Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 10
10 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Í DÝRLINGATÖLU Jóhannes Páll páfi II tók um helgina þrjá trúboða í dýrlingatölu. Ítalinn Daniele Comboni, Þjóðverjinn Arnold Janssen og Austurríkismaðurinn Josef Freinademetz hlutu allir blessun páfa við hátíðlega at- höfn á sunnudag. Söfnuðu undirskriftum: Vilja aukið öryggi í umferðinni ÁSKORUN Tvær stúlkur, átta og níu ára, gengu á fund Þórólfs Árnason- ar borgarstjóra og fóru þess á leit við hann að umferðaröryggi yrði aukið á Holtavegi. Kveikjan að för stúlknanna eru tvö umferðarslys á götunni í sumar. Í öðru slysanna var keyrt á Kareni Ákadóttur. Þegar keyrt var á aðra stúlku á svipuðum slóðum nokkru síðar tóku hún og Sóley Mist Hjálmarsdóttir, vinkona hennar, sig til og hófu undirskrifta- söfnun í næsta nágrenni. Á annað hundrað íbúar skrifuðu undir áskorun til borgaryfirvalda um að auka öryggi gangandi vegfarenda þegar þeir fara yfir götuna. Á mánudag gengu Karen og Sóley Mist svo á fund borgar- stjóra, afhentu honum undir- skriftirnar og fóru þess á leit að sett væru upp gönguljós eða kom- ið fyrir þrengingu í götunni til að draga úr hraða bíla sem fara um hana. „Hann lofaði að athuga mál- ið,“ sagði Karen eftir fund þeirra með borgarstjóra. ■ PEKÍNG, AP Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, segir að Kínverjar muni senda mann út í geiminn mjög fljótlega. „Það verður mjög bráðlega,“ sagði ráðherrann við blaðamenn við upphaf leiðtogafundar Asíu- og Kyrrahafsríkjabandalagsins sem hófst í Balí á Indónesíu í gær. Undirbúningur hefur staðið í 11 ár en Kínverjar eru þöglir sem gröfin um geimferðaáætlun sína. Geimskotið gæti orðið um næstu helgi en ætlunin er að skjóta geimfarinu á loft frá Gobi eyði- mörkinni. Ekki er ljóst hvort einn maður verður um borð, tveir eða jafnvel þrír. Þá gæti ferðin tekið allt frá örfáum klukkustundum upp í nokkra sólarhringa. Shenzou-flaug þeirra Kínverja tekur allt að þrjá geimfara og kín- verskar fréttastofur greina frá því að settur hafi verið saman 20 máltíða matseðil og benda á að það henti þremur geimförum í heila viku. Fjórum ómönnuðum Shenzou-flaugum hefur verið skotið á loft síðustu misseri og voru þær á braut umhverfis jörðu í tæpa viku hver. Sérfræðingar telja líklegt að geimskotið verði um miðjan þenn- an mánuð. Þá segja sérfræðingar að líklegt sé að einn geimfari verði um borð og ferðin taki innan við sólarhring. Kínverjar verða þriðja þjóðin sem býr yfir tækni til að senda mann út í geiminn en fyrir eru Bandaríkjamenn og Rússar. Kínverjar senda mann út í geiminn réttum 42 árum eftir að Sovétmenn sendu Yuri Gagarín á braut umhverfis jörðu. Stjórnvöld hafa enn ekki upp- lýst hver verður fyrsti Kínverjinn sem fer út í geim en 12 úrvals- flugmenn úr hernum voru valdir úr hópi 2000 umsækjenda. Einn þeirra að minnsta kosti fer út í geiminn í þessum mánuði. Geimferðaáætlun Kínverja kostar um milljarð dollara eða tæpa 77 milljarða íslenskra króna. Almenningur í Kína telur geimferðaáætlunina sóun á pen- ingum en meðaljóninn í Kína þén- ar rúmar 50.000 krónur á ári. the@frettabladid.is Umboðsmaður Alþingis: Hafnar kvörtun ASÍ KJARAMÁL Umboðsmaður Alþingis hefur hafnað að taka til efnis- legra afgreiðslu kvörtun ASÍ að ríkið mismuni starfsmönnum sínum hvað varðar lífeyrisrétt- indi eftir því hvort þeir eigi að- ild að félögum opinberra starfs- manna eða félögum innan ASÍ. Magnús M. Norðdahl, lög- fræðingur ASÍ, segir niðurstöð- una vonbrigði en fyrirsjáanlega. „Það er skoðun ASÍ að umboðs- maður hafi verulegt tilefni til að kanna málið og það án þess að þurfa til þess formlega kvör- tun.