Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 8. október 2003 Höfum fengið til landsins fullan gám af frábæru 7mm smelluparketi. Ekkert lím, ekkert vesen. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Fullur gámur af plastparketi E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 0 6 Beyki HlynurEik Kirsuber-ljóst Kirsuber-dökkt Aðeins kr. 990,- p r. m2 Aðe ins kr. 990,- p r. m2 Aðe ins kr. 1.190,- pr. m 2 Aðeins kr. 1.190,- pr. m 2 Aðeins kr. 1.190,- pr. m 2 Frítt svampundirlag fylgir með!Án undirlags Út af í fyrstu beygju Geir H. Haarde fjármálararáð-herra mælti fyrir fjárlaga- frumvarpinu á föstudag og maður var auðvitað spenntur að sjá hvernig þeir myndu efna skatta- lækkunarloforð sín frá því í vor. En, það er um skattalækkanirnar í fjárlagafrumvarpinu eins og gjör- eyðingarvopnin í Írak; það finnst ekkert. Ekki nóg með það, það eru í frumvarpinu skattahækkanir! Þannig er hækkun á þungaskatti og bensíngjöldum upp á milljarð, lækkun vaxtabóta upp á 600 millj- ónir, sérstaki tekjuskatturinn er lögfestur aftur, að vísu 80 milljón krónum lægri en í ár, en samt 1.400 milljónum krónum hærri en Sjálf- stæðisflokkurinn lofaði. Persónu- afsláttur fylgir ekki launavísitölu og eykur skattbyrði þess vegna um hálfan annan milljarð króna. Í viðtali við Kastljós í vor sagði Davíð Oddsson fráfarandi forsæt- isráðherra, m.a.: „Ég sé það fyrir mér þannig að það verði ákveðið strax á haustþingi, strax á haust- þingi þessa árs, að festa í lög alla þessa skattalækkun og tilkynna á hvaða dagsetningum nákvæmlega hún kemur til framkvæmda þan- nig að menn hafi það fyrir framan sig og það þurfi ekkert að vera að tauta um það allt kjörtímabilið ja jú við ætlum að fara að efna þetta og við ætlum að fara að efna hitt - það liggur bara fyrir strax á haust- þingi allar dagsetningar sem þess- ar skattalækkanir eiga að skila sér til fólksins í landinu.“ Fögur fyrirheit Og þannig efnir Davíð Oddsson orð sín að einu frumvörpin sem flutt verða á þessu haustþingi verða um skattahækkanir. Það er auðvitað ekki frétt að Davíð plati kjósendur svona. Hitt er dapur- legra að sjá hina nýju þingmenn Sjálfstæðisflokksins, s.s. Birgi Ár- mannsson, Bjarna Benediktsson, Guðlaug Þór Þórðarson og Sigurð Kára Kristjánsson gleyma fyrir- heitum sínum úr kosningunum og láta það verða sitt fyrsta verk að standa að lagafrumvörpum um skattahækkanir, sem með lækkun vaxtabótanna beinast sérstaklega að ungu fjölskyldufólki sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Gegn þeirra eigin kynslóð sem að stórum hluta hefur lent í vítahring jaðarskattanna. Það vinnur mikið því útgjöld þess eru há, en með skerðingu vaxtabóta og endurupp- töku sérstaks tekjuskatts er verið að auka vanda þessa hóps en ekki leysa. Út af í fyrstu beygju, er hár- rétt lýsing hjá forsætisráðherra þegar horft er til fyrstu aðgerða hinna ungu þingmanna Sjálfstæð- isflokksins á þingi. ■ Mér þóttu heldur sérkennilegarsendingarnar hingað norður yfir læk í grein Gunnars I. Birgis- sonar hér í blaðinu á dögunum, en þar fjallar hann m.a. um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhússins í mið- borginni og þátttöku ríkisins í henni. Um bygginguna gildir samn- ingur milli ríkis og borgar og við af- greiðslu fjárlaga fyrir þetta ár var samþykkt að fjármálaráðherra hefði heimild til að „stofna félag um rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg og greiða nauðsynlegan kostnað vegna þess“. Þessu greiddi Gunnar sjálfur at- kvæði við afgreiðslu fjárlaganna 6. desember sl. Sá misskilningur er á ferðinni hjá Gunnari að Reykjavíkurborg hafi lánað Austurhöfn TR 150 millj- ónir króna til skattalegs hagræðis fyrir borgarsjóð. Þetta er ekki raun- in. Um er að ræða lánsheimild sem er veitt til að tryggja að skortur á framlagi af hálfu borgarinnar stan- di framgangi verksins ekki fyrir þrifum og verður hún einungis nýtt eftir því sem undirbúningi fram- kvæmda miðar. Enn er óvíst hvern- ig fjármögnun byggingarinnar verður háttað, en Austurhöfn TR er einkahlutafélag í eigu ríkis og borg- ar. Ef borgin hefði lagt út féð sem framlag til félagsins og það ekki verið með útgjöld til samræmis við framlagið, hefði það þurft að greiða tekjuskatt af ónýttu borgarfram- lagi. Það eru hinar skattalegu ástæður lánsheimildarinnar og var málum svona háttað að höfðu sam- ráði við Ríkisendurskoðun. Óheppilegur samanburður Fleira nefnir Gunnar, hann kvartar m.a. yfir verðinu á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur, sem þó er ein sú ódýrasta á Íslandi. Til dæmis má nefna að verð á heitu vatni frá Orkuveitunni var 7% hærra miðað við byggingarvísitölu árið 1992 en það er nú og verð á rafmagni árið 1992 var 21% hærra en í dag. Sam- anburður Gunnars á Orkuveitu Reykjavíkur við Hitaveitu Seltjarn- arness finnst mér ekki sérlega heppilegur, þar sem Seltirningar hafa þann háttinn á, að dæla ómeð- höndluðum heitum sjó til íbúa sem sjálfir hafa varmaskipta í húsum sínum. Varmaskiptana þarf að end- urnýja á um tíu ára fresti, þannig að þegar upp er staðið, er hitunar- kostnaðurinn svipaður, þó vissulega sé vatnstonnið ódýrara á Nesinu. Ég vænti þess að í Gunnari I. Birgissyni eigum við Reykvíkingar og landsmenn allir öflugan málsvara tónlistar- og ráðstefnu- húss í Reykjavík og ég vona að það hús rísi sem fyrst. ■ Umræðan HELGI HJÖRVAR ALÞINGISMAÐUR ■ skrifar um fjárlaga- frumvarpið Andsvar ÞÓRÓLFUR ÁRNASON BORGARSTJÓRI ■ skrifar um byggingu ráðstefnu- og tónlist- arhúss í miðborginni Undarleg skeyti um tónlistarhús og fleira Umræða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.