Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 8
8 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Skortur á frumkvæði „Einhvern veginn virðist skorta frumkvæði að því að taka af skarið og byggja markvisst upp starfsnám fyrir menntakerfi okkar.“ Hjálmar Árnason í Fréttablaðinu 7. október. Tukthúslimir „... má því segja að nú sitji yfir þrjú prósent þingmanna lands- ins í fangelsi.“ Eiríkur Bergmann Einarsson í DV 7. október. Löngunin til að lifa „Með nokkurri einföldun má segja að tvær eðlislægar langan- ir stjórni lífi mannsins, þ.e. löng- unin til þess að lifa og löngunin eftir samvistum við annað fólk.“ Steindór J. Erlinsson í Morgunblaðinu 7. október. Orðrétt MOSKVA, AP Akhmad Kadyrov, for- setaframbjóðandi í Tsétsníu sigr- aði með miklum yfirburðum í for- setakosningum í landinu á sunnu- dag. Kadyrov, sem þykir afar hlið- hollur Pútín og stjórn hans í Kreml, hlaut yfir 80% atkvæða en eftirlitsmenn með kosningunum sögðu Kadyrov hafa svindlað í kosningunum. Sex frambjóðendur öttu kappi við Kadyrov eftir að þremur fram- bjóðendum hafði verið meinað að bjóða sig fram. Forsetakosningarnar voru liður í áætlun stjórnvalda í Moskvu til að koma á stöðugleika í Tsétsníu. Mannréttindasamtök, heimamenn og eftirlitsmenn segja kosningarn- ar farsa, þær muni ekki lægja ófriðaröldurnar í landinu. „Að mínu viti á lýðræðið langt í land um gervallt Rússland, ekki bara í Tsétsníu,“ sagði Liza Vis- hayeva, íbúi í höfuðborginni Grosní. Aðrir bundu vonir við að kosn- ingarnar vísuðu veginn til betra lífs og réttlætis. ■ ÖRYGGISMÁL Fjórir þingmenn Sam- fylkingarinnar hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar á Alþingi um skipan opinberrar nefndar um öryggi og varnir Íslands. Í tillögunni kemur fram að nefndin verði skipuð af öllum þingflokkum á Alþingi í samræmi við fjölda þingmanna. Verkefni nefndarinnar eiga að vera að gera út- tekt á stöðu Íslands á alþjóðlegum vett- vangi og skilgreina þær ógnir sem steðja að landinu, hvort sem þær séu vegna árása ann- arra ríkja, af völdum hryðjuverka eða annars konar ógnum, svo sem mengunarslysum. Þá vilja þingmennirnir greina stöðu Íslands í alþjóðalögum, gildi varnarsamningsins, hlutverk Ís- lands í Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum og hvert framlag Íslendinga til þjóðaréttar og alþjóðasamfélagsins skuli vera. Einnig er lagt til að nefndin geri tillögur um ráðstafanir innan stjórnkerfisins til þess að tryggja nauðsynlegan viðbúnað og öryggi landsins. Í greinargerð með tillögunni segir að sjálfstæð og framsýn ut- anríkisstefna á sviði varnar- og öryggismála þurfi að taka mið af nýjum ógnum og hættum sem að Íslendingum kunna að steðja í breyttri veröld. Hún verði einnig að vera í samræmi við önnur meg- inmarkmið íslenskrar utanríkis- stefnu, til dæmis á sviði viðskipta, menningar og þróunarsamvinnu. Á árunum 1979-1991 starfaði Öryggismálanefnd allra flokka sem gaf meðal annars út 20 rit um öryggis- og varnarmál. Flutningsmenn vilja skoða stöðu Atlantshafsbandalagsins og samskipti Íslands og Bandaríkj- anna. Þá telja þeir að skilgreina þurfi verkefni Íslensku friðar- gæslunnar betur og marka stefnu sem tekur tillit til annarrar starf- semi íslenska ríkisins og ís- lenskra mannúðarsamtaka. „Breyta þarf þeim hugsunarhætti að Íslendingar séu aðeins að gera eitthvað af því það er þrýstingur erlendis frá að Íslendingar leggi sitt af mörkum, t.d. á vettvangi NATO. Við eigum sjálf að hafa frumkvæði að aðgerðum í sam- ræmi við stefnu okkar og mark- mið.