“ ■ BARÓNESSA VALERIE AMOS Fyrst blökkukvenna til að setjast í lávarða- deild breska þingsins og einnig fyrst blökkukvenna til að gegna embætti forseta lávarðadeildarinnar. Lávarðadeild breska þingsins: Blökkukona í forsetastól LONDON, AP Valerie Amos baró- nessa, sem fædd er í Gvæana, varð fyrst þeldökkra kvenna til að gegna embætti forseta lá- varðadeildarinnar, efri deildar breska þingsins. Barónessan tek- ur við sem forseti lávarðadeild- arinnar af Williams lávarði af Mostyn sem lést í september. Amos varð fyrir sex árum fyrst þeldökkra kvenna til að fá rétt til setu í lávarðadeildinni ævilangt. Hún varð í maí síðastliðnum fyrsta blökkukonan til að taka sæti í ríkisstjórn á Bretlandi þeg- ar hún tók við að Claire Short sem ráðherra þróunarmála. ■ Landlæknir: Harmar umræðu um barnslát HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna umræðu um andlát barns sem lést úr heilahimnu- bólgu í vor og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Landlæknir hefur haft málið til meðferðar og sendi drög að áliti til málsaðila sem hafa tiltekinn frest til að gera athugasemdir við þau. Landlæknir telur að með op- inberri umræðu um málið sé um rof á eðlilegri málsmeðferð að ræða þar sem andmæli og athuga- semdir hafa enn ekki borist frá öllum þeim er að málinu komu og því liggi endanlegt álit ekki fyrir. Landlæknir harmar fjölmiðla- umræðu um viðkvæm mál af þessu tagi áður en meðferð þeirra er lokið af hálfu embættisins, seg- ir í yfirlýsingunni. ■ Sigurstund hjá Kínverjum nálgast Kínverjar skjóta fyrsta mannaða geimfari sínu á loft einhvern næstu daga. Forseti Kína er þögull um geimferðaáætlunina. Kínverjar verða þriðja þjóðin sem býr yfri tækni til að skjóta mönnuðum geimförum á loft. SHENZOU FLAUGIN Líkan af fyrsta mannaða geimfarinu sem Kínverjar skjóta á loft á næstunni. GEIMBÚNINGURINN Kínverskur drengur virðir fyrir sér eftirlík- ingu af búningnum sem fyrsti kínverski geimfarinn mun klæðast. KAREN OG SÓLEY MIST Vilja fá gönguljós eða þrengingar á Holtavegi til að auka öryggi gangandi vegfarenda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H LE M Fjórtán þingkonur: Frumvarp gegn klámi og vændi ALÞINGI Fjórtán þingkonur úr öllum þingflokkum nema Sjálfstæðis- flokki hafa lagt fram frumvarp til laga frá Alþingi um breytingu á al- mennum hegningarlögum. Breytingarnar kveða á um refs- ingar fyrir þá sem kaupa sér kyn- lífsþjónustu, allt að tveggja ára fangelsi. Eins að hver sá sem hafi tekjur af milligöngu um vændi ann- arra skuli sæta fangelsi í allt að fjögur ár. Konurnar vilja að Alþingi samþykki allt að fjögurra ára fang- elsi fyrir þá sem ginna, hvetja eða aðstoða barn, yngra en 18 ára, til að stunda vændi eða aðra kynlífsþjón- ustu. Að sama skapi verður það refsivert að stuðla að því að fólk sé flutt úr landi eða til landsins í þvi skyni að það taki þátt í hvers kyns klám- eða kynlífsiðnaði og hver sem stuðlar að því að aðrir hafi samræði gegn greiðslu eða hefur tekjur af kynlífsþjónustu annarra með því til dæmis að leigja út húsnæði. Þeir sem brjóta af sér á þennan hátt geta átt yfir höfði sér fjögurra ára fang- elsi verði frumvarpið að lögum. ■ KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Fyrsti flutningsmaður að frumvarpi um klám og vændi. Þingkonur standa saman um frumvarp um bann á kaupum á vændi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi, vill taka fram að hann fór ekki á vegum Kópavogsbæjar á sjávar- útvegssýningu í Vigo á Spáni eins og sumir kunni að hafa lesið út úr frétt Fréttablaðsins á mánudag. Ármann var í Vigo vegna starfs síns sem aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra. ■ Leiðrétting

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.