Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 25
KÖRFUBOLTI Keflvíking- um er spáð sigri í Inter- sport-deild karla af þjálfurum og leikmönn- um deildarinnar. Kefl- víkingar fengu 410 stig í fyrsta sætið, Grindavík- ingar fengu 378 stig í annað og KR 346 í það þriðja. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, seg- ir spána ekki koma sér á óvart. „Keflvíkingum hefur yfirleitt verið spáð ofarlega í deildinni þannig að þetta kemur ekki á óvart,“ segir Guðjón, sem lagði skóna á hilluna fyrir þetta tímabil. „Þetta er pressa sem við verðum að lifa við og taka á.“ Talsverðar breyting- ar hafa orðið í liði Grindavíkur. Liðið mis- sti sex leikmenn en fékk jafn marga í staðinn. „Við höfum verið að spila svona upp og ofan í haustleikjunum og erum enn að reyna stilla saman strengi okkar,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. Friðrik Ingi er með tvo Bandaríkjamenn í sínu liði en í fyrra var hann með einn frá Bandaríkjunum og tvo Júgóslava. „Ég er með fjórtán leikmenn á æfingu og mér líst ágætlega á það. Ég þarf bara að slípa það til.“ Intersport-deild karla hefst næstkomandi fimmtudag með fjórum leikjum. Keflvíkingum er einnig spáð sigri í 1. deild kvenna en sex lið taka þátt í deildinni. Keflvíking- ar fengu 105 stig í fyrsta sætið, bikarmeistarar ÍS fengu 84 í ann- að sætið og Grindavík 60 stig í það þriðja. Opnunarleikur 1. deildar kvenna verður í Njarðvík í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti ÍS og hefst leikurinn klukkan 19.15. ÍR fær svo KR í heimsókn klukk- an 20 í Seljaskóla. ■ 25MIÐVIKUDAGUR 8. október 2003 KÖRFUBOLTI Breytingar hafa verið gerðar á Intersport-deildinni í körfuknattleik. Svokölluðu launa- þaki hefur meðal annars verið komið upp og er félögum þá ekki heimilt að greiða meira en 500 þúsund krónur á mánuði í laun og hlunnindi fyrir leikmenn. Félögin hafa öll skilað inn fjárhagsáætlun og mun nefnd innan KKÍ fylgja þeim eftir. Takmarkanir á þjóðerni leik- manna hefur verið fellt niður en áður var heimilt að hafa eins marga evrópska leikmenn og liðin töldu þörf á en aðeins einn leik- mann utan Evrópu. „Vonandi fáum við betri og hæf- ari leikmenn og þar af leiðandi betri leiki,“ sagði Pétur Hrafn Sig- urðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, á blaðamannafundi í gær. „Nýju reglurnar gera félögum kleift að ýta niður verði á leik- mönnum og þá verður vonandi rekstur deildanna þægilegri,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkur. „Ég veit samt ekki hvort körfuboltinn verði eitthvað miklu betri fyrir vikið. Það verður kannski erfiðara fyrir unga strá- ka að komast í lið því samkeppnin verður meiri. En ég vona að þetta skili sér í áhorfendum en það hef- ur ekki verið nóg af þeim síðustu tvö ár.“‘ ■ Breytingar í körfubolta: Launaþak tekið upp GUÐJÓN SKÚLASON Félögum er þó frjálst að skipta greiðslum á milli leikmanna innan launaþaksins. FÓTBOLTI Stan Collymore, fyrrum landsliðsmaður Englands í knatt- spyrnu, íhugar nú að ganga aftur til liðs við Southend og hefja þar með knattspyrnuferilinn að nýju. Hann lék með Southend tímabilið 1992-1993 áður en hann gekk til liðs við Nottingham Forest. Collymore lagði skóna á hill- una fyrir tveimur árum, aðeins fimm vikum eftir að hann gekk til liðs við spænska félagið Oveido. Síðustu vikur hefur hinn 32 ára gamli framherji verið sagður á leið aftur í boltann. „Ég útiloka ekki að fara í South- end,“ sagði Collymore. „Það væri gott að koma þangað aftur.“ ■ STAN COLLYMORE Hefur leikið með ellefu liðum á ferli sín- um. Þar á meðal Liverpool. Stan Collymore: Útilokar ekki Sout- hend KÖRFUBOLTI Körfuknattleikssam- band Íslands mun gera auknar kröfur til félaga varðandi umgjörð leikja í Intersport-deildinni í vetur. Félög munu meðal annars halda úti heimasíðu, leikskrá verður gefin út fyrir hvern leik og kynnir verður á öllum leikjum. Jafnframt verður félögum frá og með áramótum skylt að hafa lukkudýr á sínum snærum. Sem stendur eru sex félög af tólf komin með lukkudýr og má búast við að þau setji mikinn svip á leikina í vet- ur. ■ API ÚR HVERAGERÐI Hamar úr Hveragerði er tilbúið með lukkudýrið sitt. Það er api sem kenndur er við Eden. Breytt umgjörð á leikjum: Liðum skylt að hafa lukkudýr BOLTINN AÐ BYRJA Keflavík er spáð sigri í karla- og kvennaflokki í körfuboltanum í ár. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á deildinni. Keflvíking- um spáð sigri Keflvíkingum er spáð sigri í Intersport-deild karla og 1. deild kvenna í körfuknattleik. SPÁ INTERSPORT-DEILD KARLA Lið Stig Keflavík 410 Grindavík 378 KR 346 Njarðvík 314 Haukar 299 Snæfell 235 Tindastóll 228 Breiðablik 138 ÍR 131 Hamar 129 KFÍ 127 Þór Þorlákshöfn 69 1. DEILD KVENNA Lið Stig Keflavík 105 ÍS 84 Grindavík 60 KR 54 Njarðvík 48 ÍR 27 LEIKMENN KYNNTIR Leikmenn liðanna voru kynntir í gær. Kringlunni 8-12 Sími: 553 2888 Litir: Svart Vínrautt Grátt Stærðir: 21-39 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.