóhann fluttu í sjónvarpinu í gær. „Það að yngri tónlistarmenn flytji lögin manns er mesti heið- ur sem lagahöfundi getur hlotn- ast,“ svarar Jóhann aðspurður um það hvað honum finnist um framtak Sölva og Regínu Ósk en ný útgáfa hennar á Dont Try to Fool Me sló í gegn í sumar. „Ég tala ekki um þegar eitthvert lag nær því að verða sígilt. Dont Try to Fool me hefur af mörgum þótt vera þannig lag, og ég er svakalega ánægður með það.“ biggi@frettabladid.is ■ TÓNLIST Sölvi lífgar upp á Jóhann G. hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 OKTÓBER Miðvikudagur FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER KL. 19:30 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Truls Mørk Ralph Vaughan Williams ::: Fantasía um stef eftir Thomas Tallis Hafliði Hallgrímsson ::: Sellókonsert Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 2 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Gul #1 Beethoven og splunkunýr spennandi sellókonsert 16. október 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Kór ::: Söngsveitin Fílharmónía Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 1 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 2 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 3 Hafliði Hallgrímsson og Truls Mørk munu kynna sellókonsertinn kl. 18:30 á stóra sviðinu í Háskólabíói fyrir tónleikana á fimmtudaginn. Misstu ekki af skemmtilegri kynningu. www.sellofon.is og sellofon@sellofon.is Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Frumsýning 8 október 2 sýning 9. október 3 sýning 10. október 4 sýning 18. október mið 15. okt kl. 21, UPPSELT sun 19. okt kl. 21, örfá sæti fim 23. okt kl. 21, örfá sæti GRÍMAN 2003: „Besta leiksýningin,“ að mati áhorfenda. JÓHANN G. MEÐ QUARASHI Söng með í viðlögum lagsins Orð morð í Mósaík í gær. SÆVAR CIESIELSKI Rammar inn í harðvið. Ciesielski með sýningu Sævar Marinó Ciesielski opnarmálverkasýningu á horni Óð- insgötu og Skólavörðustígs á laug- ardaginn. Sævar Ciesielski er löngu landsfrægur fyrir margt annað en málverk sín en hann seg- ist helst mála hauststillur: „Ég er búin að láta ramma inn fyrir 300 þúsund krónur,“ segir Sævar. „Sumt í harðvið.“ ■ ■ OPNUN KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI Í OKTÓBER • 10-12 Kyrrðardagar um haust Sr. Kristján Valur Ingólfsson annast leiðsögn og fjallar í hugleiðingum sínum um samhljóm hins heilaga í helgihaldi og einkalífi. Kyrrðardagarnir verða í Skálholtsbúðum enda áhersla á útivist í haustlitum Skálholts. • 17.-19. Kyrrðardagar tengdir myndlist Staðarlistamenn fyrr og nú. Benedikt Gunnarsson, Jóhanna Þórðardóttir og Jón Reykdal flytja hugleiðingar um valdar myndir sínar. Kyrrðardagarnir verða í Skálholtsskóla. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skálholts www.skalholt.is og í síma 486 8870 þar sem tekið er við skráningu VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI Fimmtudagur 09.10. kl 20 uppselt Föstudagur 10.10. kl. 20 uppselt Fimmtudagur 16.10. kl. 20:30 uppselt Sunnudagur 19.10. kl. 16 uppselt Sunnudagur 19.10. kl. 20 uppselt Föstudagur 24.10 kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 31.10. kl. 20 laus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.