Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 8. október 2003 Íslenska uppfærslan á Rómeó ogJúlíu, sem nú er sýnd í Old Vic- leikhúsinu í London, er „critics’ choice“ í tímaritinu Time Out sem er helsti vettvangur umfjöllunar um það sem hæst ber í menningu, listum og afþreyingu í borginni. Critics’choice er val gagnrýnenda tímaritsins á því sem best þykir hverju sinni og eftirsóknarverð- ast í heimsborginni: „Þetta er það sem skiptir máli,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leik- stjóri sýningarinnar, sem að von- um er ánægður með árangurinn. Upphaflega stóð til að sýna Rómeó og Júlíu í fjórar vikur í London en nú hefur verið ákveðið að bæta tveimur sýningarvikum við. Geta þær jafnvel orðið enn fleiri ef framhald verður á já- kvæðri umfjöllun fjölmiðla í London. ■ Sjónvarpsstöð í Chile birti ádögunum viðtal sem tekið var við 75 ára gamla allsbera ömmu. Sjónvarpsmaðurinn Felipe Camioaga tók viðtal við Mariu Cristinu sem er þekkt fyrir að sitja fyrir nakin hjá bandaríska ljósmyndaranum Spencer Tunick. Viðtalið var þrjátíu mínútna langt og var sýnd um klukkan tíu að kvöldi til við gífurlegt áhorf. Eftir að viðtalinu lauk mátti svo sjá þau bæði allsber á hestbaki. Frú Cristina er þekkt í Chile sem „Amma Tunick“ vegna þess hversu oft hún hefur leyft ljós- myndaranum að mynda sig alls- bera frá árinu 1991. Skilyrðin fyrir því að Felipe fengi að taka viðtalið væri að þau myndu bæði vera allsber, að við- talið yrði tekið heima hjá henni og að engar aðrar konur yrðu við- staddar. „Felipe var mjög hrifinn af hugmyndinni og fannst hún vera mjög frumleg,“ sagði Amma Tun- ick í viðtali við Las Ultimas Not- icias á Netinu. „En hann var svo- lítið stressaður, þetta var í fyrsta skiptið sem hann kom fram nak- inn. Fyrir mér er þetta fullkom- lega eðlilegt.“ ■ Nefnd innan Samskiptasam-taka Bandaríkjanna ákváðu eftir langa fundagerð að orð sem Bono, söngvari U2, lét falla á Golden Globe verðlaunahátíðinni, hefðu ekki verið dónaleg. Bono notaði f-orðið í ræðu sinni á hátíð- inni og bárust samtökunum marg- ar kvartanir vegna þessa. Talsmenn samtakanna gáfu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að þó orð Bono hefðu verið óhefluð og móðgandi fyrir suma, hefðu þau ekki verið ætluð í kynferðislegum skilningi og því þættu þau ekki klámfengin. Þá á þetta víst að vera í lagi. Foreldrasamtök í Los Angeles sem fylgjast sérstaklega með sjónvarpi ætla að áfrýja málinu. ■ Sjónvarpsþátturinn Atið í um-sjón Sigrúnar Óskar Kristjáns- dóttur og Vilhelms Antons Jóns- sonar hefur göngu sína á ný í Rík- issjónvarpinu í kvöld: „Við ætlum að brydda upp á ýmsum nýjung- um í vetur og erum meðal annars að leita að undri Íslands,“ segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk. „Við erum að auglýsa eftir fólki sem getur gert eitthvað óvenjulegt eða er á einhvern hátt óvenjulegt eins og til dæmis fólk sem er liða- mótalaust, fólk sem getur sleikt á sér olnbogann eða borðað stál og er til í að taka þátt í léttvægri keppni.“ Í fyrsta þætti Atsins kennir ýmissa grasa: „Við ætlum meðal annars að biðja þekkta einstak- linga að elda uppáhalds- skyndiréttina sína hjá okkur í vet- ur. Í fyrsta þáttinn mætir fegurð- ardrottning Íslands, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, og spreytir sig á eldamennskunni. Við sýnum líka frá frumsýningu Rómeó og Júlíu í London og fylgjumst með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur leikkonu við tökur á kvikmynd- inni Dís.