Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. október 2003 Þrjátíu ár eru liðin síðankennsla hófst í hjúkrunar- fræði í háskólastigi og var þess minnst með hátíðardagskrá í Há- skóla Íslands á fimmtudag.. Erla Kolbrún Svavarsdóttir deildarforstjóri segir feikilegar breytingar hafa orðið á námi hjúkrunarfræðinga á þessum árum „Eðli menntunarinnar hefur breyst og til að mynda bjóðum við nú upp á meistaranám og diplom- anám er hefjast í haust. Aðsókn hefur aldrei verið meiri í námið og nýnemar eru 245 samanborið við 24 fyrir 30 árum og þar af eru 22 karlmenn,“ segir Erla Kolbrún. „Starfsvettvangur hjúkrunar- fræðinga hefur einnig breyst mjög á þessum tíma og starfa þeir nú við fjölbreyttari störf en áður, þar sem sérþekking þeirra nýtur sín.“ Erla Kolbrún bendir á að fáar heilbrigðisstéttir hafi eins mikla reynslu og sérþekkingu á sviði stjórnunar. „Þekking hjúkr- unarfræðinga er að verða mjög eftirsóknarverð innan heilbrigðis- kerfisins. Heilbrigðismálin hafa þróast út í að verða sértækari og flóknari eftir því sem árin hafa liðið og eftirsókn efir hjúkrunar- fræðingum er að verða meiri,“ segir hún. Erla Kolbrún segir að samfara aukinni þekkingu geri þjóðfélagið meiri kröfur. Aðstandendur sjúk- linga vilji fá upplýsingar um gang sjúkdóma og þeirra væntingum geti hjúkrunarfræðinga mun bet- ur mætt en fyrr,“ segir Erla Kol- brún sem sjálf útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1987 og með doktorsgráðu frá Madison í Wisconsin árið 1997. „Það vakti alltaf mikinn áhuga hjá mér að fara út í fræðistörf og rannsóknir en það er ein leið til hafa áhrif þróun klínískrar hjúkrunar og leggja þannig mitt af mörkum. Ég fór því til Bandaríkjanna fljótlega eftir útskrift og bjó þar sjö ár og tók við starfi hér við Háskóla Ís- lands.“ Eiginmaður Erlu Kolbrúnar er Gunnar Svavarsson verkfræðing- ur hjá Línuhönnun og eiga þau tvær dætur sem enn eru í for- eldrahúsum, þær Guðrún Mist og Melkorku. ■ Tímamót HJÚKRUN ■ Þrjátíu ár eru síðan nám í hjúkrun hófst í Háskóla Íslands. Miklar breytingar hafa orðið á eðli námsins á þeim árum og það hefur þróast í takt við tíðarandann. Fleiri karlmenn í hjúkrun TÓMAS BOLLI HAFÞÓRSSON Hann segir orkuátak 2003 standa út mán- uðinn en tilgangurinn er að stemma stigu við offituvanda íslenskra barna. ??? Hver? Verkefnastjóri Orkuátaks 2003. ??? Hvar? Ég er alinn upp í Reykjavík, aðallega í Hólunum. ??? Hvaðan? Í þessum töluðu orðum er ég staddur í Latabæjarbílnum á leiðinni í Búnaðar- bankann. ??? Hvað? Orkuátak er skemmtilegt átaka fyrir krakka á öllum aldri. Tilgangurinn er að fá þau til að hugsa um holt mataræði og hreyfingu. ??? Hvernig? Með því að gera skemmtilega orkubók sem við sendum öllum krökkum sem fædd eru frá 1997 til 1999. ??? Hvers vegna? Vega þess að þess að það stefnir allt í að offita sé að vera eitt helsta heilsu- vandamálið á Íslandi. Okkar markmið er að leggja okkar af mörkum í fyrirbyggj- andi aðgerðum. Nú þegar eru íslensk börn önnur þyngstu börn í heiminum á eftir bandarískum börnum samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. ??? Hvenær? Það hófst 1 október og stendur út mán- uðinn. ■ Persónan ■ Nýjar bækur RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 NÝTT ÚTIBÚ Búnaðarbankinn í Árbæ opnar í dag nýtt útibú að Hraunbæ 117 og í tilefni dagsins verður gestum og viðskiptavinum bankans boðið kaffi og meðlæti. Bankinn bryddar upp á nýjung á sviði fasteignaviðskipta og verður fasteignaþjónusta til húsa í hinu nýja útibúi. Á myndinni eru starfsfólk og yfirmenn hins nýja útibús. JPV útgáfa hefursent frá sér þriðju bókina um Artemis Fowl sem ber heitið Artemis Fowl - Læsti tening- urinn. Guðni Kol- beinsson þýddi bók- ina eins og þær fyrri sem notið hafa mik- illa vinsælda hér á landi sem er- lendis. Auk þess hefur JPV sent frá sérMaður að nafni Dave sem er lokabindi sögu Dave Pelzers sem hófst með bókinni Hann var kallaður „þetta“. Sigrún Árnadóttir þýddi bókina en Dave Pelzer er mjög óvenjulegur maður eins og lesendur fyrri bóka vita. Í æsku var hann beittur miskunnarlausu ofbeldi af þeim sem síst skyldi, drykkfelldri og helsjúkri móður sinni, síðan þvældist hann inn og út af fóstur- heimilum, vanmetinn, niðurlægð- ur og einmana. En þrátt fyrir ólýs- anlegar hörmungar var hann alla tíð staðráðinn í að þrauka og skapa sér sess í lífinu. ■ ERLA KOLBRÚN SVAVARSDÓTTIR Hjúkrunarnám hefur breyst mjög á þeim árum sem liðin eru síðan námið færðist í Háskólann. OPIÐ KL 11.00-22.00 Föstudag og Laugardag frá 10.00-18.00 Kaffihúsið við stíginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.