“ Enn fremur segir: „Það er löngu tímabært að skoða öryggis- mál í mun víðara samhengi en gert hefur verið. Öryggismál Ís- lands snúast ekki eingöngu um það hvort hér séu táknrænar varnir heldur einnig hvað Íslend- ingar sjálfir geta lagt af mörk- um“. Telja þingmennirnir að þverpólitísk nefnd um öryggismál væri mikilvægt skref í rétta átt. Þingmennirnir leggja til að nefndin skili niðurstöðum innan árs frá samþykki tillögunnar. kgb@frettabladid.is Hokkaídó í Japan skelfur enn: Bíða stórra skjálfta TÓKÍÓ, AP Tveir sterkir jarðskjálft- ar riðu yfir eyjuna Hokkaídó í Jap- an í gær. Vísindamenn hafa varað við því að öflugir eftirskjálftar séu líklegir í kjölfar skjálfta upp á 8,0 á Richter sem skók eyjuna í síð- asta mánuði og slasaði að minnsta kosti 700 manns. Fyrri skjálftinn, sem reið yfir kl. 1:28 að staðartíma eða klukkan 16:28 að íslenskum tíma, mældist 4,8 á Richter. Seinni skjálftinn reið yfir þremur klukkustundum síðar og mældist 5,6 á Richter. Engin slys urðu á fólki og tjón er lítið. ■ Frumvarp á Alþingi: Heimabrugg verði löglegt ALÞINGI Fjórir þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að brugg á léttvíni verði gert löglegt. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en var ekki afgreitt úr nefnd. Tilgangur þess er að gera fólki kleift að „framleiða létt vín úr innlendum ávöxtum og jurtum og að þeir megi bera það fram án þess að slíkur heimilis- iðnaður teljist lögbrot“. ■ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Gagnrýnir lokun smærri sláturhúsa. Sauðfjárslátrun: Stærri hús hækka verð LANDBÚNAÐUR Útflutningsskylda sauðfjárbænda og áhersla ríkis- stjórnarinnar á stór sláturhús sem hafa leyfi til útflutnings hef- ur orðið til þess að kindakjötsverð hefur hækkað á innanlandsmark- aði. Þetta segir Sigurjón Þórðar- son, þingmaður Frjálslynda flokksins. Sigurjón sagði í þingræðu að kostnaðarverð við slátrun í út- flutningssláturhúsum væri hærra en eðlilegt gæti talist. Minnstu og auðseljanlegustu skrokkarnir væru seldir úr landi og eftir stæði íslenskur markaður með hærra verð og illseljanlegra kjöt. Hvorki náðist í Guðna Ágústs- son landbúnaðarráðherra né Jó- hannes Sigfússon, formann Landssamtaka sauðfjárbænda. ■ Rúmenía: Jarðskjálfti 5,0 á Richter BÚKAREST, AP Jarðskjálfti upp á 5,0 á Richter reið yfir Rúmeníu í gær. Engar fréttir hafa borist af slysum á fólki eða eignatjóni. Skjálftinn skók landið skömmu eftir miðnætti að staðartíma eða laust eftir klukkan hálftíu að ís- lenskum tíma. Upptök skjálftans voru í Vrancea-héraði í austurhluta Karpatafjalla, skammt norður af höfuðborginni, Búkarest. Skjálftans varð víða vart, m.a. í Búkarest. ■ VARNARMÁL Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs, segir það vera deginum ljósara að bandarískur her verði ekki hér á landi til eilífðarnóns hvort sem brotthvarf hans yrði vegna ákvörðunar íslenskra eða bandarískra stjórnvalda. Í Fréttablaðinu á sunnudag- inn lýsti Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þeirri skoðun sinni að Íslendingum bæri að undirbúa sig undir að taka við rekstri flugvallarins. Ögmundur segir að VG hafi lengi hvatt til þess að slíkur undirbúningur hæfist og fagnar því að fleiri séu komnir á þá skoðun. Ögmundur segir að þegar herinn fari bíði Íslendingum það verkefni að taka við rekstri flugvallarins. „Það má vel vera að aðrir aðilar en Íslendingar einir komi að fjármögnun þess verkefnis. Þar horfi ég ekki til hernaðarhlutverks flugvallarins heldur fyrst og fremst til hans í ljósi þess öryggis sem hann veitir í samgöngum í þessum heimshluta,“ segir Ögmundur. ■ EINN ÞRIGGJA VERÐLAUNAHAFANNA Vitaly L. Ginzburg, 87 ára Rússi er einn þriggja sem hljóta eðlisfræðinóbelinn í ár. Þeir skipta með sér tæplega 100 milljóna króna verðlaunum. Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 2003: Þrír deila verðlaun- unum STOKKHÓLMUR, AP Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlis- fræði þetta árið, Rússarnir Alexei Abrikosov og Vitaly Ginzburg og breski vísindamaðurinn Anthony Leggett sem búsettur er í Banda- ríkjunum. Vísindamennirnir hljó- ta verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á eðli efna við afar lágt hita- stig, einkum ofurleiðni og ofur- flæði. Vísindamennirnir deila með sér verðlaunafénu, tæplega 100 milljónum króna. Í dag verður tilkynnt hver hlýt- ur Nóbelsverðlaunin í efnafræði en á föstudag kemur í ljós hver hlýtur friðaverðlaun Nóbels. ■ Á KJÖRSTAÐ Ónafngreindar konur stinga atkvæðaseðl- um sínum í kjörkassann, pappakassa sem límdur var aftur með límbandi. 545.000 manns voru á kjörskrá í Tsétsníu um helg- ina og að sögn stjórnvalda greiddu yfir 80% kjósenda Akmad Kadyrov atkvæði sitt. Fulltrúi Pútíns gersigraði í forsetakosningum í Tsétsníu: Sakaður um kosningasvindl Skipi nefnd um öryggismál Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að nefnd allra flokka fari yfir stöðu Íslands og ógnir sem að því steðja. Einnig að greina stöðu varnarsamn- ingsins og hlutverk Íslands í NATO og Sameinuðu þjóðunum. ■ Það er löngu tímabært að skoða öryggis- mál í mun víð- ara samhengi en gert hefur verið. SAMFYLKINGIN Vilja að nefnd fari yfir stöðu Íslands og hugsanlegar ógnanir. ÖGMUNDUR JÓNASON Herinn fer hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Íslendingar taki yfir rekstur Keflavíkurflugvallar: Áhersla á öryggi vallarins í samgöngum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H LE M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Rýmingarsala í Bónus Skútuvogi: 30% auka- afsláttur NEYTENDAMÁL Verslun Bónus í Skútuvogi býður 30% aukaafslátt af öllum vörum meðan þær endast fimmtudag, föstudag og laugardag. Ástæðan er fyrirhugaðar breyting- ar á versluninni sem er sú fyrsta sem feðgarnir Jón Ásgeir og Jó- hannes opnuðu 8. apríl 1989. Versluninni verður lokað frá og með sunnudeginum 12. október næstkomandi. Áætlað er að hafa lokað í tíu daga og opna á ný mið- vikudaginn 22. október. Að sögn forráðamanna er ætlunin að vera með góð opnunartilboð að hætti Bónus. ■ Kárahnjúkar: Skrifað und- ir samning HEILBRIGÐISMÁL Samningur um heil- brigðisþjónustu er nær til starfs- manna allra verktaka á Kára- hnjúkasvæðinu var undirritaður af Impregilo, Landsvirkjun og Heil- brigðisstofnun Austurlands á Egils- stöðum. Þegar hefur íslenskur læknir tekið til starfa á virkjunar- svæðinu en Vladimir Stanovko, rússneskur læknir Impregilo, sem styr hefur staðið um að undan- förnu, mun starfa áfram undir hans stjórn. Gert er ráð fyrir sólar- hringsvakt lækna, hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða á Kárahnjúka- svæðinu en Heilbrigðisstofnun Austurlands mun sjá um alla yfir- stjórn og skipulagningu aðgerða. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.