“ Sigrún Ósk vann í sumar sem blaðamaður hjá Fókus en með At- inu er hún að læra lesblinduleið- réttingu: „Þetta er aðferð sem er kennd við Ron Davis og það eru 30 Íslendingar sem taka þátt í nám- skeiðinu hér á landi. Ég ætla að læra talmeinafræði næsta haust í Kaupmannahöfn og eitt af því sem talmeinafræðingar gera er að hjálpa fólki sem á í lestrarörðug- leikum þannig að það er gott fyrir mig að komast á þetta námskeið.“ Það er greinilega í nógu að snú- ast hjá At-fólkinu: „Villi er búinn að þeytast út um allan bæ á síð- ustu dögum því hljómsveitin hans, 200.000 Naglbítar var að gefa út plötu. Það verða útgáfu- tónleikar á Nasa annað kvöld og ég ætla að sjálfsögðu að mæta og styðja hann,“ segir Sigrún að lok- um. Þátturinn í kvöld er klukkan 21.05. ■ SIGURVEGARAR Í TRUKKAÖKULEIKNI Frá vinstri: Guðmann M. Guðmannsson, Stefán Einarsson og Sigurður Ástgeirsson en þeir eru sigurvegarar í einstaklingskeppninni. Í liðakeppni voru það Lið Skipaafgreiðslu Suðurnesja, Lið Íslenska Gámafélagsins og Lið ET sem skipuðu sér í efstu sætin. Skrýtnafréttin SPENCER TUNICK ■ Felipe fékk viðtal með því skilyrði að þau yrðu alsber. SPENCER TUNICK Er þekktur fyrir að taka hópmyndir af nöktu fólki. Amma Tunick tekur víst þátt í eins mörgum tökum og hún mögulega getur. Allsber amma í sjónvarpsviðtaliR&J í Time Out RÓMEÓ OG JÚLÍA Val gagnrýnenda í Time Out. Leikhús RÓMEÓ OG JÚLÍA ■ Time Out mælir með íslenskri sýningu! SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Er annar þáttastjórnandi Atsins en þátturinn hefur göngu sína á ný í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Leitað að undri Íslands Sjónvarp ATIÐ ■ Fer í loftið aftur í kvöld. Verður sem fyrr í Ríkissjónvarpinu og eru það þau Sigrún og Villi sem sjá um þáttinn. Sjónvarp BONO ■ Söngvari U2 mátti blóta svo lengi sem það væri ekki kynferðislegt. Unnendur bresku sveitarinnarSpacemen 3 eiga eftir að taka fyrstu breiðskífu The Warlocks fagnandi. Hér er svo sem ekkert nýtt á ferðinni, en engu að síður kostulega vel gerð nýbylgja sem á vel upp á pallborðið núna eftir nýjustu bylgju bandarísku rusl- rokkbylgjunnar. Hér er á ferðinni rokk frá mönnum sem kæra sig kollótta um framþróun tónlistar eða það sem er að gerast á yfirborðinu. Einsleitt rokk sem hangir oft lengi á sama tóninum við sker- andi gítara og letilegan Jesus & the Mary Chain söng. Svo er bætt við nettri slettu af súrrealískum sveiflukenndum analóg hljóm- borðum sem færir tónlistina inn í reykfylltara andrúmsloft. Þannig svipar sveitinni til Singapore Sling, nema hvað þessi er öllu lausari í böndunum, og skugginn blárri. Ekki fyrir alla, og vissulega plata sem krefst nærgætinnar hlustunar, en plata sem sekkur dýpra inn við hverja hlustun. Plata sem var líklegast unnin í bílskúr einhversstaðar í Kaliforn- íu, og komst áfram á eigin verð- leikum. Hljómurinn mun seint teljast góður, en hárrétt nálgun að þessu efni, þó að ég efist um að það hafi verið með vilja gert. Sem sagt, rokk beint úr kúnni, fyrir þá sem vilja það rammt og algjörlega ógerilsneytt. Nánast hreinn rjómi. Uppáhalds lögin mín voru „The Dope Feels Good „ og hið nær endalausa „Cosmic Let- down“. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist THE WARLOCKS Phoenix Ógerilsneytt BONO Allt í lagi að blóta, eins lengi að það er ekki kynferðislegt. Allt í lagi að blóta FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Foreldrar - Sýnum ábyrgð Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.